Skólamál ofarlega á blaði í Reykjanesbæ Smári Jökull Jónsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. maí 2022 21:30 Oddvitar þeirra sex framboða sem rætt var við í fréttinni. Skjáskot Atvinnumál, heilbrigðismál og fjölgun leikskólaplássa eru ofarlega í huga frambjóðenda og íbúa í Reykjanesbæ. Íbúum hefur fjölgað um fjögur prósent milli ára og eru nú yfir tuttugu þúsund, þar af er fjórðungur af erlendum uppruna. Samfylking, Framsóknarflokkur og Bein leið hafa frá 2018 verið í meirihluta í Reykjanesbæ en í minnihluta eru Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Píratar og óháðir. Nýtt framboð er Umbót en það er klofningsframboð úr Miðflokknum og oddviti þess er sá sami og var oddviti Miðflokks í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar er Kjartan Már Kjartansson sem var ráðinn á faglegum forsendum árið 2014. Leikskólamál eru ofarlega í huga frambjóðenda flokkanna. „Atvinnulíf verður að vera fjölbreytt og öflugt atvinnulíf er forsendan. Það verður að vera leikskólapláss fyrir átján mánaða börn og eldri,“ segir Margrét Sanders oddvidi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar og óháðra, sagði alla áherslu flokksins vera á fjölskylduna á börnin. Oddviti Beinnar leiðar vill halda áfram á þeirri leið sem meirihlutinn hefur verið á kjörtímabilinu. „Áframhaldandi ábyrg fjármálastjórn og áframhaldandi uppbygging leik- og grunnskólanna,“ segir Valgerður Björk Pálsdóttir oddviti flokksins. Miðflokkurinn vill sömuleiðis setja málefni barna á oddinn og þá vilja Píratar aukið íbúalýðræði og bindandi kosningar í umdeildum málum. Heilbrigðismálin mikilvæg Þegar rætt er við íbúa Reykjanesbæjar er ljóst að málin sem brenna á þeim eru fjölbreytt. Aukið fé í íþróttir, heilbrigðismál. skólamál og málefni eldri borgara eru meðal þeirra sem nefnd voru. „Eitt af því sem er mikilvægt er að kísilverksmiðjan fari ekki aftur af stað,“ sagði Ægir Karl Ægisson íbúi í bænum. Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur staðið ónotað síðan haustið 2017 þegar Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur hennar vegna ítrekaðra kvartana íbúa um mengun sem þaðan barst. „Ég vil ekki gleyma heilsugæslunni. Mér er mikið í mun að það sé hlúð vel að henni og það þarf virkilega að taka til höndum,“ segir Nanna Jónsdóttir blómaskreytir. Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Samfylking, Framsóknarflokkur og Bein leið hafa frá 2018 verið í meirihluta í Reykjanesbæ en í minnihluta eru Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Píratar og óháðir. Nýtt framboð er Umbót en það er klofningsframboð úr Miðflokknum og oddviti þess er sá sami og var oddviti Miðflokks í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar er Kjartan Már Kjartansson sem var ráðinn á faglegum forsendum árið 2014. Leikskólamál eru ofarlega í huga frambjóðenda flokkanna. „Atvinnulíf verður að vera fjölbreytt og öflugt atvinnulíf er forsendan. Það verður að vera leikskólapláss fyrir átján mánaða börn og eldri,“ segir Margrét Sanders oddvidi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar og óháðra, sagði alla áherslu flokksins vera á fjölskylduna á börnin. Oddviti Beinnar leiðar vill halda áfram á þeirri leið sem meirihlutinn hefur verið á kjörtímabilinu. „Áframhaldandi ábyrg fjármálastjórn og áframhaldandi uppbygging leik- og grunnskólanna,“ segir Valgerður Björk Pálsdóttir oddviti flokksins. Miðflokkurinn vill sömuleiðis setja málefni barna á oddinn og þá vilja Píratar aukið íbúalýðræði og bindandi kosningar í umdeildum málum. Heilbrigðismálin mikilvæg Þegar rætt er við íbúa Reykjanesbæjar er ljóst að málin sem brenna á þeim eru fjölbreytt. Aukið fé í íþróttir, heilbrigðismál. skólamál og málefni eldri borgara eru meðal þeirra sem nefnd voru. „Eitt af því sem er mikilvægt er að kísilverksmiðjan fari ekki aftur af stað,“ sagði Ægir Karl Ægisson íbúi í bænum. Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur staðið ónotað síðan haustið 2017 þegar Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur hennar vegna ítrekaðra kvartana íbúa um mengun sem þaðan barst. „Ég vil ekki gleyma heilsugæslunni. Mér er mikið í mun að það sé hlúð vel að henni og það þarf virkilega að taka til höndum,“ segir Nanna Jónsdóttir blómaskreytir.
Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira