Börn eiga ekki að borga Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 9. maí 2022 13:01 Börn hafa ekki tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Sveitarfélögin eiga að vera hönnuð út frá þörfum barna með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Leikskólar og grunnskólar eiga að vera gjaldfrjálsir, þar sem boðið er upp á næringarríkan mat. Líta má til Finnlands sem hefur náð góðum árangri með gjaldfrjálsum skólamáltíðum til barna en slíkt á rætur sínar að rekja til stríðsáranna. Finnland var á meðal þeirra fyrstu í heimi til að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir og þar er bent á að slíkt gagnist öllum börnum en sé nauðsynlegt fyrir sum. Reykjavík er ekki á réttri leið þar sem börn eru látin greiða fyrir að borða í skólanum. Skólar eru stofnanir í samfélaginu sem eiga að vera gjaldfrjálsar. Sameiginlegir sjóðir eiga að standa undir þeirri mikilvægri þjónustu sem þarf fer fram. Fjármagnseigendur þurfa að greiða til samfélagsins eins og launafólk með útsvari á fjármagnstekjur. Ekki er eðlilegt að ríkt fólk sé undanþegið því að greiða fyrir þá mikilvæga þjónustu sem leik- og grunnskólar eru. Gjaldfrjáls þjónusta við börn nær einnig yfir öll námsgögn, skemmtanir og ferðalög skólabarna ásamt dvöl á frístundaheimili. Þá eiga börn að geta sótt gjaldfrjálsar tómstundir, íþróttir og tónlistarnám. Núverandi inneignarkerfi frístundakortsins tryggir ekki að börn geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Byggja þarf upp íþrótta- og tómstundastarf sem hluta af félagslegum innviðum í stað þess að börnum sé rétt inneign til niðurgreiðslu á starfi sem hefur verið markaðsvætt. Göngum burt frá markaðshugsun í skipulagningu frístundastarfs og göngum rakleiðis í átt að félagshyggju. Inneignarkerfi sem byggir á því að þú getir valið hvert þú ferð með þitt takmarkaða fjármagn tryggir ekki að öll börn geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag. Skipuleggja þarf frístundir sem öflugar félagslegar stofnanir. Sundferðir og líkamsrækt fyrir börn og ungmenni skal vera gjaldfrjáls. Börn á aldrinum 6-17 ára eiga ekki að greiða 175 krónur í hvert sinn sem farið er í laugina. Efla skal opin rými í kringum sundlaugar borgarinnar, með áherslu á heilsurækt. World Class hefur komið sér fyrir í kringum flestar sundlaugar borgarinnar, þá líkamsræktaraðstöðu þarf að greiða fyrir. Við eigum öll að geta komið saman í rýmum borgarinnar til að leggja stund á heilsurækt óháð efnahagslegri stöðu. Reykjavík á ekki bara að virka fyrir efnaðasta fólkið og börn þeirra sem lifa í landi tækifæranna. Breytum borginni og hættum að rukka börn fyrir þjónustu. Kjósum gjaldfrjálsa grunnþjónustu. Sósíalistar leggja til að börn og ungmenni borgi ekki fyrir þjónustu innan borgarinnar. Þetta er tillaga Sósíalista fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí. Sósíalistar treysta á að borgarbúar kjósi bestu lausnina, þá skynsamlegustu og réttlátustu. Þess vegna leggja þeir slíkar tillögur fram. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Félagsmál Íþróttir barna Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Börn hafa ekki tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Sveitarfélögin eiga að vera hönnuð út frá þörfum barna með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Leikskólar og grunnskólar eiga að vera gjaldfrjálsir, þar sem boðið er upp á næringarríkan mat. Líta má til Finnlands sem hefur náð góðum árangri með gjaldfrjálsum skólamáltíðum til barna en slíkt á rætur sínar að rekja til stríðsáranna. Finnland var á meðal þeirra fyrstu í heimi til að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir og þar er bent á að slíkt gagnist öllum börnum en sé nauðsynlegt fyrir sum. Reykjavík er ekki á réttri leið þar sem börn eru látin greiða fyrir að borða í skólanum. Skólar eru stofnanir í samfélaginu sem eiga að vera gjaldfrjálsar. Sameiginlegir sjóðir eiga að standa undir þeirri mikilvægri þjónustu sem þarf fer fram. Fjármagnseigendur þurfa að greiða til samfélagsins eins og launafólk með útsvari á fjármagnstekjur. Ekki er eðlilegt að ríkt fólk sé undanþegið því að greiða fyrir þá mikilvæga þjónustu sem leik- og grunnskólar eru. Gjaldfrjáls þjónusta við börn nær einnig yfir öll námsgögn, skemmtanir og ferðalög skólabarna ásamt dvöl á frístundaheimili. Þá eiga börn að geta sótt gjaldfrjálsar tómstundir, íþróttir og tónlistarnám. Núverandi inneignarkerfi frístundakortsins tryggir ekki að börn geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Byggja þarf upp íþrótta- og tómstundastarf sem hluta af félagslegum innviðum í stað þess að börnum sé rétt inneign til niðurgreiðslu á starfi sem hefur verið markaðsvætt. Göngum burt frá markaðshugsun í skipulagningu frístundastarfs og göngum rakleiðis í átt að félagshyggju. Inneignarkerfi sem byggir á því að þú getir valið hvert þú ferð með þitt takmarkaða fjármagn tryggir ekki að öll börn geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag. Skipuleggja þarf frístundir sem öflugar félagslegar stofnanir. Sundferðir og líkamsrækt fyrir börn og ungmenni skal vera gjaldfrjáls. Börn á aldrinum 6-17 ára eiga ekki að greiða 175 krónur í hvert sinn sem farið er í laugina. Efla skal opin rými í kringum sundlaugar borgarinnar, með áherslu á heilsurækt. World Class hefur komið sér fyrir í kringum flestar sundlaugar borgarinnar, þá líkamsræktaraðstöðu þarf að greiða fyrir. Við eigum öll að geta komið saman í rýmum borgarinnar til að leggja stund á heilsurækt óháð efnahagslegri stöðu. Reykjavík á ekki bara að virka fyrir efnaðasta fólkið og börn þeirra sem lifa í landi tækifæranna. Breytum borginni og hættum að rukka börn fyrir þjónustu. Kjósum gjaldfrjálsa grunnþjónustu. Sósíalistar leggja til að börn og ungmenni borgi ekki fyrir þjónustu innan borgarinnar. Þetta er tillaga Sósíalista fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí. Sósíalistar treysta á að borgarbúar kjósi bestu lausnina, þá skynsamlegustu og réttlátustu. Þess vegna leggja þeir slíkar tillögur fram. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun