Hin 96 ára Elísabet hefur flutt allar stefnuræður bresku ríkisstjórnarinnar frá árinu 1963 en þá boðaði hún forföll þar sem hún var barnshafandi.
Í ræðunni ræddi Karl meðal annars um nauðsyn vaxtar bresks efnahagslífs til að hægt verði að tryggja íbúum bætt lífsgæði og sömuleiðis nauðsyn fyrir aukinni fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu. Þá var minnst á nokkur af þeim 38 lagafrumvörpum sem verða lögð fyrir þingið á komandi ári.
Breski þjóðhöfðinginn flytur vanalega stefnuræður bresku ríkisstjórnarinnar þar sem lagðar eru línurnar í stefnu og störfum ríkisstjórnarinnar.
Umræður um stefnuræðuna fara svo fram á þinginu síðar í dag.