Hef alltaf tileinkað mér það að leggja bara frekar meira á mig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2022 21:50 Arnór Smárason skoraði annað mark Vals í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnór Smárason, leikmaður Vals, gerði annað mark Valsmanna og kom þeim yfir 2-1 gegn FH í kvöld en leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Arnór segir liðið vera nokkuð sátt með stigið. „Heilt yfir fannst mér þetta vera fínn leikur en við erum auðvitað svekktir með að vera komnir yfir 2-1 og fá bara eitt stig út úr þessu. Samt sem áður getum við alveg verið nokkuð ánægðir með að hafa komið til baka eftir að hafa lent undir. Jafntefli líklega sanngjörn úrslit,“ sagði Arnór Smárason um leikinn. Markið í kvöld var annað mark Arnórs fyrir Val í Bestu deildinni en hann hefur ekki enn verið í byrjunarliði liðsins. Arnór segist velja það að gefa frekar enn meira af sér. „Maður er auðvitað, fyrir það fyrsta, alltaf svekktur að fá ekki að vera í byrjunarliðinu en það er tvennt í stöðunni. Maður getur annað hvort farið í fýlu og gefið skít í liðið sem er aldrei gott til lengri tíma eða þá að maður getur bara lagt ennþá meira á sig og gefið ennþá meira af sér. Ég hef alltaf tileinkað mér það að leggja bara frekar meira á mig og sýna það inná vellinum að ég eigi að vera í liðinu. Ég er núna búinn að skora tvö mörk sem er bara flott og ég set þá allavega alvöru pressu á þá sem velja liðið,“ sagði Arnór. Arnór kom inná á miðjuna en færðist svo framar þegar leið á hans tíma inni á vellinum. Hann vill meina að það sé þar sem honum líði best. „Ég færði mig aðeins framar þarna undir lokin og það er í raun þar sem ég hef spilað allan minn feril. Þá annað hvort í ‚holunni‘ eða úti á kanti. Mér líður best þar í að búa til svæði, taka hlaup og skapa eitthvað. Ég hef lítið spilað þarna í ‚sexunni‘ á ferlinum. Það er miklu meiri varnarleikur og svona sem ég er ekkert endilega mjög vanur þannig að mér líður best í sókninni og þar hef ég mest verið,“ sagði Arnór Smárason. Að lokum var Arnór svo spurður út í fagnið en hann fagnaði með því að setja bolta undir treyjuna og þumallinn í munninn. „Kærastan mín er ólétt og við erum að fara að eignast okkar annað barn. Ég fagnaði svona eftir mark áður en Saga, dóttir mín, fæddist svo mér fannst tilvalið að henda í þetta aftur,“ sagði Arnór og Vísir óskar þeim til hamingju með það. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Heilt yfir fannst mér þetta vera fínn leikur en við erum auðvitað svekktir með að vera komnir yfir 2-1 og fá bara eitt stig út úr þessu. Samt sem áður getum við alveg verið nokkuð ánægðir með að hafa komið til baka eftir að hafa lent undir. Jafntefli líklega sanngjörn úrslit,“ sagði Arnór Smárason um leikinn. Markið í kvöld var annað mark Arnórs fyrir Val í Bestu deildinni en hann hefur ekki enn verið í byrjunarliði liðsins. Arnór segist velja það að gefa frekar enn meira af sér. „Maður er auðvitað, fyrir það fyrsta, alltaf svekktur að fá ekki að vera í byrjunarliðinu en það er tvennt í stöðunni. Maður getur annað hvort farið í fýlu og gefið skít í liðið sem er aldrei gott til lengri tíma eða þá að maður getur bara lagt ennþá meira á sig og gefið ennþá meira af sér. Ég hef alltaf tileinkað mér það að leggja bara frekar meira á mig og sýna það inná vellinum að ég eigi að vera í liðinu. Ég er núna búinn að skora tvö mörk sem er bara flott og ég set þá allavega alvöru pressu á þá sem velja liðið,“ sagði Arnór. Arnór kom inná á miðjuna en færðist svo framar þegar leið á hans tíma inni á vellinum. Hann vill meina að það sé þar sem honum líði best. „Ég færði mig aðeins framar þarna undir lokin og það er í raun þar sem ég hef spilað allan minn feril. Þá annað hvort í ‚holunni‘ eða úti á kanti. Mér líður best þar í að búa til svæði, taka hlaup og skapa eitthvað. Ég hef lítið spilað þarna í ‚sexunni‘ á ferlinum. Það er miklu meiri varnarleikur og svona sem ég er ekkert endilega mjög vanur þannig að mér líður best í sókninni og þar hef ég mest verið,“ sagði Arnór Smárason. Að lokum var Arnór svo spurður út í fagnið en hann fagnaði með því að setja bolta undir treyjuna og þumallinn í munninn. „Kærastan mín er ólétt og við erum að fara að eignast okkar annað barn. Ég fagnaði svona eftir mark áður en Saga, dóttir mín, fæddist svo mér fannst tilvalið að henda í þetta aftur,“ sagði Arnór og Vísir óskar þeim til hamingju með það. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira