Borgarfulltrúi einmanaleikans Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 6. maí 2022 12:16 Við verðum öll einmanna stundum og flestir hafa fengið smjörþefin af því núna undanfarið í heimsfaraldrinum hversu erfitt það getur verið að upplifa félagslega einangrun og einmanaleika. Mjög margir foreldrar hafa verið að takast á við aukin kvíða og þunglyndi unglinga sem fóru illa á því tímabili án þess að hafa félagslífið sem mikil þörf er á á þeim mótunar árum. Þeir sem eiga foreldra eða ættingja sem eru á hjúkrunar- eða dvalaheimili og voru þar innilokaðir eða eiga ættingja sem eru eldri og viðkvæmari gátu vart sofið fyrir áhyggjum af þeim. Eftir að hafa verið innilokaðir, vegna heimsfaraldurs ,eru margir sem áður voru félagslega sterkir enn að fóta sig í að byggja upp félagsleg tengsl á ný. Heilsufarsleg áhrif einmanaleika eru mikil. Í gegnum tíðina hafa fræðimenn og aðrir reynt að sýna fram á alvarleika einmanaleika og félagslegrar einangrunar. Við erum hjarðdýr sem þurfum á hvert öðru að halda og andlegir kvillar ná fljótt fótfestu ef við upplifum okkur ein, þá er fokið í flest skjól. Árið 2018 stofnuðu Bretar nýja ráðherrastöðu, ráðherra einmanaleikans og Japanir hafa fylgt í fótspor þeirra. Hlutverk ráðherra á þessu sviði er að draga úr einmanaleika og félagslegri einangrun landsbúa með því að greina áhættuþætti og innleiða úrræði. Þeir eru einnig ábyrgir fyrir að skipuleggja og stuðla að afþreyingu sem dregur einmanaleika og verndar vina- og fjölskyldusambönd. Framsókn vill greina áhættuþætti einmanaleika í hverfum borgarinnar og allri starfsemi Reykjavíkurborgar. Við þurfum að innleiða úrræði og takast á við þennan heimsfaraldur nútímans saman þannig að þeir hópar sem eru viðkvæmastir fái stuðning og upplifi sig vera hluti af samfélagi borgarinnar. Við reynum saman að draga úr úr kvíða og þunglyndi og bregðast við nú á öld einmanaleika. Geðheilbrigði þarf að fá bæði athygli og stuðning sem sjálfsagður hluti af lýðheilbrigði almennt þess vegna þarf hugsanlega fulltrúa einmanaleikans í Reykjavíkurborg. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árelía Eydís Guðmundsdóttir Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Við verðum öll einmanna stundum og flestir hafa fengið smjörþefin af því núna undanfarið í heimsfaraldrinum hversu erfitt það getur verið að upplifa félagslega einangrun og einmanaleika. Mjög margir foreldrar hafa verið að takast á við aukin kvíða og þunglyndi unglinga sem fóru illa á því tímabili án þess að hafa félagslífið sem mikil þörf er á á þeim mótunar árum. Þeir sem eiga foreldra eða ættingja sem eru á hjúkrunar- eða dvalaheimili og voru þar innilokaðir eða eiga ættingja sem eru eldri og viðkvæmari gátu vart sofið fyrir áhyggjum af þeim. Eftir að hafa verið innilokaðir, vegna heimsfaraldurs ,eru margir sem áður voru félagslega sterkir enn að fóta sig í að byggja upp félagsleg tengsl á ný. Heilsufarsleg áhrif einmanaleika eru mikil. Í gegnum tíðina hafa fræðimenn og aðrir reynt að sýna fram á alvarleika einmanaleika og félagslegrar einangrunar. Við erum hjarðdýr sem þurfum á hvert öðru að halda og andlegir kvillar ná fljótt fótfestu ef við upplifum okkur ein, þá er fokið í flest skjól. Árið 2018 stofnuðu Bretar nýja ráðherrastöðu, ráðherra einmanaleikans og Japanir hafa fylgt í fótspor þeirra. Hlutverk ráðherra á þessu sviði er að draga úr einmanaleika og félagslegri einangrun landsbúa með því að greina áhættuþætti og innleiða úrræði. Þeir eru einnig ábyrgir fyrir að skipuleggja og stuðla að afþreyingu sem dregur einmanaleika og verndar vina- og fjölskyldusambönd. Framsókn vill greina áhættuþætti einmanaleika í hverfum borgarinnar og allri starfsemi Reykjavíkurborgar. Við þurfum að innleiða úrræði og takast á við þennan heimsfaraldur nútímans saman þannig að þeir hópar sem eru viðkvæmastir fái stuðning og upplifi sig vera hluti af samfélagi borgarinnar. Við reynum saman að draga úr úr kvíða og þunglyndi og bregðast við nú á öld einmanaleika. Geðheilbrigði þarf að fá bæði athygli og stuðning sem sjálfsagður hluti af lýðheilbrigði almennt þess vegna þarf hugsanlega fulltrúa einmanaleikans í Reykjavíkurborg. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar