Íbúar Hafnarfjarðar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 8. maí 2022 19:00 Síðustu fjögur ár hafa flogið áfram, verið skemmtileg og árangursrík. Það eru fyrst og fremst forréttindi að fá að starfa fyrir og í umboði bæjarbúa og ég er einlæglega þakklátur fyrir það traust sem mér og okkur var sýnt í kosningunum 2018. Ég hef lagt mig allan fram, er stoltur af verkum okkar og þá sérstaklega því að hafa lækkað álögur á fjölskyldufólk, fjárfest í fólki á öllum aldri og komið af stað kröfugri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þetta verða verkefnin áfram og við leggjum spilin óhrædd á borð fyrir kjósendur. Það er rétt sem sagt hefur verið; saman getum við gert meira og betur. Nú erum við á lokametrunum í þessari kosningabaráttu. Í mínum huga hefur hún heilt yfir verið skemmtileg og málefnaleg. Undanfarnar vikur og daga hafa frambjóðendur Framsóknar ferðast um bæinn, haldið fjölda viðburða og reynt eftir fremsta megni að hitta ykkur sem flest. Takk fyrir að gefa ykkur tíma til að hitta okkur; opna fyrirtæki ykkar, heimili og jafnvel stoppa á götum úti til að eiga við okkur samtal. Stjórnmálamenn, núverandi og verðandi, hafa það meginverkefni að búa öllum samfélag til að blómstra í og nýta eigin styrk og hæfileika. Valdimar Víðisson, skólastjóri, stendur nú fremstur í stafni og leiðir öflugan hóp Framsóknar í Hafnarfirði. Valdimar er traustur og góður stjórnandi sem fær fólk með sér í lið. Eins og alvöru þjálfari og fyrirliði í senn. Hann er einlægur og sannur í því sem hann tekur sér fyrir hendur líkt og hann hefur sýnt í störfum sínum sem formaður fjölskylduráðs á kjörtímabilinu. Óhræddur við að hlusta á aðra og leitast sífellt eftir bestu mögulegu niðurstöðunni fyrir fólk og samfélagið í heild. Með samvinnu komumst við lengra. Við skulum ekki leita til þeirra sem boða byltingar, sundrung og löngu úrelta stefnu. Við skulum kjósa framfarir, skynsemi og samvinnu. Við skulum kjósa velferð og aukin lífsgæði. Við óskum eftir þínum stuðningi til góðra verka. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – XB. Höfundur er fráfarandi bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Ágúst Bjarni Garðarsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Síðustu fjögur ár hafa flogið áfram, verið skemmtileg og árangursrík. Það eru fyrst og fremst forréttindi að fá að starfa fyrir og í umboði bæjarbúa og ég er einlæglega þakklátur fyrir það traust sem mér og okkur var sýnt í kosningunum 2018. Ég hef lagt mig allan fram, er stoltur af verkum okkar og þá sérstaklega því að hafa lækkað álögur á fjölskyldufólk, fjárfest í fólki á öllum aldri og komið af stað kröfugri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þetta verða verkefnin áfram og við leggjum spilin óhrædd á borð fyrir kjósendur. Það er rétt sem sagt hefur verið; saman getum við gert meira og betur. Nú erum við á lokametrunum í þessari kosningabaráttu. Í mínum huga hefur hún heilt yfir verið skemmtileg og málefnaleg. Undanfarnar vikur og daga hafa frambjóðendur Framsóknar ferðast um bæinn, haldið fjölda viðburða og reynt eftir fremsta megni að hitta ykkur sem flest. Takk fyrir að gefa ykkur tíma til að hitta okkur; opna fyrirtæki ykkar, heimili og jafnvel stoppa á götum úti til að eiga við okkur samtal. Stjórnmálamenn, núverandi og verðandi, hafa það meginverkefni að búa öllum samfélag til að blómstra í og nýta eigin styrk og hæfileika. Valdimar Víðisson, skólastjóri, stendur nú fremstur í stafni og leiðir öflugan hóp Framsóknar í Hafnarfirði. Valdimar er traustur og góður stjórnandi sem fær fólk með sér í lið. Eins og alvöru þjálfari og fyrirliði í senn. Hann er einlægur og sannur í því sem hann tekur sér fyrir hendur líkt og hann hefur sýnt í störfum sínum sem formaður fjölskylduráðs á kjörtímabilinu. Óhræddur við að hlusta á aðra og leitast sífellt eftir bestu mögulegu niðurstöðunni fyrir fólk og samfélagið í heild. Með samvinnu komumst við lengra. Við skulum ekki leita til þeirra sem boða byltingar, sundrung og löngu úrelta stefnu. Við skulum kjósa framfarir, skynsemi og samvinnu. Við skulum kjósa velferð og aukin lífsgæði. Við óskum eftir þínum stuðningi til góðra verka. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – XB. Höfundur er fráfarandi bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs þingmaður Framsóknar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar