Fólksfjölgun í fyrsta skipti í þrjátíu ár Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. maí 2022 15:31 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, segir gaman að tala um uppbygginguna á Vestfjörðum. Stöð 2 Mikið uppbyggingarskeið er hafið á norðanverðum Vestfjörðum í fyrsta skipti í þrjá áratugi. Um hundrað íbúðir fara í byggingu þar í ár og gera sveitarstjórar þar ráð fyrir að nokkur hundruð manns muni flytja vestur á næstu árum. Þegar fréttastofa ferðaðist vestur á land til að taka púlsinn á fólki fyrir sveitarstjórnarkosningar var sveitarstjórum og frambjóðendum mjög tíðrætt um þá uppbyggingu sem væri komin af stað á Vestfjörðum. „Við tölum svolítið mikið um þetta. Þetta er skemmtilegt. Þetta hefur ekki gerst í þrjátíu ár. Svona uppbyggingarfasi hefur ekki verið hérna í þrjátíu ár, þannig að eðlilega er gaman að tala um það,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar. Á Ísafirði er verið að byggja 51 íbúð og þar af eru fjörutíu íbúðir fyrir nemendur og ellefu íbúðir fyrir tekjulága. Í Bolungarvík er verið að byggja tuttugu íbúðir, á Flateyri eru tuttugu stúdíóíbúðir í byggingu fyrir Lýðháskólann þar, og í Súðavík eru fimm íbúðir í byggingu. Stöð 2 Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir að það hafi verið fólksfækkun á svæðinu og ekkert verið byggt af nýju húsnæði á þessum stöðum í langan tíma. „Við sjáum að það er að vera viðsnúningur í því,“ segir Birgir. Í Súðavík má svo gera ráð fyrir enn fleiri íbúðum á næstu árum vegna uppbyggingar á kalkþörungaverksmiðju sem ætlar að taka til starfa þar. Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2 Tugir nýrra starfa í tengslum við kalkþörungaverksmiðju Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segist gera ráð fyrir 35 til 45 störfum í tengslum við verksmiðjuna. Því sé ljóst að byggja þurfi íbúðir fyrir þetta fólk og það muni um slíkan fjölda í svo litlu sveitarfélagi. „Heldur betur. Við erum að tala um þorp hér sem hýsir 175 kannski. Í prósentum talið, miðað við hlutfallið, þá er um gríðarlegt verkefni að ræða,“ segir Bragi Þór. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.Stöð 2 Í Bolungarvík er sömu sögu að segja en þar er fyrirséð að verði mikil fólksfjölgun á næstu árum með tilkomu laxasláturhúss og vaxtar í annarri starfsemi. „Það er mjög mikið framundan. Það er verið að skipuleggja nýtt hverfi sem við gerum ráð fyrir að þrjú hundruð manns geti flutt í á næstu árum. Við erum líka að skipuleggja nýjan miðbæ.“ Í Bolungarvík búa nú 956 manns. Jón Páll segir því ljóst að bærinn muni á næstu árum fara yfir þúsund manna markið sem stjórnvöld vilja miða við fyrir sveitarfélög. „Bolungarvík, þúsund plús! Það er ekki hægt að hlæja að því núna,“ segir Jón Páll. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. 5. maí 2022 08:02 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Þegar fréttastofa ferðaðist vestur á land til að taka púlsinn á fólki fyrir sveitarstjórnarkosningar var sveitarstjórum og frambjóðendum mjög tíðrætt um þá uppbyggingu sem væri komin af stað á Vestfjörðum. „Við tölum svolítið mikið um þetta. Þetta er skemmtilegt. Þetta hefur ekki gerst í þrjátíu ár. Svona uppbyggingarfasi hefur ekki verið hérna í þrjátíu ár, þannig að eðlilega er gaman að tala um það,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar. Á Ísafirði er verið að byggja 51 íbúð og þar af eru fjörutíu íbúðir fyrir nemendur og ellefu íbúðir fyrir tekjulága. Í Bolungarvík er verið að byggja tuttugu íbúðir, á Flateyri eru tuttugu stúdíóíbúðir í byggingu fyrir Lýðháskólann þar, og í Súðavík eru fimm íbúðir í byggingu. Stöð 2 Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir að það hafi verið fólksfækkun á svæðinu og ekkert verið byggt af nýju húsnæði á þessum stöðum í langan tíma. „Við sjáum að það er að vera viðsnúningur í því,“ segir Birgir. Í Súðavík má svo gera ráð fyrir enn fleiri íbúðum á næstu árum vegna uppbyggingar á kalkþörungaverksmiðju sem ætlar að taka til starfa þar. Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2 Tugir nýrra starfa í tengslum við kalkþörungaverksmiðju Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segist gera ráð fyrir 35 til 45 störfum í tengslum við verksmiðjuna. Því sé ljóst að byggja þurfi íbúðir fyrir þetta fólk og það muni um slíkan fjölda í svo litlu sveitarfélagi. „Heldur betur. Við erum að tala um þorp hér sem hýsir 175 kannski. Í prósentum talið, miðað við hlutfallið, þá er um gríðarlegt verkefni að ræða,“ segir Bragi Þór. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.Stöð 2 Í Bolungarvík er sömu sögu að segja en þar er fyrirséð að verði mikil fólksfjölgun á næstu árum með tilkomu laxasláturhúss og vaxtar í annarri starfsemi. „Það er mjög mikið framundan. Það er verið að skipuleggja nýtt hverfi sem við gerum ráð fyrir að þrjú hundruð manns geti flutt í á næstu árum. Við erum líka að skipuleggja nýjan miðbæ.“ Í Bolungarvík búa nú 956 manns. Jón Páll segir því ljóst að bærinn muni á næstu árum fara yfir þúsund manna markið sem stjórnvöld vilja miða við fyrir sveitarfélög. „Bolungarvík, þúsund plús! Það er ekki hægt að hlæja að því núna,“ segir Jón Páll.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. 5. maí 2022 08:02 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. 5. maí 2022 08:02