Að fara illa með atkvæðið sitt Flosi Eiríksson skrifar 10. maí 2022 10:01 Í bæjarstjórnarkosningunum 2018 voru 9 framboð í Kópavogi. Á því má segja að séu tvær hliðar, það er fagnaðarefni að sem flestir hafi áhuga á samfélaginu sem við byggjum og séu tilbúin að leggja sitt af mörkum til að efla það og styrkja – hin hliðin á þeim peningi er hvernig fulltrúalýðræðið virkar og hvernig bæjarfulltrúum er úthlutað til flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 35% atkvæða í síðustu kosningum en 5 bæjarfulltrúa af 11, í krafti þess hvernig atkvæði skiptust milli framboða. Rúm 25% kusu lista sem fengu engan mann kjörinn og var það ,,það framboð“ sem fékk næst flest atkvæði. Í krafti þessarar stöðu myndaði Sjálfstæðisflokkurinn síðan meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk 7,9 % og einn mann. Meirihlutinn var með 27,2% kosningabærra Kópavogsbúa á bak við sig. Meirihlutinn er því með 42,9% gildra atkvæða á bak við sig en fer með öll þau völd sem þau vilja í bæjarstjórninni, og Sjálfstæðisfólk talar þannig eins og það að rúmlega þriðji hver bæjarbúi hafi kosið þau gefi þeim rétt til að fara öllu sínu fram, gera lítið úr íbúðalýðræði, samráði og eðlilegum leikreglum. Að formlega valdið sé þeirra og þau hafi því rétt til að bera hagsmuni einstakra byggingarfélaga frekar fyrir brjósti en íbúanna og öll önnur sjónarmið séu bara ,,minnihlutatuð“. Virðingin fyrir lýðræði og heilbrigðum skoðanaskiptum ristir stundum býsna grunnt. Mér finnst skipta miklu máli að framboð kynni heilsteypta stefnu fyrir bæinn sem grundvallast á þekkingu á okkar samfélagi og skýrri hugmyndafræði. Það má ekki gleymast að við erum að kjósa fólk til að bera hagsmuni allra fyrir brjósti en ekki einhverra þröngra hópa eða svæða.Í því efni treysti ég félögum mínum, jafnaðarfólki í Samfylkingunni afar vel, það er vel mannaður listi, kannski að mér frátöldum, með skýra og rótfasta stefnu fyrir bæinn okkar. Þeir sem kjósa Samfylkinguna vita fyrir hvað hún stendur og hvað þeir eru fá með atkvæði sínu. En það er líka mjög mikilvægt að vega það og meta í kjörklefanum hvernig atkvæðið nýtist best til að koma í veg fyrir þann lýðræðishalla sem nú er í bæjarstjórninni. Að bæjarfullrúar og skipting þeirra endurspegli vilja bæjarbúa og skoðanir og sá meirihluti sem myndaður verður að loknum kosningum endurspegli það. Kópavogur á það skilið. Höfundur var bæjarfulltrúi í Kópavogi 1998 til 2010. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Sjá meira
Í bæjarstjórnarkosningunum 2018 voru 9 framboð í Kópavogi. Á því má segja að séu tvær hliðar, það er fagnaðarefni að sem flestir hafi áhuga á samfélaginu sem við byggjum og séu tilbúin að leggja sitt af mörkum til að efla það og styrkja – hin hliðin á þeim peningi er hvernig fulltrúalýðræðið virkar og hvernig bæjarfulltrúum er úthlutað til flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 35% atkvæða í síðustu kosningum en 5 bæjarfulltrúa af 11, í krafti þess hvernig atkvæði skiptust milli framboða. Rúm 25% kusu lista sem fengu engan mann kjörinn og var það ,,það framboð“ sem fékk næst flest atkvæði. Í krafti þessarar stöðu myndaði Sjálfstæðisflokkurinn síðan meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk 7,9 % og einn mann. Meirihlutinn var með 27,2% kosningabærra Kópavogsbúa á bak við sig. Meirihlutinn er því með 42,9% gildra atkvæða á bak við sig en fer með öll þau völd sem þau vilja í bæjarstjórninni, og Sjálfstæðisfólk talar þannig eins og það að rúmlega þriðji hver bæjarbúi hafi kosið þau gefi þeim rétt til að fara öllu sínu fram, gera lítið úr íbúðalýðræði, samráði og eðlilegum leikreglum. Að formlega valdið sé þeirra og þau hafi því rétt til að bera hagsmuni einstakra byggingarfélaga frekar fyrir brjósti en íbúanna og öll önnur sjónarmið séu bara ,,minnihlutatuð“. Virðingin fyrir lýðræði og heilbrigðum skoðanaskiptum ristir stundum býsna grunnt. Mér finnst skipta miklu máli að framboð kynni heilsteypta stefnu fyrir bæinn sem grundvallast á þekkingu á okkar samfélagi og skýrri hugmyndafræði. Það má ekki gleymast að við erum að kjósa fólk til að bera hagsmuni allra fyrir brjósti en ekki einhverra þröngra hópa eða svæða.Í því efni treysti ég félögum mínum, jafnaðarfólki í Samfylkingunni afar vel, það er vel mannaður listi, kannski að mér frátöldum, með skýra og rótfasta stefnu fyrir bæinn okkar. Þeir sem kjósa Samfylkinguna vita fyrir hvað hún stendur og hvað þeir eru fá með atkvæði sínu. En það er líka mjög mikilvægt að vega það og meta í kjörklefanum hvernig atkvæðið nýtist best til að koma í veg fyrir þann lýðræðishalla sem nú er í bæjarstjórninni. Að bæjarfullrúar og skipting þeirra endurspegli vilja bæjarbúa og skoðanir og sá meirihluti sem myndaður verður að loknum kosningum endurspegli það. Kópavogur á það skilið. Höfundur var bæjarfulltrúi í Kópavogi 1998 til 2010.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar