Efnum gefin loforð Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 7. maí 2022 13:01 Kjósendur hafa gjarnan á orði, að ekkert sé að marka loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar. Þeir standa sjaldnast við sín orð. Þetta hefur því miður laskað virðingu stjórnmálanna. Þessu þarf að breyta. En tæpast gerist það, þegar orð og efndir meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Hafnarfirði eru skoðuð. Á síðasta ári voru teknar við hátíðlega viðhöfn skóflustungur að reiðhöll hjá Sörla og knattspyrnuhúsi hjá Haukum. Það eina sem hefur gerst síðan þá er að mokað var aftur ofan í holurnar, og ekkert hefur gerst með frekari framkvæmdir. Nýjasta útspil bæjarstjóra var að lofa að útboð færi fram í lok apríl og ekkert gerðist. Og enn flæða loforðin úr búðum meirihluta Framsóknar-og Sjálfstæðisflokks nú í aðdraganda kosninga og táknrænt að loforðin eru nánast þau sömu og fyrir síðustu kosningar fyrir fjórum árum. Fækkun íbúa Dæmin um svikin loforð meirihlutans eru mörg á kjörtímabilinu. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði hefur verið langt undir áætlunum sem sést m.a. af því að íbúum Hafnarfjarðar fækkað árið 2020 sem ekki hafði gerst í sögu bæjarins frá árinu 1939. Svo segir meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að bjart sé framundan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en því miður hefur fátt verið um efndir eins og allar tölur bera með sér. Fyrirhyggjulaus sala eigna bæjarbúa Það var eins og blaut tuska framan í íbúa bæjarins þegar meirihlutinn seldi hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum m.a. til vildarvina, að eigin sögn til að bjarga bæjarsjóði frá þroti. Er það til vitnis um ábyrga fjármálastjórn? Ekkert var fjallað um einkavæðingu og sölu innviða bæjarins í aðdraganda síðustu kosninga. Hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur höfðu það á stefnuskrá sinni. Kvikubanki sá um framkvæmdina með leynisamningi og ekki upplýst hve mikið var greitt fyrir umsýsluna. Þetta var keyrt í gegn af miklu offorsi og þrátt fyrir söluna hafa skuldir á hvern íbúa hækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Þetta minnir á einkavæðingu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á grunn-og leikskóla í Hafnarfirði árið 2000, sem jafnaðarmönnum tókst að forða með stórsigri í kosningum. Eigi að síður hvíla afleiðingar af þessu ævintýri enn þungt á bæjarsjóði með fjárhagslegum skuldbindingum. Reynslan er slæm og dýrkeypt, þar sem Sjálfstæðis-og Framsóknarflokkur hafa umsjón með einkavæðingu og sölu opinberra eigna, hvort sem er í Hafnarfirði eða á landsvísu. Samráðsleysi eða samvinna og samráð Svo gekk meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks með látum í það í fyrra að hafa leikskólana opna allt sumarið. Það var gert án alls samráðs og olli mikilli óánægju meðal starfsfólksins og kom niður á faglegu starfi leikskólanna, enda var fallið frá frekari áformum nú í sumar og opnunin dregin til baka. Þá hefur áhugaleysi meirihlutans að jafna kjör ófaglærðs starfsfólks innan leikskólanna verið algjört og höfnuðu m.a. tillögu Samfylkingarinnar um að almennt starfsfólk leikskólanna fengi að nýju greitt fyrir að matast með nemendum til þess að jafna kjör starfsfólks leikskóla í Hafnarfirði á við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögum. Fólkið í bænum kvartar undan samráðsleysi. Stórar ákvarðanir eru teknar án þess að eiga samtal eða samvinnu við fólkið sem hlut eiga að máli. Það kemur m.a. fram í því að ekki er horfst í augu við vandann og fyrirspurnum er svarað seint og jafnvel ekki. Hafnfirðingar vilja vera stoltir af bænum sínum og sögunni. Þeir vilja að velferðin blómstri, jafnræði sé í fyrirrúmi og þeir vilja öflugt menningar- og íþróttastarf með traustu atvinnulífi. Jafnaðarmenn í Hafnarfirði leggja áherslu á að standa við gefin loforð með fólkinu í bænum og hefja sókn til velferðar í Hafnarfirði. XS – Að sjálfsögðu. Höfundur er í 5. sæti Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Kjósendur hafa gjarnan á orði, að ekkert sé að marka loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar. Þeir standa sjaldnast við sín orð. Þetta hefur því miður laskað virðingu stjórnmálanna. Þessu þarf að breyta. En tæpast gerist það, þegar orð og efndir meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Hafnarfirði eru skoðuð. Á síðasta ári voru teknar við hátíðlega viðhöfn skóflustungur að reiðhöll hjá Sörla og knattspyrnuhúsi hjá Haukum. Það eina sem hefur gerst síðan þá er að mokað var aftur ofan í holurnar, og ekkert hefur gerst með frekari framkvæmdir. Nýjasta útspil bæjarstjóra var að lofa að útboð færi fram í lok apríl og ekkert gerðist. Og enn flæða loforðin úr búðum meirihluta Framsóknar-og Sjálfstæðisflokks nú í aðdraganda kosninga og táknrænt að loforðin eru nánast þau sömu og fyrir síðustu kosningar fyrir fjórum árum. Fækkun íbúa Dæmin um svikin loforð meirihlutans eru mörg á kjörtímabilinu. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði hefur verið langt undir áætlunum sem sést m.a. af því að íbúum Hafnarfjarðar fækkað árið 2020 sem ekki hafði gerst í sögu bæjarins frá árinu 1939. Svo segir meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að bjart sé framundan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en því miður hefur fátt verið um efndir eins og allar tölur bera með sér. Fyrirhyggjulaus sala eigna bæjarbúa Það var eins og blaut tuska framan í íbúa bæjarins þegar meirihlutinn seldi hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum m.a. til vildarvina, að eigin sögn til að bjarga bæjarsjóði frá þroti. Er það til vitnis um ábyrga fjármálastjórn? Ekkert var fjallað um einkavæðingu og sölu innviða bæjarins í aðdraganda síðustu kosninga. Hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur höfðu það á stefnuskrá sinni. Kvikubanki sá um framkvæmdina með leynisamningi og ekki upplýst hve mikið var greitt fyrir umsýsluna. Þetta var keyrt í gegn af miklu offorsi og þrátt fyrir söluna hafa skuldir á hvern íbúa hækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Þetta minnir á einkavæðingu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á grunn-og leikskóla í Hafnarfirði árið 2000, sem jafnaðarmönnum tókst að forða með stórsigri í kosningum. Eigi að síður hvíla afleiðingar af þessu ævintýri enn þungt á bæjarsjóði með fjárhagslegum skuldbindingum. Reynslan er slæm og dýrkeypt, þar sem Sjálfstæðis-og Framsóknarflokkur hafa umsjón með einkavæðingu og sölu opinberra eigna, hvort sem er í Hafnarfirði eða á landsvísu. Samráðsleysi eða samvinna og samráð Svo gekk meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks með látum í það í fyrra að hafa leikskólana opna allt sumarið. Það var gert án alls samráðs og olli mikilli óánægju meðal starfsfólksins og kom niður á faglegu starfi leikskólanna, enda var fallið frá frekari áformum nú í sumar og opnunin dregin til baka. Þá hefur áhugaleysi meirihlutans að jafna kjör ófaglærðs starfsfólks innan leikskólanna verið algjört og höfnuðu m.a. tillögu Samfylkingarinnar um að almennt starfsfólk leikskólanna fengi að nýju greitt fyrir að matast með nemendum til þess að jafna kjör starfsfólks leikskóla í Hafnarfirði á við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögum. Fólkið í bænum kvartar undan samráðsleysi. Stórar ákvarðanir eru teknar án þess að eiga samtal eða samvinnu við fólkið sem hlut eiga að máli. Það kemur m.a. fram í því að ekki er horfst í augu við vandann og fyrirspurnum er svarað seint og jafnvel ekki. Hafnfirðingar vilja vera stoltir af bænum sínum og sögunni. Þeir vilja að velferðin blómstri, jafnræði sé í fyrirrúmi og þeir vilja öflugt menningar- og íþróttastarf með traustu atvinnulífi. Jafnaðarmenn í Hafnarfirði leggja áherslu á að standa við gefin loforð með fólkinu í bænum og hefja sókn til velferðar í Hafnarfirði. XS – Að sjálfsögðu. Höfundur er í 5. sæti Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands í Hafnarfirði.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar