Víst er ég Reykvíkingur Sabine Leskopf skrifar 11. maí 2022 11:46 Mikið hefur verið rætt um meintan flótta íbúa úr borginni. Í Pallborði hjá Vísi og Stöð2 benti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar fyrir nokkru réttilega á að Reykvíkingum hafi fjölgað um 10.000 á síðustu fjórum árum. Þá svaraði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins: „En megnið af því fólki er að koma að utan.“ Innflytjendur teljast sem sagt ekki með. Ég hef búið á Íslandi í 22 ár, ég veit varla lengur hvort ég sé Þjóðverji eða Íslendingur. En ég á heima í Laugardalnum, þar gengu börnin mín í skólann, þar labba ég með hundinn minn, þar tek ég spjall við fólkið í hverfisbúðinni. Ég kom hingað með MA og viðbótarnám sem kostuðu íslenska skattborgara ekki krónu. Ég kom líka hingað með lífs- og starfsreynslu og síðast en ekki síst með tvö af börnunum mínum sem þýska heilbrigðiskerfið sá um að koma í heiminn alveg ókeypis fyrir íslenska skattgreiðendur. Ég hef unnið hér í 22 ár og þar að auki starfað þrautalaust sem sjálfboðaliði og aktívisti í þágu samfélagsins, í málefnum innflytjenda, í foreldrastarfi og dýravernd sem dæmi. En fólk eins og ég telst sem sagt ekki með. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa valið mér flokk sem er þessari fullyrðingu Einars bara alls ekki sammála. Ég hafði reyndar áður fengið boð um að vera neðarlega á lista hjá öðrum flokki en bara Samfylkingin bauð mér tækifæri að komast í áhrifastöðu, að vera hluti af öflugu teymi sem litur á mig sem jafningja og þátttakanda í þessu samfélagi. Ég er ekki tilbúin að afskrifa fólk sem kemur hingað „að utan“ og er oft með mikla menntun og lífsreynslu, með þrár og drauma, með óbilandi metnað fyrir framtíð barnanna sinna. Fólk sem oftast er á besta aldri sem leggur samkvæmt öllum tölum miklu meira til samfélagsins en það fær úthlutað. Nú eru samt sem áður flestir flokkar að vakna við þann veruleika að samkvæmt nýjum kosningalögum eiga yfir 23.000 innflytjendur á landinu öllu rétt á að kjósa í sveitarstjórnarkosningum. Kosningaréttindi eru bundin við að hafa haft lögheimili hér í þrjú ár en Norðurlandabúar mega kjósa strax. Flestir flokkar þýða núna eitthvað á ensku, sumir líka á pólsku og eiginlega allir eru með innflytjendur í skrautsætum. Stjórnarráðið hefur hins vegar varla haft fyrir því að dreifa þessum upplýsingum; einhverjar upplýsingar á ensku eru faldar á íslenska vefsvæðinu en enska vefsvæðið nefnir ekki einu sinni sveitarstjórnarkosningar. Áhugaleysi á málaflokknum hjá ríkisstjórninni er alger enda ekki einu sinni búið að skipa innflytjendaráð félagsmálaráðuneytisins sem átti að starfa á milli kosninga. Og framkvæmdaráætlunin í málefnum innflytjenda hefur legið tilbúin en óafgreidd í skúffum ríkisstjórnarinnar í tvö ár. Sá flokkur sem að mínu mati sker sig úr er Samfylkingin. Samfylkingin í Reykjavík er með fjölbreyttan lista, einn meðal efstu fjögurra frambjóðenda er innflytjandi, fjögur á meðal efstu 20 og samtals eru sex frambjóðendur á öllum listanum sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Samfylkingin er líka með mjög metnaðarfulla stefnu í málefnum innflytjenda, hefur stóraukið fjármagn sem fer til barna af erlendum uppruna í Reykjavík, lækkað launamun sem var til staðar á grundvelli ríkisfangs og beitt sér til dæmis fyrir þátttöku listafólks af erlendum uppruna í menningarlífi borgarinnar. Nú í þessum kosningum hefur Samfylkingin einnig boðið upp á upplýsingar um kosningaþátttöku á tíu tungumálum og lagt sérstaka áherslu á að láta innflytjendur vita að þeir séu með kosningarétt þegar við bönkum á dyr, hringjum símtöl og göngum milli húsa. Við höfum átt samtal við íbúa alls staðar í borginni og því viljum við halda áfram - sama hvaðan þeir koma. Því fjölbreytileikinn auðgar samfélagið og bætir fyrir okkur öll. Ég er Reykvíkingur. Ég er líka jafnaðarmaður og stolt af borginni minni og hverfinu mínu því þar er samfélag sem er opið, umburðarlynt og skemmtilegt. Ég telst víst með. Höfundur skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Innflytjendamál Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um meintan flótta íbúa úr borginni. Í Pallborði hjá Vísi og Stöð2 benti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar fyrir nokkru réttilega á að Reykvíkingum hafi fjölgað um 10.000 á síðustu fjórum árum. Þá svaraði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins: „En megnið af því fólki er að koma að utan.“ Innflytjendur teljast sem sagt ekki með. Ég hef búið á Íslandi í 22 ár, ég veit varla lengur hvort ég sé Þjóðverji eða Íslendingur. En ég á heima í Laugardalnum, þar gengu börnin mín í skólann, þar labba ég með hundinn minn, þar tek ég spjall við fólkið í hverfisbúðinni. Ég kom hingað með MA og viðbótarnám sem kostuðu íslenska skattborgara ekki krónu. Ég kom líka hingað með lífs- og starfsreynslu og síðast en ekki síst með tvö af börnunum mínum sem þýska heilbrigðiskerfið sá um að koma í heiminn alveg ókeypis fyrir íslenska skattgreiðendur. Ég hef unnið hér í 22 ár og þar að auki starfað þrautalaust sem sjálfboðaliði og aktívisti í þágu samfélagsins, í málefnum innflytjenda, í foreldrastarfi og dýravernd sem dæmi. En fólk eins og ég telst sem sagt ekki með. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa valið mér flokk sem er þessari fullyrðingu Einars bara alls ekki sammála. Ég hafði reyndar áður fengið boð um að vera neðarlega á lista hjá öðrum flokki en bara Samfylkingin bauð mér tækifæri að komast í áhrifastöðu, að vera hluti af öflugu teymi sem litur á mig sem jafningja og þátttakanda í þessu samfélagi. Ég er ekki tilbúin að afskrifa fólk sem kemur hingað „að utan“ og er oft með mikla menntun og lífsreynslu, með þrár og drauma, með óbilandi metnað fyrir framtíð barnanna sinna. Fólk sem oftast er á besta aldri sem leggur samkvæmt öllum tölum miklu meira til samfélagsins en það fær úthlutað. Nú eru samt sem áður flestir flokkar að vakna við þann veruleika að samkvæmt nýjum kosningalögum eiga yfir 23.000 innflytjendur á landinu öllu rétt á að kjósa í sveitarstjórnarkosningum. Kosningaréttindi eru bundin við að hafa haft lögheimili hér í þrjú ár en Norðurlandabúar mega kjósa strax. Flestir flokkar þýða núna eitthvað á ensku, sumir líka á pólsku og eiginlega allir eru með innflytjendur í skrautsætum. Stjórnarráðið hefur hins vegar varla haft fyrir því að dreifa þessum upplýsingum; einhverjar upplýsingar á ensku eru faldar á íslenska vefsvæðinu en enska vefsvæðið nefnir ekki einu sinni sveitarstjórnarkosningar. Áhugaleysi á málaflokknum hjá ríkisstjórninni er alger enda ekki einu sinni búið að skipa innflytjendaráð félagsmálaráðuneytisins sem átti að starfa á milli kosninga. Og framkvæmdaráætlunin í málefnum innflytjenda hefur legið tilbúin en óafgreidd í skúffum ríkisstjórnarinnar í tvö ár. Sá flokkur sem að mínu mati sker sig úr er Samfylkingin. Samfylkingin í Reykjavík er með fjölbreyttan lista, einn meðal efstu fjögurra frambjóðenda er innflytjandi, fjögur á meðal efstu 20 og samtals eru sex frambjóðendur á öllum listanum sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Samfylkingin er líka með mjög metnaðarfulla stefnu í málefnum innflytjenda, hefur stóraukið fjármagn sem fer til barna af erlendum uppruna í Reykjavík, lækkað launamun sem var til staðar á grundvelli ríkisfangs og beitt sér til dæmis fyrir þátttöku listafólks af erlendum uppruna í menningarlífi borgarinnar. Nú í þessum kosningum hefur Samfylkingin einnig boðið upp á upplýsingar um kosningaþátttöku á tíu tungumálum og lagt sérstaka áherslu á að láta innflytjendur vita að þeir séu með kosningarétt þegar við bönkum á dyr, hringjum símtöl og göngum milli húsa. Við höfum átt samtal við íbúa alls staðar í borginni og því viljum við halda áfram - sama hvaðan þeir koma. Því fjölbreytileikinn auðgar samfélagið og bætir fyrir okkur öll. Ég er Reykvíkingur. Ég er líka jafnaðarmaður og stolt af borginni minni og hverfinu mínu því þar er samfélag sem er opið, umburðarlynt og skemmtilegt. Ég telst víst með. Höfundur skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun