Framtíðin ræðst í bernskunni Bjarney Grendal, Linda Hrönn Þórisdóttir og Margrét Vala Marteinsdóttir skrifa 11. maí 2022 20:00 Það er ekki að ástæðulausu að leikskólamál eru alltaf stór kosningamál. Mikil þörf er á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu og veldur þetta tímabil, sem oft er nefnt umönnunarbilið, mörgum foreldrum og öðrum forsjáraðilum miklum kvíða sem eðli málsins samkvæmt vilja að börnin sín fái örugga umönnun. Hvað er börnum fyrir bestu? Sumir foreldrar hafa lengt fæðingarorlofið með því að fá t.d. 50% greiðslur í tvöfalt lengri tíma og hafa þannig minnkað þessa gjá milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu og sumir eiga ömmur og afa á hliðarlínunni sem koma til bjargar. Það er þó ljóst að það hafa ekki allir foreldrar jöfn tækifæri til þess að brúa þetta bil stöðu sinnar og aðstæðna vegna og því ljóst að það búa ekki öll börn við sama borð. Framsókn í Hafnarfirði leggur til fjölbreyttar leiðir til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla í samvinnu við fagfólk. ·Endurskoða starfsumhverfið í leikskólum frá grunni, m.a. með tilliti til vinnuaðstæðna, skilgreiningu á leikskóladeginum, hávaðamengunar, fermetrafjölda á skilgreindu leiksvæði og barngilda. Þannig hvetjum við fleira fagfólk til að vinna í leikskólum og löðum að meiri nýliðun í stétt leikskólakennara ·Styðja betur við dagforeldra með húsnæði, fræðslu og öðrum aðbúnaði. Þannig eflum við fagmennsku þessarar mikilvægu stéttar enn frekar. ·Hvetja stjórnvöld til þess að fæðingarorlof verði lengt upp í 18 mánuði. Framsókn hefur verið sá stjórnmálaflokkur sem hefur tvívegis lengt fæðingarorlofið. Allt er þá þrennt er, segir máltækið og höfum við fulla trú á að sú verði raunin hér. ·Hefja vinnu við að gera leikskólann að lögbundinni þjónustu í samvinnu við skólasamfélagið. Hann yrði þá gerður gjaldfrjáls í skrefum, byrjað á 5 ára börnum. Faglegt skólastarf í gegnum leik og sköpun eins og tíðkast nú þegar en verður skilgreint í jafn margar klukkustundir á dag og á yngsta stigi grunnskóla. Með þessum margþættu aðgerðum komum við til móts við mismunandi óskir og stöðu foreldra og barna þeirra því við vitum að það sama hentar ekki öllum. Við búum við mismunandi aðstæður og þær þarf ávallt að meta með hagsmuni barnanna sjálfra að leiðarljósi. Það er samvinnuleiðin sem við í Framsókn stöndum fyrir. Greinahöfundar eru allar mæður barna á leik- og grunnskólaaldri Margrét Vala, skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Bjarney Grendal, skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Linda Hrönn, skipar 16. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu að leikskólamál eru alltaf stór kosningamál. Mikil þörf er á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu og veldur þetta tímabil, sem oft er nefnt umönnunarbilið, mörgum foreldrum og öðrum forsjáraðilum miklum kvíða sem eðli málsins samkvæmt vilja að börnin sín fái örugga umönnun. Hvað er börnum fyrir bestu? Sumir foreldrar hafa lengt fæðingarorlofið með því að fá t.d. 50% greiðslur í tvöfalt lengri tíma og hafa þannig minnkað þessa gjá milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu og sumir eiga ömmur og afa á hliðarlínunni sem koma til bjargar. Það er þó ljóst að það hafa ekki allir foreldrar jöfn tækifæri til þess að brúa þetta bil stöðu sinnar og aðstæðna vegna og því ljóst að það búa ekki öll börn við sama borð. Framsókn í Hafnarfirði leggur til fjölbreyttar leiðir til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla í samvinnu við fagfólk. ·Endurskoða starfsumhverfið í leikskólum frá grunni, m.a. með tilliti til vinnuaðstæðna, skilgreiningu á leikskóladeginum, hávaðamengunar, fermetrafjölda á skilgreindu leiksvæði og barngilda. Þannig hvetjum við fleira fagfólk til að vinna í leikskólum og löðum að meiri nýliðun í stétt leikskólakennara ·Styðja betur við dagforeldra með húsnæði, fræðslu og öðrum aðbúnaði. Þannig eflum við fagmennsku þessarar mikilvægu stéttar enn frekar. ·Hvetja stjórnvöld til þess að fæðingarorlof verði lengt upp í 18 mánuði. Framsókn hefur verið sá stjórnmálaflokkur sem hefur tvívegis lengt fæðingarorlofið. Allt er þá þrennt er, segir máltækið og höfum við fulla trú á að sú verði raunin hér. ·Hefja vinnu við að gera leikskólann að lögbundinni þjónustu í samvinnu við skólasamfélagið. Hann yrði þá gerður gjaldfrjáls í skrefum, byrjað á 5 ára börnum. Faglegt skólastarf í gegnum leik og sköpun eins og tíðkast nú þegar en verður skilgreint í jafn margar klukkustundir á dag og á yngsta stigi grunnskóla. Með þessum margþættu aðgerðum komum við til móts við mismunandi óskir og stöðu foreldra og barna þeirra því við vitum að það sama hentar ekki öllum. Við búum við mismunandi aðstæður og þær þarf ávallt að meta með hagsmuni barnanna sjálfra að leiðarljósi. Það er samvinnuleiðin sem við í Framsókn stöndum fyrir. Greinahöfundar eru allar mæður barna á leik- og grunnskólaaldri Margrét Vala, skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Bjarney Grendal, skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Linda Hrönn, skipar 16. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar