Kirkjan mæti trúarþörf fólksins í landinu Rúnar Vilhjálmsson skrifar 11. maí 2022 11:31 Þjóðkirkjan starfar nú undir nýjum rammalögum og nýrri fjárhagsskipan þar sem kirkjuþing setur henni starfsreglur og stjórnar fjárhaldi hennar og umsýslu. Mikilvægi þingsins hefur vaxið til muna og skiptir verulegu máli hvernig því tekst til á næstu árum. Kosið er rafrænt til kirkjuþings dagana 12.-17. þessa mánaðar. Ekki er líklegt að kjörið fái mikla athygli í öllu amstrinu sem fylgir sveitarstjórnarkosningum. Þörf á frekari lagabreytingum Enda þótt nýverið hafi verið sett ný lög um Þjóðkirkjuna er brýn þörf á að halda áfram umbótum á lagasviðinu. Endurskoða þarf lög um trúfélög og lífskoðunarfélög til þess að koma í veg fyrir að í skjóli laga geti þrifist óskyld starfsemi sem misnoti lýðræðishefðir og fjármuni gjaldenda. Þá þarf að breyta lögum um sóknargjöld til þess að bæta og tryggja stöðu safnaða og lífskoðunarfélaga og gera þeim kleift að sinna betur sínu fjölþætta og mikilvæga starfi. Söfnuðum og sóknum er of þröngur stakkur sniðinn og það ástand hefur varað of lengi. Heilbrigðismál og trúarlíf Í störfum mínum sem háskólakennari hef ég stundað rannsóknir og annast kennslu og leiðbeiningu nemenda á sviði heilbrigðismála, einkum um málefni er varða lifnaðarhætti, líðan og heilsu ungmenna, félagslegar aðstæður og geðheilbrigði fullorðinna, og skipulag og notkun heilbrigðisþjónustunnar. Trúarleg viðhorf og andleg málefni hafa tengst þessum viðfangsefnum. Í því sambandi hef ég á undanförnum árum haldið ýmis erindi á samkomum félagasamtaka og í safnaðarheimilum kirkjunnar um trúarlíf, trúarleg viðhorf og andlega líðan og heilsu Íslendinga. Boðskapur með fleiri boðleiðum Niðurstaða mín er sú að meðal fólksins í landinu sé rík trúarþörf sem kirkjur og söfnuðir landsins gætu komið enn betur til móts við en verið hefur. Mikilvægt er að kirkjuþing móti skýra stefnu í varðveislu- og boðun kristinnar trúar í landinu á komandi árum og að verkefni og ráðstöfun fjármuna kirkjunnar mótist af þeirri stefnu. Verkefnin eiga að fylgja stefnunni og fé verkefnunum. Á sama tíma benda rannsóknir mínar til að þeim landsmönnum fækki sem sæki almennar guðþjónustur eða taki þátt í safnaðarstarfi. Í þessu sambandi þarf að endurskoða boðleiðir kirkjunnar í samtímanum, bæði í raun- og netheimum, og nýta til þess reynslu undarfarinna ára. Fræðslustarf kirkjunnar þarf jafnframt að efla, sem og upplýsingagjöf, svo nýjar kynslóðir landsmanna fari ekki á mis við hinn mikilvæga boðskap kristinnar trúar og allt það góða starf sem fram fer innan kirkna og safnaða. Höfundur er frambjóðandi til kirkjuþings í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan starfar nú undir nýjum rammalögum og nýrri fjárhagsskipan þar sem kirkjuþing setur henni starfsreglur og stjórnar fjárhaldi hennar og umsýslu. Mikilvægi þingsins hefur vaxið til muna og skiptir verulegu máli hvernig því tekst til á næstu árum. Kosið er rafrænt til kirkjuþings dagana 12.-17. þessa mánaðar. Ekki er líklegt að kjörið fái mikla athygli í öllu amstrinu sem fylgir sveitarstjórnarkosningum. Þörf á frekari lagabreytingum Enda þótt nýverið hafi verið sett ný lög um Þjóðkirkjuna er brýn þörf á að halda áfram umbótum á lagasviðinu. Endurskoða þarf lög um trúfélög og lífskoðunarfélög til þess að koma í veg fyrir að í skjóli laga geti þrifist óskyld starfsemi sem misnoti lýðræðishefðir og fjármuni gjaldenda. Þá þarf að breyta lögum um sóknargjöld til þess að bæta og tryggja stöðu safnaða og lífskoðunarfélaga og gera þeim kleift að sinna betur sínu fjölþætta og mikilvæga starfi. Söfnuðum og sóknum er of þröngur stakkur sniðinn og það ástand hefur varað of lengi. Heilbrigðismál og trúarlíf Í störfum mínum sem háskólakennari hef ég stundað rannsóknir og annast kennslu og leiðbeiningu nemenda á sviði heilbrigðismála, einkum um málefni er varða lifnaðarhætti, líðan og heilsu ungmenna, félagslegar aðstæður og geðheilbrigði fullorðinna, og skipulag og notkun heilbrigðisþjónustunnar. Trúarleg viðhorf og andleg málefni hafa tengst þessum viðfangsefnum. Í því sambandi hef ég á undanförnum árum haldið ýmis erindi á samkomum félagasamtaka og í safnaðarheimilum kirkjunnar um trúarlíf, trúarleg viðhorf og andlega líðan og heilsu Íslendinga. Boðskapur með fleiri boðleiðum Niðurstaða mín er sú að meðal fólksins í landinu sé rík trúarþörf sem kirkjur og söfnuðir landsins gætu komið enn betur til móts við en verið hefur. Mikilvægt er að kirkjuþing móti skýra stefnu í varðveislu- og boðun kristinnar trúar í landinu á komandi árum og að verkefni og ráðstöfun fjármuna kirkjunnar mótist af þeirri stefnu. Verkefnin eiga að fylgja stefnunni og fé verkefnunum. Á sama tíma benda rannsóknir mínar til að þeim landsmönnum fækki sem sæki almennar guðþjónustur eða taki þátt í safnaðarstarfi. Í þessu sambandi þarf að endurskoða boðleiðir kirkjunnar í samtímanum, bæði í raun- og netheimum, og nýta til þess reynslu undarfarinna ára. Fræðslustarf kirkjunnar þarf jafnframt að efla, sem og upplýsingagjöf, svo nýjar kynslóðir landsmanna fari ekki á mis við hinn mikilvæga boðskap kristinnar trúar og allt það góða starf sem fram fer innan kirkna og safnaða. Höfundur er frambjóðandi til kirkjuþings í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar