Verum saman í sókn jafnaðarmanna! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 12. maí 2022 12:00 Jafnaðarmenn eru í stórsókn í Hafnarfirði. Það skynja allir Hafnfirðingar. Það segja einnig skoðanakannanir og þær fara saman við tilfinningu okkar jafnaðarmanna í bænum í kosningabaráttunni. Við finnum stuðning og hvatningu frá bæjarbúum. Það er almennur vilji til þess að jafnaðarmenn taki við stjórn Hafnarfjarðar að loknum kosningum á laugardag. Það er kominn tími til að breyta og kalla Samfylkinguna, jafnaðarmannaflokk Íslands, að stjórn mála í Hafnarfirði. Og það er vaxandi vilji í bænum að hvíla lúinn meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem hefur farið með stjórn mála síðustu átta árin, án þess að megna að leysa úr mikilvægum verkefnum. Við jafnaðarmenn og -konur komum til dyranna eins og við erum klædd. Við bjóðum fram afar kröftugan framboðslista þar sem er góð blanda kvenna og karla á öllum aldri, þar sem reynsla og ferskleiki blandast vel, mismunandi bakgrunnur, en umfram allt mikill vilji til að vinna bænum sínum vel á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Við erum bjartsýn og framsýn í fallegum bæ og bönkum upp á hjá bæjarbúum þessa dagana með rauðu rósina, sem er tákn okkar jafnaðarmanna. Við göngum í verkin Það er sannarlega verk að vinna víða. Við munum rífa upp íbúðabyggð í Hafnarfirði, þar sem ólík íbúðaform verða í boði, ekki síst þar sem óhagnaðardrifin samtök koma að verki. Aukin áhersla á félagslegar íbúðir og leiguíbúðr. Og hafnfirskir verktakar fá þar verkefni. Og einstaklingar sem vilja reisa sín hús. Þannig verður ungu fólki og eldra gert kleift að koma þaki yfir sig og sína. Það verður aldrei aftur fólksfækkun í Hafnarfirði eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili. Við munum líka sjá til þess að reistar verði þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Sólvangssvæðinu; allt að 100 íbúðir. Og hefja undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis á Völlunum. Við ætlum að reisa knatthús Hauka og reiðskemmu Sörla; verkefni sem hafa velkst í kerfinu síðustu fjögur árin. Við ætlum að þjónustu yngstu leikskólabörnin og koma þeim í skjól og eiga samstarf við starfsfólk leikskólanna sem og dagforeldra. varðandi vistun yngstu barnanna. Við ætlum að tryggja og bæta þjónustu við fatlaða. Og við ætlum að styrkja fjárhagsstöðu bæjarins, án þess að þurfa að selja eignir bæjarbúa. Það gerðu sjálfstæðis-/framsóknarmenn á kjörtímabilinu, þegar þeir seldu HS veitur í tilraun til að bjarga fjárhag bæjarsjóðs. Sú sala minnti mjög á sölu sömu flokka á Íslandsbanka á dögunum, þegar öll framkvæmdin var í leynd og upplýsingar af skornum skammti. Þetta eru aðeins nokkur atriði sem bíða úrlausnar í Hafnarfirði á komandi misserum og við jafnaðarmenn erum svo sannarlega tilbúnir að takast á við þau og önnur sem gera Hafnarfjörð að betri bæ, að fyrirmyndarbæ. Verum saman í sókninni. Traust á fólki Stór og öflugur flokkur jafnaðarmanna er eina vísa leiðin til að hvíla þreyttan meirihluta. Mikil dreifing atkvæða gæti viðhaldið honum. Þess vegna er svo mikilvægt að Samfylkingin fái sterka kosningu. Skoðanakannanir eru skoðanakannanir. En þær segja okkur, að Hafnfirðingar flykkjast að jafnaðarmönnum. Kosningarnar sjálfar verða á laugardaginn. Ég hvet Hafnfirðinga til að nýta kosningaréttinn og kalla okkur jafnaðarmenn til starfa og forystu. Fólk vill sjá Hafnarfjörð fyrir alla, þar sem enginn er útundan. Kosningar snúast um traust á flokkum og einstaklingum í forystu. Jafnaðarmenn efna loforð. Ég og mitt fólk vinnum með fólki að betri bæ. Gleðilegan kosningadag á laugardaginn - með jafnaðarmönnum. XS að sjálfsögðu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, í Hafnarfirði og fyrrum bæjarstjóri Í Firðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn eru í stórsókn í Hafnarfirði. Það skynja allir Hafnfirðingar. Það segja einnig skoðanakannanir og þær fara saman við tilfinningu okkar jafnaðarmanna í bænum í kosningabaráttunni. Við finnum stuðning og hvatningu frá bæjarbúum. Það er almennur vilji til þess að jafnaðarmenn taki við stjórn Hafnarfjarðar að loknum kosningum á laugardag. Það er kominn tími til að breyta og kalla Samfylkinguna, jafnaðarmannaflokk Íslands, að stjórn mála í Hafnarfirði. Og það er vaxandi vilji í bænum að hvíla lúinn meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem hefur farið með stjórn mála síðustu átta árin, án þess að megna að leysa úr mikilvægum verkefnum. Við jafnaðarmenn og -konur komum til dyranna eins og við erum klædd. Við bjóðum fram afar kröftugan framboðslista þar sem er góð blanda kvenna og karla á öllum aldri, þar sem reynsla og ferskleiki blandast vel, mismunandi bakgrunnur, en umfram allt mikill vilji til að vinna bænum sínum vel á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Við erum bjartsýn og framsýn í fallegum bæ og bönkum upp á hjá bæjarbúum þessa dagana með rauðu rósina, sem er tákn okkar jafnaðarmanna. Við göngum í verkin Það er sannarlega verk að vinna víða. Við munum rífa upp íbúðabyggð í Hafnarfirði, þar sem ólík íbúðaform verða í boði, ekki síst þar sem óhagnaðardrifin samtök koma að verki. Aukin áhersla á félagslegar íbúðir og leiguíbúðr. Og hafnfirskir verktakar fá þar verkefni. Og einstaklingar sem vilja reisa sín hús. Þannig verður ungu fólki og eldra gert kleift að koma þaki yfir sig og sína. Það verður aldrei aftur fólksfækkun í Hafnarfirði eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili. Við munum líka sjá til þess að reistar verði þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Sólvangssvæðinu; allt að 100 íbúðir. Og hefja undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis á Völlunum. Við ætlum að reisa knatthús Hauka og reiðskemmu Sörla; verkefni sem hafa velkst í kerfinu síðustu fjögur árin. Við ætlum að þjónustu yngstu leikskólabörnin og koma þeim í skjól og eiga samstarf við starfsfólk leikskólanna sem og dagforeldra. varðandi vistun yngstu barnanna. Við ætlum að tryggja og bæta þjónustu við fatlaða. Og við ætlum að styrkja fjárhagsstöðu bæjarins, án þess að þurfa að selja eignir bæjarbúa. Það gerðu sjálfstæðis-/framsóknarmenn á kjörtímabilinu, þegar þeir seldu HS veitur í tilraun til að bjarga fjárhag bæjarsjóðs. Sú sala minnti mjög á sölu sömu flokka á Íslandsbanka á dögunum, þegar öll framkvæmdin var í leynd og upplýsingar af skornum skammti. Þetta eru aðeins nokkur atriði sem bíða úrlausnar í Hafnarfirði á komandi misserum og við jafnaðarmenn erum svo sannarlega tilbúnir að takast á við þau og önnur sem gera Hafnarfjörð að betri bæ, að fyrirmyndarbæ. Verum saman í sókninni. Traust á fólki Stór og öflugur flokkur jafnaðarmanna er eina vísa leiðin til að hvíla þreyttan meirihluta. Mikil dreifing atkvæða gæti viðhaldið honum. Þess vegna er svo mikilvægt að Samfylkingin fái sterka kosningu. Skoðanakannanir eru skoðanakannanir. En þær segja okkur, að Hafnfirðingar flykkjast að jafnaðarmönnum. Kosningarnar sjálfar verða á laugardaginn. Ég hvet Hafnfirðinga til að nýta kosningaréttinn og kalla okkur jafnaðarmenn til starfa og forystu. Fólk vill sjá Hafnarfjörð fyrir alla, þar sem enginn er útundan. Kosningar snúast um traust á flokkum og einstaklingum í forystu. Jafnaðarmenn efna loforð. Ég og mitt fólk vinnum með fólki að betri bæ. Gleðilegan kosningadag á laugardaginn - með jafnaðarmönnum. XS að sjálfsögðu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, í Hafnarfirði og fyrrum bæjarstjóri Í Firðinum.
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar