Vinstri græn í Hafnarfirði hvetja fólk til að „setja X við D“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. maí 2022 10:32 Auglýsingin birtist á Facebook-síðu VG í nótt. Kosningastjóri flokksins segir að svona mistök gerist þegar verkefnum er útvistað. Vísir „Göngum lengra í Hafnarfirði. Setjum X við D!“ Svona hljómar auglýsing sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur sett í dreifingu á Facebook. Raunar er um þrjár svona auglýsingar að ræða, sem VG hefur kostað á Facebook. Af Facebook að dæma eyddi VG um sjö þúsund krónum í auglýsingarnar á meðan þær voru í dreifingu á miðlinum. Málið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum, enda aðeins þrír dagar í sveitarstjórnarkosningar og heldur óeðlilegt að flokkar hvetji kjósendur til að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt. Hér má sjá hversu miklu VG eyddi í hverja auglýsingu. Í fyrstu eyddi flokkurinn innan við þúsund krónum, við næstu 1.500 til 2.000 krónum og í þá þriðju 3.500 til 4.000 krónum.Skjáskot „Það er svona þegar maður útvistar verkefnum, maður er með verktaka í vinnu hjá sér og verktakinn er orðinn þreyttur. Ég veit ekki hvort hann sé að vinna fyrir einhverja fleiri líka. Við settum þetta inn klukkan hálf eitt í nótt eða eitthvað og þarna hefur einhverju slegið saman,“ segir Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, miðlægur kosningastjóri VG, hlæjandi í samtali við fréttastofu. „Ég hef verið að velta því upp hvort þetta hafi verið eitthvað Eurovision-rugl, því þar eru reglurnar að þú megir ekki kjósa sjálfan þig. En þetta er svona þegar maður útvistar verkefnum og það misfórst,“ segir Gústav. „Ég hef bara gaman af þessu“ Búið er að leiðrétta auglýsingarnar og Gústav segir þetta merki um að hið opinbera ætti ekki að útvista verkefnum og við ættum að draga úr einkavæðingu. „Við hvetjum fólk til að setja X við V, allan daginn! Hafnfirðingarnir okkar vilja gjarnan fella meirihlutann og koma á vinstri áherslum í Hafnarfirði.“ „Mér finnst mjög eðlilegt að setja X við D þar sem ég heiti Davíð,“ segir Davíð Arnar Stefánsson, oddviti framboðslista VG í Hafnarfirði, þegar fréttastofa nær af honum tali. „Það er bara bullandi stemning og kosningabarátta langt fram á nótt og auðvitað verðum við öll sósuð í þessu, líka birtingarhús sem eru væntanlega að þjónusta hvern flokkinn á fætur öðrum. Þarna hefur bara orðið skemmtileg villa, ég hef bara gaman af þessu.“ „Heiðarlegasta sem ég hef séð frá VG í langan tíma“ Málið hefur eins og áður segir vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir netverjar setja auglýsinguna þá heiðarlegustu sem VG hafi frá sér gefið í langan tíma. Þetta er nú það heiðarlegasta sem ég hef séð frá Vg í langan tíma. Atkvæði greitt V er atkvæði greitt D. https://t.co/B91cPYVu4z— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) May 12, 2022 VG alla vega farið að horfast í augu við sannleikann! https://t.co/nmuv7LFLTq— 🇺🇦 Lovísa Jónsdóttir 🇺🇦 (@LovisaJons) May 12, 2022 https://t.co/OV5kDiWVO1 pic.twitter.com/AW5yKPUw9W— Stefán Pettersson (@Stebbipett) May 12, 2022 https://t.co/sAedJwUyGP pic.twitter.com/2iAdlw9fvJ— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) May 12, 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Svona hljómar auglýsing sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur sett í dreifingu á Facebook. Raunar er um þrjár svona auglýsingar að ræða, sem VG hefur kostað á Facebook. Af Facebook að dæma eyddi VG um sjö þúsund krónum í auglýsingarnar á meðan þær voru í dreifingu á miðlinum. Málið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum, enda aðeins þrír dagar í sveitarstjórnarkosningar og heldur óeðlilegt að flokkar hvetji kjósendur til að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt. Hér má sjá hversu miklu VG eyddi í hverja auglýsingu. Í fyrstu eyddi flokkurinn innan við þúsund krónum, við næstu 1.500 til 2.000 krónum og í þá þriðju 3.500 til 4.000 krónum.Skjáskot „Það er svona þegar maður útvistar verkefnum, maður er með verktaka í vinnu hjá sér og verktakinn er orðinn þreyttur. Ég veit ekki hvort hann sé að vinna fyrir einhverja fleiri líka. Við settum þetta inn klukkan hálf eitt í nótt eða eitthvað og þarna hefur einhverju slegið saman,“ segir Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, miðlægur kosningastjóri VG, hlæjandi í samtali við fréttastofu. „Ég hef verið að velta því upp hvort þetta hafi verið eitthvað Eurovision-rugl, því þar eru reglurnar að þú megir ekki kjósa sjálfan þig. En þetta er svona þegar maður útvistar verkefnum og það misfórst,“ segir Gústav. „Ég hef bara gaman af þessu“ Búið er að leiðrétta auglýsingarnar og Gústav segir þetta merki um að hið opinbera ætti ekki að útvista verkefnum og við ættum að draga úr einkavæðingu. „Við hvetjum fólk til að setja X við V, allan daginn! Hafnfirðingarnir okkar vilja gjarnan fella meirihlutann og koma á vinstri áherslum í Hafnarfirði.“ „Mér finnst mjög eðlilegt að setja X við D þar sem ég heiti Davíð,“ segir Davíð Arnar Stefánsson, oddviti framboðslista VG í Hafnarfirði, þegar fréttastofa nær af honum tali. „Það er bara bullandi stemning og kosningabarátta langt fram á nótt og auðvitað verðum við öll sósuð í þessu, líka birtingarhús sem eru væntanlega að þjónusta hvern flokkinn á fætur öðrum. Þarna hefur bara orðið skemmtileg villa, ég hef bara gaman af þessu.“ „Heiðarlegasta sem ég hef séð frá VG í langan tíma“ Málið hefur eins og áður segir vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir netverjar setja auglýsinguna þá heiðarlegustu sem VG hafi frá sér gefið í langan tíma. Þetta er nú það heiðarlegasta sem ég hef séð frá Vg í langan tíma. Atkvæði greitt V er atkvæði greitt D. https://t.co/B91cPYVu4z— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) May 12, 2022 VG alla vega farið að horfast í augu við sannleikann! https://t.co/nmuv7LFLTq— 🇺🇦 Lovísa Jónsdóttir 🇺🇦 (@LovisaJons) May 12, 2022 https://t.co/OV5kDiWVO1 pic.twitter.com/AW5yKPUw9W— Stefán Pettersson (@Stebbipett) May 12, 2022 https://t.co/sAedJwUyGP pic.twitter.com/2iAdlw9fvJ— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) May 12, 2022
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira