Borgarfulltrúi einmanaleikans Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 6. maí 2022 12:16 Við verðum öll einmanna stundum og flestir hafa fengið smjörþefin af því núna undanfarið í heimsfaraldrinum hversu erfitt það getur verið að upplifa félagslega einangrun og einmanaleika. Mjög margir foreldrar hafa verið að takast á við aukin kvíða og þunglyndi unglinga sem fóru illa á því tímabili án þess að hafa félagslífið sem mikil þörf er á á þeim mótunar árum. Þeir sem eiga foreldra eða ættingja sem eru á hjúkrunar- eða dvalaheimili og voru þar innilokaðir eða eiga ættingja sem eru eldri og viðkvæmari gátu vart sofið fyrir áhyggjum af þeim. Eftir að hafa verið innilokaðir, vegna heimsfaraldurs ,eru margir sem áður voru félagslega sterkir enn að fóta sig í að byggja upp félagsleg tengsl á ný. Heilsufarsleg áhrif einmanaleika eru mikil. Í gegnum tíðina hafa fræðimenn og aðrir reynt að sýna fram á alvarleika einmanaleika og félagslegrar einangrunar. Við erum hjarðdýr sem þurfum á hvert öðru að halda og andlegir kvillar ná fljótt fótfestu ef við upplifum okkur ein, þá er fokið í flest skjól. Árið 2018 stofnuðu Bretar nýja ráðherrastöðu, ráðherra einmanaleikans og Japanir hafa fylgt í fótspor þeirra. Hlutverk ráðherra á þessu sviði er að draga úr einmanaleika og félagslegri einangrun landsbúa með því að greina áhættuþætti og innleiða úrræði. Þeir eru einnig ábyrgir fyrir að skipuleggja og stuðla að afþreyingu sem dregur einmanaleika og verndar vina- og fjölskyldusambönd. Framsókn vill greina áhættuþætti einmanaleika í hverfum borgarinnar og allri starfsemi Reykjavíkurborgar. Við þurfum að innleiða úrræði og takast á við þennan heimsfaraldur nútímans saman þannig að þeir hópar sem eru viðkvæmastir fái stuðning og upplifi sig vera hluti af samfélagi borgarinnar. Við reynum saman að draga úr úr kvíða og þunglyndi og bregðast við nú á öld einmanaleika. Geðheilbrigði þarf að fá bæði athygli og stuðning sem sjálfsagður hluti af lýðheilbrigði almennt þess vegna þarf hugsanlega fulltrúa einmanaleikans í Reykjavíkurborg. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árelía Eydís Guðmundsdóttir Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Við verðum öll einmanna stundum og flestir hafa fengið smjörþefin af því núna undanfarið í heimsfaraldrinum hversu erfitt það getur verið að upplifa félagslega einangrun og einmanaleika. Mjög margir foreldrar hafa verið að takast á við aukin kvíða og þunglyndi unglinga sem fóru illa á því tímabili án þess að hafa félagslífið sem mikil þörf er á á þeim mótunar árum. Þeir sem eiga foreldra eða ættingja sem eru á hjúkrunar- eða dvalaheimili og voru þar innilokaðir eða eiga ættingja sem eru eldri og viðkvæmari gátu vart sofið fyrir áhyggjum af þeim. Eftir að hafa verið innilokaðir, vegna heimsfaraldurs ,eru margir sem áður voru félagslega sterkir enn að fóta sig í að byggja upp félagsleg tengsl á ný. Heilsufarsleg áhrif einmanaleika eru mikil. Í gegnum tíðina hafa fræðimenn og aðrir reynt að sýna fram á alvarleika einmanaleika og félagslegrar einangrunar. Við erum hjarðdýr sem þurfum á hvert öðru að halda og andlegir kvillar ná fljótt fótfestu ef við upplifum okkur ein, þá er fokið í flest skjól. Árið 2018 stofnuðu Bretar nýja ráðherrastöðu, ráðherra einmanaleikans og Japanir hafa fylgt í fótspor þeirra. Hlutverk ráðherra á þessu sviði er að draga úr einmanaleika og félagslegri einangrun landsbúa með því að greina áhættuþætti og innleiða úrræði. Þeir eru einnig ábyrgir fyrir að skipuleggja og stuðla að afþreyingu sem dregur einmanaleika og verndar vina- og fjölskyldusambönd. Framsókn vill greina áhættuþætti einmanaleika í hverfum borgarinnar og allri starfsemi Reykjavíkurborgar. Við þurfum að innleiða úrræði og takast á við þennan heimsfaraldur nútímans saman þannig að þeir hópar sem eru viðkvæmastir fái stuðning og upplifi sig vera hluti af samfélagi borgarinnar. Við reynum saman að draga úr úr kvíða og þunglyndi og bregðast við nú á öld einmanaleika. Geðheilbrigði þarf að fá bæði athygli og stuðning sem sjálfsagður hluti af lýðheilbrigði almennt þess vegna þarf hugsanlega fulltrúa einmanaleikans í Reykjavíkurborg. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar