Innlent

Kappræður í borginni í beinni á Stöð 2 klukkan 18:55

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimir Már Pétursson stýrir kappræðunum sem hefjast klukkan 18:55.
Heimir Már Pétursson stýrir kappræðunum sem hefjast klukkan 18:55. Vísir/vilhelm

Oddvitar níu framboða í Reykjavík mætast í kappræðum á Stöð 2 klukkan 18:55 í kvöld. Við sama tilefni verður greint frá niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu um fylgið í borginni. 

Borgarbúar ganga að kjörborðinu á laugardaginn og geta þannig látið þá skoðun sína í ljós hverjum þeir treysti best til þess að stjórna gangi mála í höfuðborginni næstu fjögur árin.

Fulltrúar Framsóknar, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Miðflokksins, Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokksins takast á í kappræðum sem Heimir Már Pétursson stýrir.

Reikna má með athyglisverðum umræðum enda styttist óðum í kjördag og flokkarnir í kappi að koma boðskap sínum á framfæri.

Áskrifendur Stöðvar 2 geta fylgst með í beinni útsendingu. Kappræðurnar verða svo aðgengilegar í heild sinni á Vísi í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×