Að fara illa með atkvæðið sitt Flosi Eiríksson skrifar 10. maí 2022 10:01 Í bæjarstjórnarkosningunum 2018 voru 9 framboð í Kópavogi. Á því má segja að séu tvær hliðar, það er fagnaðarefni að sem flestir hafi áhuga á samfélaginu sem við byggjum og séu tilbúin að leggja sitt af mörkum til að efla það og styrkja – hin hliðin á þeim peningi er hvernig fulltrúalýðræðið virkar og hvernig bæjarfulltrúum er úthlutað til flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 35% atkvæða í síðustu kosningum en 5 bæjarfulltrúa af 11, í krafti þess hvernig atkvæði skiptust milli framboða. Rúm 25% kusu lista sem fengu engan mann kjörinn og var það ,,það framboð“ sem fékk næst flest atkvæði. Í krafti þessarar stöðu myndaði Sjálfstæðisflokkurinn síðan meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk 7,9 % og einn mann. Meirihlutinn var með 27,2% kosningabærra Kópavogsbúa á bak við sig. Meirihlutinn er því með 42,9% gildra atkvæða á bak við sig en fer með öll þau völd sem þau vilja í bæjarstjórninni, og Sjálfstæðisfólk talar þannig eins og það að rúmlega þriðji hver bæjarbúi hafi kosið þau gefi þeim rétt til að fara öllu sínu fram, gera lítið úr íbúðalýðræði, samráði og eðlilegum leikreglum. Að formlega valdið sé þeirra og þau hafi því rétt til að bera hagsmuni einstakra byggingarfélaga frekar fyrir brjósti en íbúanna og öll önnur sjónarmið séu bara ,,minnihlutatuð“. Virðingin fyrir lýðræði og heilbrigðum skoðanaskiptum ristir stundum býsna grunnt. Mér finnst skipta miklu máli að framboð kynni heilsteypta stefnu fyrir bæinn sem grundvallast á þekkingu á okkar samfélagi og skýrri hugmyndafræði. Það má ekki gleymast að við erum að kjósa fólk til að bera hagsmuni allra fyrir brjósti en ekki einhverra þröngra hópa eða svæða.Í því efni treysti ég félögum mínum, jafnaðarfólki í Samfylkingunni afar vel, það er vel mannaður listi, kannski að mér frátöldum, með skýra og rótfasta stefnu fyrir bæinn okkar. Þeir sem kjósa Samfylkinguna vita fyrir hvað hún stendur og hvað þeir eru fá með atkvæði sínu. En það er líka mjög mikilvægt að vega það og meta í kjörklefanum hvernig atkvæðið nýtist best til að koma í veg fyrir þann lýðræðishalla sem nú er í bæjarstjórninni. Að bæjarfullrúar og skipting þeirra endurspegli vilja bæjarbúa og skoðanir og sá meirihluti sem myndaður verður að loknum kosningum endurspegli það. Kópavogur á það skilið. Höfundur var bæjarfulltrúi í Kópavogi 1998 til 2010. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í bæjarstjórnarkosningunum 2018 voru 9 framboð í Kópavogi. Á því má segja að séu tvær hliðar, það er fagnaðarefni að sem flestir hafi áhuga á samfélaginu sem við byggjum og séu tilbúin að leggja sitt af mörkum til að efla það og styrkja – hin hliðin á þeim peningi er hvernig fulltrúalýðræðið virkar og hvernig bæjarfulltrúum er úthlutað til flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 35% atkvæða í síðustu kosningum en 5 bæjarfulltrúa af 11, í krafti þess hvernig atkvæði skiptust milli framboða. Rúm 25% kusu lista sem fengu engan mann kjörinn og var það ,,það framboð“ sem fékk næst flest atkvæði. Í krafti þessarar stöðu myndaði Sjálfstæðisflokkurinn síðan meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk 7,9 % og einn mann. Meirihlutinn var með 27,2% kosningabærra Kópavogsbúa á bak við sig. Meirihlutinn er því með 42,9% gildra atkvæða á bak við sig en fer með öll þau völd sem þau vilja í bæjarstjórninni, og Sjálfstæðisfólk talar þannig eins og það að rúmlega þriðji hver bæjarbúi hafi kosið þau gefi þeim rétt til að fara öllu sínu fram, gera lítið úr íbúðalýðræði, samráði og eðlilegum leikreglum. Að formlega valdið sé þeirra og þau hafi því rétt til að bera hagsmuni einstakra byggingarfélaga frekar fyrir brjósti en íbúanna og öll önnur sjónarmið séu bara ,,minnihlutatuð“. Virðingin fyrir lýðræði og heilbrigðum skoðanaskiptum ristir stundum býsna grunnt. Mér finnst skipta miklu máli að framboð kynni heilsteypta stefnu fyrir bæinn sem grundvallast á þekkingu á okkar samfélagi og skýrri hugmyndafræði. Það má ekki gleymast að við erum að kjósa fólk til að bera hagsmuni allra fyrir brjósti en ekki einhverra þröngra hópa eða svæða.Í því efni treysti ég félögum mínum, jafnaðarfólki í Samfylkingunni afar vel, það er vel mannaður listi, kannski að mér frátöldum, með skýra og rótfasta stefnu fyrir bæinn okkar. Þeir sem kjósa Samfylkinguna vita fyrir hvað hún stendur og hvað þeir eru fá með atkvæði sínu. En það er líka mjög mikilvægt að vega það og meta í kjörklefanum hvernig atkvæðið nýtist best til að koma í veg fyrir þann lýðræðishalla sem nú er í bæjarstjórninni. Að bæjarfullrúar og skipting þeirra endurspegli vilja bæjarbúa og skoðanir og sá meirihluti sem myndaður verður að loknum kosningum endurspegli það. Kópavogur á það skilið. Höfundur var bæjarfulltrúi í Kópavogi 1998 til 2010.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar