Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir yfirlýsingar um „þjóðarhöll“ Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 11:09 Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir viljayfirlýsingar um að nú eigi að reisa þjóðarhöll og ráða niðurlögum verðbólgu. Slíkan innistæðulausan fagurgala megi rekja til þess að nú eru að koma kosningar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur eitt og annað við framgöngu ráðamanna að athuga nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Sigmundur Davíð segir stjórnmálaflokkana þá sem eru við völd keppast við að gefa út yfirlýsingar um hvað eina um þessar mundir. En út frá hans bæjardyrum séð er um að ræða innistæðulausan fagurgala. Og ljóst að nokkur aðstöðumunur er milli flokka hvað þetta varðar að gefa út loforð um hitt og þetta sem gæti kallað fram gott veður hjá kjósendum. „Allt í einu birtist viljayfirlýsing um „þjóðarhöll”. Líklega vita flestir, í ljósi reynslunnar, að slík yfirlýsing hefur litla þýðingu. Enda ríkisstjórnin NÝBÚIN að samþykkja 5 ára fjármálaáætlun þar sem hvergi er minnst á þjóðarhöll,“ segir Sigmundur Davíð í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í vikunni. Sigmundur Davíð telur þar vera um að ræða orðin tóm. Hann bendir á að samdægurs hafi svo verið tilkynnt af hálfu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að takast á við verðbólguna – sem passi því það eru að koma kosningar: „Gallinn er bara sá að engin „aðgerðanna” dregur úr verðbólgu. -Þvert á móti. Það er eðlilegt að láta bætur fylgja verðlagsþróun en það dregur ekki úr verðbólgu.“ Sigmundur Davíð segi leiðina til að draga úr verðbólgu sé að lækka álögur svo sem gríðarhá gjöld á eldsneyti og önnur aðföng: „Í staðinn rukkar ríkið meira en nokkru sinni fyrr, leggur á ný refsigjöld og eykur þannig verðbólgu og hækkar lánin,“ segir Sigmundur Davíð. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Reykjavík Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag. 6. maí 2022 08:16 Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Sigmundur Davíð segir stjórnmálaflokkana þá sem eru við völd keppast við að gefa út yfirlýsingar um hvað eina um þessar mundir. En út frá hans bæjardyrum séð er um að ræða innistæðulausan fagurgala. Og ljóst að nokkur aðstöðumunur er milli flokka hvað þetta varðar að gefa út loforð um hitt og þetta sem gæti kallað fram gott veður hjá kjósendum. „Allt í einu birtist viljayfirlýsing um „þjóðarhöll”. Líklega vita flestir, í ljósi reynslunnar, að slík yfirlýsing hefur litla þýðingu. Enda ríkisstjórnin NÝBÚIN að samþykkja 5 ára fjármálaáætlun þar sem hvergi er minnst á þjóðarhöll,“ segir Sigmundur Davíð í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í vikunni. Sigmundur Davíð telur þar vera um að ræða orðin tóm. Hann bendir á að samdægurs hafi svo verið tilkynnt af hálfu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að takast á við verðbólguna – sem passi því það eru að koma kosningar: „Gallinn er bara sá að engin „aðgerðanna” dregur úr verðbólgu. -Þvert á móti. Það er eðlilegt að láta bætur fylgja verðlagsþróun en það dregur ekki úr verðbólgu.“ Sigmundur Davíð segi leiðina til að draga úr verðbólgu sé að lækka álögur svo sem gríðarhá gjöld á eldsneyti og önnur aðföng: „Í staðinn rukkar ríkið meira en nokkru sinni fyrr, leggur á ný refsigjöld og eykur þannig verðbólgu og hækkar lánin,“ segir Sigmundur Davíð.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Reykjavík Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag. 6. maí 2022 08:16 Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag. 6. maí 2022 08:16
Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52