Mikilvægi íþrótta og hreyfingar Guðlaugur Skúlason skrifar 12. maí 2022 06:16 Íþróttir og hvers konar hreyfing er mikilvæg fyrir samfélög alls staðar á landinu og er Skagafjörður þar engin undantekning. Við búum svo vel að við höfum mikið úrval íþrótta og hvers kyns afþreyinga sem fela í sér hreyfingu. Skagafjörður hefur verið þekkt sem mikið íþróttahérað hvort sem það er í hestamennsku, körfubolta, fótbolta, frjálsum eða öðrum greinum. Þessi árangur hefur náðst með góðri þjálfun og aðstöðu sem íþróttafólk Skagafjarðar og í raun allir íbúar eiga að geta nýtt sér á einn eða annan hátt. En betur má ef duga skal, aðstöðumál á Hofsósi hafa verið slæm um árabil. Grunnskólakrakkar hafa þurft að iðka sínar íþróttir í félagsheimilinu sem er algjörlega barn síns tíma. Það er erfitt að vekja upp áhuga og halda honum þegar aðstaðan er ekki til staðar, en farið er að sjá fyrir endann á því með byggingu nýs íþróttahúss við grunnskólann. Verður þá kominn flottur kjarni fyrir börn á Hofsósi og nágrenni þar sem hægt er að byrja daginn í skóla og enda í íþróttum til að fá smá útrás eftir daginn. Með nýju íþróttahúsi á Hofsósi er ekki ólíklegt að spretti upp „bumbubolta“ hópar út að austan. Það kæmi til með að auka hreyfingu hjá íbúum sem annars eru ekki að gera sér ferð upp á Krók eða fram í Varmahlíð til að komast í hreyfingu innanhúss. Í Varmahlíð hefur verið flott íþróttamiðstöð um árabil og er það hús að mestu fullnýtt allan ársins hring. Skólinn nýtir húsið fyrripart dags og þegar líður á daginn eru skipulagðar æfingar hjá íþróttafélagi. Íbúar framhéraðs og víðar nýta sér þessa aðstöðu til að iðka sína hreyfingu þess á milli. Það verður að halda áfram að viðhalda íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Það er komin tími á að skoða klór- og hreinsikerfi laugarinnar og gólfið í íþróttahúsinu er komið að viðhaldi. Á Sauðárkróki er íþróttahúsið sprungið og ef við ætlum ekki að dragast aftur í þjálfun yngri flokka í öllum greinum verðum við að gera eitthvað í málinu. Barn í Sveitarfélaginu Skagafirði getur æft einu sinni til þrisvar sinnum í viku. Á sama tíma geta börn í öðrum sveitarfélögum æft fjórum sinnum án þess að stundaskránni sé stöðugt breytt. Haldist þetta óbreytt verðum við fljót að dragast aftur úr. Það þarf að byrja á hönnun og skipulagi fyrir stækkun íþróttahúss á Sauðárkróki sem fyrst. Hvort sem stækkað yrði til suðurs eða byggt nýtt fjölnota íþróttahús norðan við núverandi hús, þá höfum við ekki tíma til að bíða. Við viljum vera með íþróttafólk í fremstu röð og frekar bæta í. Þegar íþróttahúsið á Hofsósi er klárt þá eru þéttbýliskjarnarnir þrír komnir með viðeigandi aðstöðu fyrir börn og fullorðna. Það er forsenda þess að við getum skilað af okkur sterku íþróttafólki upp í meistaraflokka. Við viljum vera með landsliðsfólk í öllum greinum sem eru frábærir fulltrúar okkar Skagfirðinga utan og innan héraðs. Það er eitt að mínum áhersluatriðum að íþróttaaðstaða verði með langbesta móti í Skagafirði og að okkar iðkendur nái að stunda sínar íþróttir eða hreyfingu við bestu aðstæður hverju sinni. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði og er formaður aðalstjórnar Tindastóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skagafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Íþróttir og hvers konar hreyfing er mikilvæg fyrir samfélög alls staðar á landinu og er Skagafjörður þar engin undantekning. Við búum svo vel að við höfum mikið úrval íþrótta og hvers kyns afþreyinga sem fela í sér hreyfingu. Skagafjörður hefur verið þekkt sem mikið íþróttahérað hvort sem það er í hestamennsku, körfubolta, fótbolta, frjálsum eða öðrum greinum. Þessi árangur hefur náðst með góðri þjálfun og aðstöðu sem íþróttafólk Skagafjarðar og í raun allir íbúar eiga að geta nýtt sér á einn eða annan hátt. En betur má ef duga skal, aðstöðumál á Hofsósi hafa verið slæm um árabil. Grunnskólakrakkar hafa þurft að iðka sínar íþróttir í félagsheimilinu sem er algjörlega barn síns tíma. Það er erfitt að vekja upp áhuga og halda honum þegar aðstaðan er ekki til staðar, en farið er að sjá fyrir endann á því með byggingu nýs íþróttahúss við grunnskólann. Verður þá kominn flottur kjarni fyrir börn á Hofsósi og nágrenni þar sem hægt er að byrja daginn í skóla og enda í íþróttum til að fá smá útrás eftir daginn. Með nýju íþróttahúsi á Hofsósi er ekki ólíklegt að spretti upp „bumbubolta“ hópar út að austan. Það kæmi til með að auka hreyfingu hjá íbúum sem annars eru ekki að gera sér ferð upp á Krók eða fram í Varmahlíð til að komast í hreyfingu innanhúss. Í Varmahlíð hefur verið flott íþróttamiðstöð um árabil og er það hús að mestu fullnýtt allan ársins hring. Skólinn nýtir húsið fyrripart dags og þegar líður á daginn eru skipulagðar æfingar hjá íþróttafélagi. Íbúar framhéraðs og víðar nýta sér þessa aðstöðu til að iðka sína hreyfingu þess á milli. Það verður að halda áfram að viðhalda íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Það er komin tími á að skoða klór- og hreinsikerfi laugarinnar og gólfið í íþróttahúsinu er komið að viðhaldi. Á Sauðárkróki er íþróttahúsið sprungið og ef við ætlum ekki að dragast aftur í þjálfun yngri flokka í öllum greinum verðum við að gera eitthvað í málinu. Barn í Sveitarfélaginu Skagafirði getur æft einu sinni til þrisvar sinnum í viku. Á sama tíma geta börn í öðrum sveitarfélögum æft fjórum sinnum án þess að stundaskránni sé stöðugt breytt. Haldist þetta óbreytt verðum við fljót að dragast aftur úr. Það þarf að byrja á hönnun og skipulagi fyrir stækkun íþróttahúss á Sauðárkróki sem fyrst. Hvort sem stækkað yrði til suðurs eða byggt nýtt fjölnota íþróttahús norðan við núverandi hús, þá höfum við ekki tíma til að bíða. Við viljum vera með íþróttafólk í fremstu röð og frekar bæta í. Þegar íþróttahúsið á Hofsósi er klárt þá eru þéttbýliskjarnarnir þrír komnir með viðeigandi aðstöðu fyrir börn og fullorðna. Það er forsenda þess að við getum skilað af okkur sterku íþróttafólki upp í meistaraflokka. Við viljum vera með landsliðsfólk í öllum greinum sem eru frábærir fulltrúar okkar Skagfirðinga utan og innan héraðs. Það er eitt að mínum áhersluatriðum að íþróttaaðstaða verði með langbesta móti í Skagafirði og að okkar iðkendur nái að stunda sínar íþróttir eða hreyfingu við bestu aðstæður hverju sinni. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði og er formaður aðalstjórnar Tindastóls.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun