Ármann og Þróttur fái Laugardalshöll fyrir sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2022 14:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri reynir að slá á áhyggjuraddir íbúa í Laugardalnum og tjáir sig í fjölmennum íbúahópi á Facebook í dag. Ármann og Þróttur eiga að fá Laugardalshöll út af fyrir sig ef marka má orð borgarstjóra. Vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir að með nýrri þjóðarhöll skapist skilyrði fyrir því að félögin í Laugardal, Ármann og Þróttur, fái Laugardalshöll út af fyrir sig. Endurgerð stendur yfir á höllinni sem Dagur segir að verði lokið um miðjan ágúst. Viljayfirlýsing um nýja þjóðarhöll í Laugardal var undirrituð af ríki og borg á föstudaginn. Stefnt er að því að íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur og stórbæta íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í Laugardalnum rísi í dalnum árið 2025. Íþróttafélögin Ármann og Þróttur eru í Laugardal. Laugardalshöll, sem lengi var æfingaaðstaða félaganna, hefur ekki verið notuð undir íþróttaviðburði síðan í nóvember 2020 þegar gólfið í keppnissalnum skemmdist. Á þeim tíma sem Laugardalshöllin var æfingaaðstaða félaganna lentu iðkendur reglulega í því að æfingar voru felldar niður vegna þess að höllin var reglulega leigð undir stórar sýningar og ráðstefnur. Borgarstjóri tekur til máls í hverfisgrúppunni Laugarneshverfi á Facebook og reynir að slá á áhyggjuraddir. Þar segir hann að Laugardalshöll opni endurgerð þann 15. ágúst með nýju gólfi og lýsingu. „Hún verður þar með að stórum hluta endurgerð. Ég átta mig á því eftir samtal við fjölmarga í Laugardal reynsla síðustu ára af samnýtingu í Laugardalshöll er ekki eitthvað sem félögin í dalnum eða íbúar í Laugardal hafa trú á. Með tilkomu þjóðarhallar skapast skilyrði til að félögin hefðu Laugardalshöll fyrir sig. Og þannig höfum við lagt þetta upp gagnvart félögunum. Þau fái Laugardalshöll - og til viðbótar þá tíma sem þarf í þjóðarhöllinni,“ segir Dagur. Hann segir borgina viðbúna því að þurfa að gera einhverjar breytingar á Laugardalshöll til að laga hana að þörfum félaganna í samvinnnu við þau. „Segja má að núverandi gólfflötur Laugardalshallar séu einsog tveir full-stórir æfingavellir. Í þjóðarhöllinn við hliðna á verða fjórir vellir (full stórir handbolta/körfuboltavellir) til viðbótar. Þess vegna hafa sannfærandi rök verið færð að því að Laugardalshöllinn - með viðbótaraðstöðu einsog þarf í þjóðarhöll - tryggir framúrskarandi aðstæður til æfiinga fyrir börn og unglinga í Laugardal.“ Dagur segir áður hafa nefnt þessi atriði við félögin og þá sem sóttu opinn íbúafund í Laugarnesskóla. Þá hafi vantað skuldbindingu ríkisins og tímalínu. Hefði ekki náðst niðurstaða um nýja þjóðarhöll segir Dagur að ráðist hefði verið í byggingu á sérstöku íþróttahúsi fyrir félögin í Laugardalnum, með tveimur völlum. „Ég á von á að eiga gott samstarf við félögin í öllum næstu skrefum til að ná þeim markmiðum sem borgin og þau eiga sameiginleg. Órofin æfingaaðstaða félaganna, og fyrsta flokks umgjörð og aðstaða í Laugardalshöll og þjóðarhöll.“ Svar Dags í íbúahópnum í Laugarneshverfinu. Ný þjóðarhöll Reykjavík Íþróttir barna Ármann Þróttur Reykjavík Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Viljayfirlýsing um nýja þjóðarhöll í Laugardal var undirrituð af ríki og borg á föstudaginn. Stefnt er að því að íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur og stórbæta íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í Laugardalnum rísi í dalnum árið 2025. Íþróttafélögin Ármann og Þróttur eru í Laugardal. Laugardalshöll, sem lengi var æfingaaðstaða félaganna, hefur ekki verið notuð undir íþróttaviðburði síðan í nóvember 2020 þegar gólfið í keppnissalnum skemmdist. Á þeim tíma sem Laugardalshöllin var æfingaaðstaða félaganna lentu iðkendur reglulega í því að æfingar voru felldar niður vegna þess að höllin var reglulega leigð undir stórar sýningar og ráðstefnur. Borgarstjóri tekur til máls í hverfisgrúppunni Laugarneshverfi á Facebook og reynir að slá á áhyggjuraddir. Þar segir hann að Laugardalshöll opni endurgerð þann 15. ágúst með nýju gólfi og lýsingu. „Hún verður þar með að stórum hluta endurgerð. Ég átta mig á því eftir samtal við fjölmarga í Laugardal reynsla síðustu ára af samnýtingu í Laugardalshöll er ekki eitthvað sem félögin í dalnum eða íbúar í Laugardal hafa trú á. Með tilkomu þjóðarhallar skapast skilyrði til að félögin hefðu Laugardalshöll fyrir sig. Og þannig höfum við lagt þetta upp gagnvart félögunum. Þau fái Laugardalshöll - og til viðbótar þá tíma sem þarf í þjóðarhöllinni,“ segir Dagur. Hann segir borgina viðbúna því að þurfa að gera einhverjar breytingar á Laugardalshöll til að laga hana að þörfum félaganna í samvinnnu við þau. „Segja má að núverandi gólfflötur Laugardalshallar séu einsog tveir full-stórir æfingavellir. Í þjóðarhöllinn við hliðna á verða fjórir vellir (full stórir handbolta/körfuboltavellir) til viðbótar. Þess vegna hafa sannfærandi rök verið færð að því að Laugardalshöllinn - með viðbótaraðstöðu einsog þarf í þjóðarhöll - tryggir framúrskarandi aðstæður til æfiinga fyrir börn og unglinga í Laugardal.“ Dagur segir áður hafa nefnt þessi atriði við félögin og þá sem sóttu opinn íbúafund í Laugarnesskóla. Þá hafi vantað skuldbindingu ríkisins og tímalínu. Hefði ekki náðst niðurstaða um nýja þjóðarhöll segir Dagur að ráðist hefði verið í byggingu á sérstöku íþróttahúsi fyrir félögin í Laugardalnum, með tveimur völlum. „Ég á von á að eiga gott samstarf við félögin í öllum næstu skrefum til að ná þeim markmiðum sem borgin og þau eiga sameiginleg. Órofin æfingaaðstaða félaganna, og fyrsta flokks umgjörð og aðstaða í Laugardalshöll og þjóðarhöll.“ Svar Dags í íbúahópnum í Laugarneshverfinu.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Íþróttir barna Ármann Þróttur Reykjavík Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum