Heimilisofbeldi, dulbúnar orgíur og stjórnlaus tripp í nafni andlegrar vinnu Sunna Valgerðardóttir skrifar 9. maí 2022 18:31 Vísir/Arnar Eitraðir leiðbeinendur og vanhæfir kennarar skilja margir eftir sig slóð af sköðuðu fólki sem leitaði til þeirra í góðri trú. Ekkert eftirlit er með starfseminni og getur í raun hver sem er titlað sig leiðbeinanda. Töluvert er um að andleg vinna sé sett í búning einhvers konar heilunar, heimilisofbeldi getur verið kallað skuggavinna, og ef fólk er ekki til í allt þá er það ekki nógu vakandi. Kompás hefur heyrt fjölmörg dæmi þess að erlendir kennarar komi hingað til lands og haldi námskeið í heilun tengdu kynlífi og kynlífsathöfnum. Við höfum rætt við konur sem voru mölbrotnar eftir þátttöku í slíkum námskeiðum, þó að allt hafi farið fram með samþykki og það sem má kalla jákvæðri orku. Sömuleiðis kemur hingað fjöldinn allur af kennurum og heilurum án menntunar eða tilskilinna réttinda. Heimilisofbeldi eða skuggavinna? Einn viðmælandi Kompáss varð fyrir alvarlegu ofbeldi undir yfirskini einhvers konar skuggavinnu, ein lenti í hræðilegu ofskynjunartrippi með vanhæfum leiðbeinanda og önnur fór til stjörnuspekings sem reyndist skilja Hitler barnamorð nasistanna. „Það eru engar siðareglur, það er ekkert haldið utan um þennan andlega heim á Íslandi. Þannig að hver sem er getur kallað sig heilara og hvað sem er,“ segir Anna Katrín, sem hefur verið mjög leitandi í hinum andlega heimi í mörg ár og þekkir hann vel. „Það er svolítið í tísku núna að fara og reyna að græða peninga og rukka fullt verð, 15.000 kall, fyrir einn og hálfan tíma.“ En sumir hafa enga reynslu í að takast á við áföll. „Margir vita ekkert um manneskjuna sem kemur og leggst á bekkinn. Og lætur út hluti sem það fattar ekki að fólkið tekur með sér heim og er svo bara í áfalli.“ Vísir/Arnar Kolbeinn Sævarsson hefur leitað ýmissa leiða til að láta sér líða betur í gegn um tíðina. Hann lenti í vafasömum kennara í kakóathöfn fyrir tæpum tveimur árum og er mjög gagnrýninn á það fólk sem tekur sér leiðbeinandastöðu án þess að hafa innistæðu fyrir því. „Það skiptir máli hver er að halda utan um viðburðinn og hver er að stjórna,“ „Ef það er eitraður einstaklingur þá getur þetta skaðað fólk sem kann ekki að setja mörk“ „Það trúir bara blint á einhvern einstakling sem er að sannfæra fólk um að hann hafi einhverja lausn og flest fólk vill lausn í sitt líf.“ Níðstöng á Skrauthólum einungis lítið brot Tanya Lind, heilari og völva, hefur verið mjög gagnrýnin á ofbeldið í andlega heiminum undanfarin misseri. Hún segir mjög brýnt að taka til hendinni þar eins og hefur verið gert annarsstaðar í samfélaginu. Aðsend mynd „Það þarf að horfa miklu dýpra. Hvað er fólk að gera? Á hvaða forsendum? Hver er að sjá um viðburðinn? Hver gaf þessari manneskju leyfi til að bera fram þessi meðöl eða athafnir? Hvað er í gangi? Það er ekki bara hægt að gleypa allt af forvitni. Það eru afleiðingar. Nú erum við mögulega að sjá afleiðingar á börnum.“ Þarna vísar Tanya í viðburð sem var auglýstur hér á vegum Skrauthóla, andlegs seturs við Esjurætur, þar sem börn voru boðin velkomin á einhvers konar erótískan viðburð. Ítrekaðar fregnir hafa borist að undanförnu af óvenjulegum viðburðum, níðstöngum, kynlífsathöfnum og nágrannaerjum á svæðinu. Flest á rætur sínar að rekja til hinnar sívaxandi nýaldarstefnu og vinsældum óhefðbundinna sjálfshjálparaðferða. Tanya tilkynnti viðburðinn til lögreglunnar. Í nýjasta Kompás er rætt við fólk sem hefur reynslu af andlega heiminum þar sem leitin að jafnvægi og heilun umbreyttist í ofbeldi og gaslýsingu. Kompás er á dagskrá Stöðvar 2, strax að loknum kvöldfréttum mánudagskvöldið 9. maí 2022. Þátturinn verður aðgengilegur á Vísi strax á þriðjudagsmorgninum 10. maí og verður hann öllum opinn. Kompás Trúmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Telja hestinn hafa verið aflífaðan á mannúðlegan hátt Sérfræðingar Matvælastofnunar telja að hesthöfuð, sem fannst á stöng við Esjurætur á föstudaginn, hafi verið af hesti sem var aflífaður með mannúðlegum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. 2. maí 2022 16:29 Níðstöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdravitund“ fortíðarinnar Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu. 1. maí 2022 19:30 Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins. 30. apríl 2022 11:38 „Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Kompás hefur heyrt fjölmörg dæmi þess að erlendir kennarar komi hingað til lands og haldi námskeið í heilun tengdu kynlífi og kynlífsathöfnum. Við höfum rætt við konur sem voru mölbrotnar eftir þátttöku í slíkum námskeiðum, þó að allt hafi farið fram með samþykki og það sem má kalla jákvæðri orku. Sömuleiðis kemur hingað fjöldinn allur af kennurum og heilurum án menntunar eða tilskilinna réttinda. Heimilisofbeldi eða skuggavinna? Einn viðmælandi Kompáss varð fyrir alvarlegu ofbeldi undir yfirskini einhvers konar skuggavinnu, ein lenti í hræðilegu ofskynjunartrippi með vanhæfum leiðbeinanda og önnur fór til stjörnuspekings sem reyndist skilja Hitler barnamorð nasistanna. „Það eru engar siðareglur, það er ekkert haldið utan um þennan andlega heim á Íslandi. Þannig að hver sem er getur kallað sig heilara og hvað sem er,“ segir Anna Katrín, sem hefur verið mjög leitandi í hinum andlega heimi í mörg ár og þekkir hann vel. „Það er svolítið í tísku núna að fara og reyna að græða peninga og rukka fullt verð, 15.000 kall, fyrir einn og hálfan tíma.“ En sumir hafa enga reynslu í að takast á við áföll. „Margir vita ekkert um manneskjuna sem kemur og leggst á bekkinn. Og lætur út hluti sem það fattar ekki að fólkið tekur með sér heim og er svo bara í áfalli.“ Vísir/Arnar Kolbeinn Sævarsson hefur leitað ýmissa leiða til að láta sér líða betur í gegn um tíðina. Hann lenti í vafasömum kennara í kakóathöfn fyrir tæpum tveimur árum og er mjög gagnrýninn á það fólk sem tekur sér leiðbeinandastöðu án þess að hafa innistæðu fyrir því. „Það skiptir máli hver er að halda utan um viðburðinn og hver er að stjórna,“ „Ef það er eitraður einstaklingur þá getur þetta skaðað fólk sem kann ekki að setja mörk“ „Það trúir bara blint á einhvern einstakling sem er að sannfæra fólk um að hann hafi einhverja lausn og flest fólk vill lausn í sitt líf.“ Níðstöng á Skrauthólum einungis lítið brot Tanya Lind, heilari og völva, hefur verið mjög gagnrýnin á ofbeldið í andlega heiminum undanfarin misseri. Hún segir mjög brýnt að taka til hendinni þar eins og hefur verið gert annarsstaðar í samfélaginu. Aðsend mynd „Það þarf að horfa miklu dýpra. Hvað er fólk að gera? Á hvaða forsendum? Hver er að sjá um viðburðinn? Hver gaf þessari manneskju leyfi til að bera fram þessi meðöl eða athafnir? Hvað er í gangi? Það er ekki bara hægt að gleypa allt af forvitni. Það eru afleiðingar. Nú erum við mögulega að sjá afleiðingar á börnum.“ Þarna vísar Tanya í viðburð sem var auglýstur hér á vegum Skrauthóla, andlegs seturs við Esjurætur, þar sem börn voru boðin velkomin á einhvers konar erótískan viðburð. Ítrekaðar fregnir hafa borist að undanförnu af óvenjulegum viðburðum, níðstöngum, kynlífsathöfnum og nágrannaerjum á svæðinu. Flest á rætur sínar að rekja til hinnar sívaxandi nýaldarstefnu og vinsældum óhefðbundinna sjálfshjálparaðferða. Tanya tilkynnti viðburðinn til lögreglunnar. Í nýjasta Kompás er rætt við fólk sem hefur reynslu af andlega heiminum þar sem leitin að jafnvægi og heilun umbreyttist í ofbeldi og gaslýsingu. Kompás er á dagskrá Stöðvar 2, strax að loknum kvöldfréttum mánudagskvöldið 9. maí 2022. Þátturinn verður aðgengilegur á Vísi strax á þriðjudagsmorgninum 10. maí og verður hann öllum opinn.
Kompás Trúmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Telja hestinn hafa verið aflífaðan á mannúðlegan hátt Sérfræðingar Matvælastofnunar telja að hesthöfuð, sem fannst á stöng við Esjurætur á föstudaginn, hafi verið af hesti sem var aflífaður með mannúðlegum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. 2. maí 2022 16:29 Níðstöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdravitund“ fortíðarinnar Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu. 1. maí 2022 19:30 Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins. 30. apríl 2022 11:38 „Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Telja hestinn hafa verið aflífaðan á mannúðlegan hátt Sérfræðingar Matvælastofnunar telja að hesthöfuð, sem fannst á stöng við Esjurætur á föstudaginn, hafi verið af hesti sem var aflífaður með mannúðlegum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. 2. maí 2022 16:29
Níðstöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdravitund“ fortíðarinnar Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu. 1. maí 2022 19:30
Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins. 30. apríl 2022 11:38
„Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00