Framtíðin ræðst í bernskunni Bjarney Grendal, Linda Hrönn Þórisdóttir og Margrét Vala Marteinsdóttir skrifa 11. maí 2022 20:00 Það er ekki að ástæðulausu að leikskólamál eru alltaf stór kosningamál. Mikil þörf er á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu og veldur þetta tímabil, sem oft er nefnt umönnunarbilið, mörgum foreldrum og öðrum forsjáraðilum miklum kvíða sem eðli málsins samkvæmt vilja að börnin sín fái örugga umönnun. Hvað er börnum fyrir bestu? Sumir foreldrar hafa lengt fæðingarorlofið með því að fá t.d. 50% greiðslur í tvöfalt lengri tíma og hafa þannig minnkað þessa gjá milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu og sumir eiga ömmur og afa á hliðarlínunni sem koma til bjargar. Það er þó ljóst að það hafa ekki allir foreldrar jöfn tækifæri til þess að brúa þetta bil stöðu sinnar og aðstæðna vegna og því ljóst að það búa ekki öll börn við sama borð. Framsókn í Hafnarfirði leggur til fjölbreyttar leiðir til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla í samvinnu við fagfólk. ·Endurskoða starfsumhverfið í leikskólum frá grunni, m.a. með tilliti til vinnuaðstæðna, skilgreiningu á leikskóladeginum, hávaðamengunar, fermetrafjölda á skilgreindu leiksvæði og barngilda. Þannig hvetjum við fleira fagfólk til að vinna í leikskólum og löðum að meiri nýliðun í stétt leikskólakennara ·Styðja betur við dagforeldra með húsnæði, fræðslu og öðrum aðbúnaði. Þannig eflum við fagmennsku þessarar mikilvægu stéttar enn frekar. ·Hvetja stjórnvöld til þess að fæðingarorlof verði lengt upp í 18 mánuði. Framsókn hefur verið sá stjórnmálaflokkur sem hefur tvívegis lengt fæðingarorlofið. Allt er þá þrennt er, segir máltækið og höfum við fulla trú á að sú verði raunin hér. ·Hefja vinnu við að gera leikskólann að lögbundinni þjónustu í samvinnu við skólasamfélagið. Hann yrði þá gerður gjaldfrjáls í skrefum, byrjað á 5 ára börnum. Faglegt skólastarf í gegnum leik og sköpun eins og tíðkast nú þegar en verður skilgreint í jafn margar klukkustundir á dag og á yngsta stigi grunnskóla. Með þessum margþættu aðgerðum komum við til móts við mismunandi óskir og stöðu foreldra og barna þeirra því við vitum að það sama hentar ekki öllum. Við búum við mismunandi aðstæður og þær þarf ávallt að meta með hagsmuni barnanna sjálfra að leiðarljósi. Það er samvinnuleiðin sem við í Framsókn stöndum fyrir. Greinahöfundar eru allar mæður barna á leik- og grunnskólaaldri Margrét Vala, skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Bjarney Grendal, skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Linda Hrönn, skipar 16. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu að leikskólamál eru alltaf stór kosningamál. Mikil þörf er á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu og veldur þetta tímabil, sem oft er nefnt umönnunarbilið, mörgum foreldrum og öðrum forsjáraðilum miklum kvíða sem eðli málsins samkvæmt vilja að börnin sín fái örugga umönnun. Hvað er börnum fyrir bestu? Sumir foreldrar hafa lengt fæðingarorlofið með því að fá t.d. 50% greiðslur í tvöfalt lengri tíma og hafa þannig minnkað þessa gjá milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu og sumir eiga ömmur og afa á hliðarlínunni sem koma til bjargar. Það er þó ljóst að það hafa ekki allir foreldrar jöfn tækifæri til þess að brúa þetta bil stöðu sinnar og aðstæðna vegna og því ljóst að það búa ekki öll börn við sama borð. Framsókn í Hafnarfirði leggur til fjölbreyttar leiðir til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla í samvinnu við fagfólk. ·Endurskoða starfsumhverfið í leikskólum frá grunni, m.a. með tilliti til vinnuaðstæðna, skilgreiningu á leikskóladeginum, hávaðamengunar, fermetrafjölda á skilgreindu leiksvæði og barngilda. Þannig hvetjum við fleira fagfólk til að vinna í leikskólum og löðum að meiri nýliðun í stétt leikskólakennara ·Styðja betur við dagforeldra með húsnæði, fræðslu og öðrum aðbúnaði. Þannig eflum við fagmennsku þessarar mikilvægu stéttar enn frekar. ·Hvetja stjórnvöld til þess að fæðingarorlof verði lengt upp í 18 mánuði. Framsókn hefur verið sá stjórnmálaflokkur sem hefur tvívegis lengt fæðingarorlofið. Allt er þá þrennt er, segir máltækið og höfum við fulla trú á að sú verði raunin hér. ·Hefja vinnu við að gera leikskólann að lögbundinni þjónustu í samvinnu við skólasamfélagið. Hann yrði þá gerður gjaldfrjáls í skrefum, byrjað á 5 ára börnum. Faglegt skólastarf í gegnum leik og sköpun eins og tíðkast nú þegar en verður skilgreint í jafn margar klukkustundir á dag og á yngsta stigi grunnskóla. Með þessum margþættu aðgerðum komum við til móts við mismunandi óskir og stöðu foreldra og barna þeirra því við vitum að það sama hentar ekki öllum. Við búum við mismunandi aðstæður og þær þarf ávallt að meta með hagsmuni barnanna sjálfra að leiðarljósi. Það er samvinnuleiðin sem við í Framsókn stöndum fyrir. Greinahöfundar eru allar mæður barna á leik- og grunnskólaaldri Margrét Vala, skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Bjarney Grendal, skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Linda Hrönn, skipar 16. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun