Hef alltaf tileinkað mér það að leggja bara frekar meira á mig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2022 21:50 Arnór Smárason skoraði annað mark Vals í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnór Smárason, leikmaður Vals, gerði annað mark Valsmanna og kom þeim yfir 2-1 gegn FH í kvöld en leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Arnór segir liðið vera nokkuð sátt með stigið. „Heilt yfir fannst mér þetta vera fínn leikur en við erum auðvitað svekktir með að vera komnir yfir 2-1 og fá bara eitt stig út úr þessu. Samt sem áður getum við alveg verið nokkuð ánægðir með að hafa komið til baka eftir að hafa lent undir. Jafntefli líklega sanngjörn úrslit,“ sagði Arnór Smárason um leikinn. Markið í kvöld var annað mark Arnórs fyrir Val í Bestu deildinni en hann hefur ekki enn verið í byrjunarliði liðsins. Arnór segist velja það að gefa frekar enn meira af sér. „Maður er auðvitað, fyrir það fyrsta, alltaf svekktur að fá ekki að vera í byrjunarliðinu en það er tvennt í stöðunni. Maður getur annað hvort farið í fýlu og gefið skít í liðið sem er aldrei gott til lengri tíma eða þá að maður getur bara lagt ennþá meira á sig og gefið ennþá meira af sér. Ég hef alltaf tileinkað mér það að leggja bara frekar meira á mig og sýna það inná vellinum að ég eigi að vera í liðinu. Ég er núna búinn að skora tvö mörk sem er bara flott og ég set þá allavega alvöru pressu á þá sem velja liðið,“ sagði Arnór. Arnór kom inná á miðjuna en færðist svo framar þegar leið á hans tíma inni á vellinum. Hann vill meina að það sé þar sem honum líði best. „Ég færði mig aðeins framar þarna undir lokin og það er í raun þar sem ég hef spilað allan minn feril. Þá annað hvort í ‚holunni‘ eða úti á kanti. Mér líður best þar í að búa til svæði, taka hlaup og skapa eitthvað. Ég hef lítið spilað þarna í ‚sexunni‘ á ferlinum. Það er miklu meiri varnarleikur og svona sem ég er ekkert endilega mjög vanur þannig að mér líður best í sókninni og þar hef ég mest verið,“ sagði Arnór Smárason. Að lokum var Arnór svo spurður út í fagnið en hann fagnaði með því að setja bolta undir treyjuna og þumallinn í munninn. „Kærastan mín er ólétt og við erum að fara að eignast okkar annað barn. Ég fagnaði svona eftir mark áður en Saga, dóttir mín, fæddist svo mér fannst tilvalið að henda í þetta aftur,“ sagði Arnór og Vísir óskar þeim til hamingju með það. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
„Heilt yfir fannst mér þetta vera fínn leikur en við erum auðvitað svekktir með að vera komnir yfir 2-1 og fá bara eitt stig út úr þessu. Samt sem áður getum við alveg verið nokkuð ánægðir með að hafa komið til baka eftir að hafa lent undir. Jafntefli líklega sanngjörn úrslit,“ sagði Arnór Smárason um leikinn. Markið í kvöld var annað mark Arnórs fyrir Val í Bestu deildinni en hann hefur ekki enn verið í byrjunarliði liðsins. Arnór segist velja það að gefa frekar enn meira af sér. „Maður er auðvitað, fyrir það fyrsta, alltaf svekktur að fá ekki að vera í byrjunarliðinu en það er tvennt í stöðunni. Maður getur annað hvort farið í fýlu og gefið skít í liðið sem er aldrei gott til lengri tíma eða þá að maður getur bara lagt ennþá meira á sig og gefið ennþá meira af sér. Ég hef alltaf tileinkað mér það að leggja bara frekar meira á mig og sýna það inná vellinum að ég eigi að vera í liðinu. Ég er núna búinn að skora tvö mörk sem er bara flott og ég set þá allavega alvöru pressu á þá sem velja liðið,“ sagði Arnór. Arnór kom inná á miðjuna en færðist svo framar þegar leið á hans tíma inni á vellinum. Hann vill meina að það sé þar sem honum líði best. „Ég færði mig aðeins framar þarna undir lokin og það er í raun þar sem ég hef spilað allan minn feril. Þá annað hvort í ‚holunni‘ eða úti á kanti. Mér líður best þar í að búa til svæði, taka hlaup og skapa eitthvað. Ég hef lítið spilað þarna í ‚sexunni‘ á ferlinum. Það er miklu meiri varnarleikur og svona sem ég er ekkert endilega mjög vanur þannig að mér líður best í sókninni og þar hef ég mest verið,“ sagði Arnór Smárason. Að lokum var Arnór svo spurður út í fagnið en hann fagnaði með því að setja bolta undir treyjuna og þumallinn í munninn. „Kærastan mín er ólétt og við erum að fara að eignast okkar annað barn. Ég fagnaði svona eftir mark áður en Saga, dóttir mín, fæddist svo mér fannst tilvalið að henda í þetta aftur,“ sagði Arnór og Vísir óskar þeim til hamingju með það. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira