Kirkjan mæti trúarþörf fólksins í landinu Rúnar Vilhjálmsson skrifar 11. maí 2022 11:31 Þjóðkirkjan starfar nú undir nýjum rammalögum og nýrri fjárhagsskipan þar sem kirkjuþing setur henni starfsreglur og stjórnar fjárhaldi hennar og umsýslu. Mikilvægi þingsins hefur vaxið til muna og skiptir verulegu máli hvernig því tekst til á næstu árum. Kosið er rafrænt til kirkjuþings dagana 12.-17. þessa mánaðar. Ekki er líklegt að kjörið fái mikla athygli í öllu amstrinu sem fylgir sveitarstjórnarkosningum. Þörf á frekari lagabreytingum Enda þótt nýverið hafi verið sett ný lög um Þjóðkirkjuna er brýn þörf á að halda áfram umbótum á lagasviðinu. Endurskoða þarf lög um trúfélög og lífskoðunarfélög til þess að koma í veg fyrir að í skjóli laga geti þrifist óskyld starfsemi sem misnoti lýðræðishefðir og fjármuni gjaldenda. Þá þarf að breyta lögum um sóknargjöld til þess að bæta og tryggja stöðu safnaða og lífskoðunarfélaga og gera þeim kleift að sinna betur sínu fjölþætta og mikilvæga starfi. Söfnuðum og sóknum er of þröngur stakkur sniðinn og það ástand hefur varað of lengi. Heilbrigðismál og trúarlíf Í störfum mínum sem háskólakennari hef ég stundað rannsóknir og annast kennslu og leiðbeiningu nemenda á sviði heilbrigðismála, einkum um málefni er varða lifnaðarhætti, líðan og heilsu ungmenna, félagslegar aðstæður og geðheilbrigði fullorðinna, og skipulag og notkun heilbrigðisþjónustunnar. Trúarleg viðhorf og andleg málefni hafa tengst þessum viðfangsefnum. Í því sambandi hef ég á undanförnum árum haldið ýmis erindi á samkomum félagasamtaka og í safnaðarheimilum kirkjunnar um trúarlíf, trúarleg viðhorf og andlega líðan og heilsu Íslendinga. Boðskapur með fleiri boðleiðum Niðurstaða mín er sú að meðal fólksins í landinu sé rík trúarþörf sem kirkjur og söfnuðir landsins gætu komið enn betur til móts við en verið hefur. Mikilvægt er að kirkjuþing móti skýra stefnu í varðveislu- og boðun kristinnar trúar í landinu á komandi árum og að verkefni og ráðstöfun fjármuna kirkjunnar mótist af þeirri stefnu. Verkefnin eiga að fylgja stefnunni og fé verkefnunum. Á sama tíma benda rannsóknir mínar til að þeim landsmönnum fækki sem sæki almennar guðþjónustur eða taki þátt í safnaðarstarfi. Í þessu sambandi þarf að endurskoða boðleiðir kirkjunnar í samtímanum, bæði í raun- og netheimum, og nýta til þess reynslu undarfarinna ára. Fræðslustarf kirkjunnar þarf jafnframt að efla, sem og upplýsingagjöf, svo nýjar kynslóðir landsmanna fari ekki á mis við hinn mikilvæga boðskap kristinnar trúar og allt það góða starf sem fram fer innan kirkna og safnaða. Höfundur er frambjóðandi til kirkjuþings í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan starfar nú undir nýjum rammalögum og nýrri fjárhagsskipan þar sem kirkjuþing setur henni starfsreglur og stjórnar fjárhaldi hennar og umsýslu. Mikilvægi þingsins hefur vaxið til muna og skiptir verulegu máli hvernig því tekst til á næstu árum. Kosið er rafrænt til kirkjuþings dagana 12.-17. þessa mánaðar. Ekki er líklegt að kjörið fái mikla athygli í öllu amstrinu sem fylgir sveitarstjórnarkosningum. Þörf á frekari lagabreytingum Enda þótt nýverið hafi verið sett ný lög um Þjóðkirkjuna er brýn þörf á að halda áfram umbótum á lagasviðinu. Endurskoða þarf lög um trúfélög og lífskoðunarfélög til þess að koma í veg fyrir að í skjóli laga geti þrifist óskyld starfsemi sem misnoti lýðræðishefðir og fjármuni gjaldenda. Þá þarf að breyta lögum um sóknargjöld til þess að bæta og tryggja stöðu safnaða og lífskoðunarfélaga og gera þeim kleift að sinna betur sínu fjölþætta og mikilvæga starfi. Söfnuðum og sóknum er of þröngur stakkur sniðinn og það ástand hefur varað of lengi. Heilbrigðismál og trúarlíf Í störfum mínum sem háskólakennari hef ég stundað rannsóknir og annast kennslu og leiðbeiningu nemenda á sviði heilbrigðismála, einkum um málefni er varða lifnaðarhætti, líðan og heilsu ungmenna, félagslegar aðstæður og geðheilbrigði fullorðinna, og skipulag og notkun heilbrigðisþjónustunnar. Trúarleg viðhorf og andleg málefni hafa tengst þessum viðfangsefnum. Í því sambandi hef ég á undanförnum árum haldið ýmis erindi á samkomum félagasamtaka og í safnaðarheimilum kirkjunnar um trúarlíf, trúarleg viðhorf og andlega líðan og heilsu Íslendinga. Boðskapur með fleiri boðleiðum Niðurstaða mín er sú að meðal fólksins í landinu sé rík trúarþörf sem kirkjur og söfnuðir landsins gætu komið enn betur til móts við en verið hefur. Mikilvægt er að kirkjuþing móti skýra stefnu í varðveislu- og boðun kristinnar trúar í landinu á komandi árum og að verkefni og ráðstöfun fjármuna kirkjunnar mótist af þeirri stefnu. Verkefnin eiga að fylgja stefnunni og fé verkefnunum. Á sama tíma benda rannsóknir mínar til að þeim landsmönnum fækki sem sæki almennar guðþjónustur eða taki þátt í safnaðarstarfi. Í þessu sambandi þarf að endurskoða boðleiðir kirkjunnar í samtímanum, bæði í raun- og netheimum, og nýta til þess reynslu undarfarinna ára. Fræðslustarf kirkjunnar þarf jafnframt að efla, sem og upplýsingagjöf, svo nýjar kynslóðir landsmanna fari ekki á mis við hinn mikilvæga boðskap kristinnar trúar og allt það góða starf sem fram fer innan kirkna og safnaða. Höfundur er frambjóðandi til kirkjuþings í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar