Fjóla Signý er sú eina sem ræktar rófufræ á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. maí 2022 21:03 Fjóla Signý er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá henni. Íslenska Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslendingar eru sjálfbærir í rófurækt og munu því alltaf eiga þessa góðu matjurt sama hvað gengur á. Sandvíkur rófufræið er undirstaða ræktunarinnar, sem grænmetisbændur eru nú í óða önn að setja niður. Fjóla Signý Hannesdóttir er tekin við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Sandvík í Sveitarfélaginu Árborg. Hún er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá Fjólu. Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Sandvíkurfræið gefst aldrei upp, það sprettur sama hvernig sumarið er á Íslandi. „Þegar ég er búin að handvelja rófurnar bleyti ég ræturnar vel og set þær alveg á kaf ofan í holuna þannig að kálið stendur bara upp úr. Við erum sjálfbær á Íslandi í rófum núna, sem að skiptir miklu máli í þessu ástandi, það er stríð, Covid og allt svona,“ segir Fjóla Signý. Fjóla segist vera vör við það að fleiri og fleiri bændur eru að fara út í rófurækt því uppskeran er hundrað prósent örugg og rófur eru vinsælar hjá landsmönnum. „Í þessari hollustu, sem er búin að vera síðustu ár þá hefur áhuginn á rófum aukist og að borða þær sem snakk, og já, fólk borðar bara meira af rófum og íslensku grænmeti,“ bætir Fjóla við. Fjóla Signý segist vera lítil í rófuræktun en stór í fræjunum. Hún ræktar um 18 kg af fræi á ári hverju. Hún sáði síðasta sumar um 250-300 gr og fékk 15 tonn af rófum. Þannig passar hennar fræræktun fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi, sem eru á milli 900-1100 tonn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla uppsker um 15 tonn af rófum á haustin, sem þykir frekar lítið miðað við aðra rófubændur en rófufræið er hennar aðalmál því hún er sú eina á Íslandi, sem ræktar rófufræ til sölu en hún ræktar um 18 kíló af fræi á hverju ári. „Þetta er í rauninni hugsjónastarf, þetta er ekki launaða vinnan mín,“ segir Fjóla Signý enn fremur. Það er ekki bara mannfólkinu, sem þykja rófur góðar því hundurinn Vinur hjá Fjólu Signý elskar rófurnar hennar. Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Fjóla Signý Hannesdóttir er tekin við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Sandvík í Sveitarfélaginu Árborg. Hún er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá Fjólu. Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Sandvíkurfræið gefst aldrei upp, það sprettur sama hvernig sumarið er á Íslandi. „Þegar ég er búin að handvelja rófurnar bleyti ég ræturnar vel og set þær alveg á kaf ofan í holuna þannig að kálið stendur bara upp úr. Við erum sjálfbær á Íslandi í rófum núna, sem að skiptir miklu máli í þessu ástandi, það er stríð, Covid og allt svona,“ segir Fjóla Signý. Fjóla segist vera vör við það að fleiri og fleiri bændur eru að fara út í rófurækt því uppskeran er hundrað prósent örugg og rófur eru vinsælar hjá landsmönnum. „Í þessari hollustu, sem er búin að vera síðustu ár þá hefur áhuginn á rófum aukist og að borða þær sem snakk, og já, fólk borðar bara meira af rófum og íslensku grænmeti,“ bætir Fjóla við. Fjóla Signý segist vera lítil í rófuræktun en stór í fræjunum. Hún ræktar um 18 kg af fræi á ári hverju. Hún sáði síðasta sumar um 250-300 gr og fékk 15 tonn af rófum. Þannig passar hennar fræræktun fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi, sem eru á milli 900-1100 tonn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla uppsker um 15 tonn af rófum á haustin, sem þykir frekar lítið miðað við aðra rófubændur en rófufræið er hennar aðalmál því hún er sú eina á Íslandi, sem ræktar rófufræ til sölu en hún ræktar um 18 kíló af fræi á hverju ári. „Þetta er í rauninni hugsjónastarf, þetta er ekki launaða vinnan mín,“ segir Fjóla Signý enn fremur. Það er ekki bara mannfólkinu, sem þykja rófur góðar því hundurinn Vinur hjá Fjólu Signý elskar rófurnar hennar.
Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira