Auðkýfingur ætlar að reisa fimm stjörnu hótel við Skálafell Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2022 08:36 Vincent Tan, stofnandi Berjaya Corporation og eigandi Cardiff City Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan hefur í hyggju að reisa fimm stjörnu hótel í nágrenni skíðasvæðisins í Skálafelli. Borgarstjóri lagði fram viljayfirlýsingu um byggingu hótelsins á fundi borgarráðs í gær og var hún samþykkt. Í greinargerð með tillögu borgarstjóra kemur fram að uppbygging á ferðaþjónustu á svæðinu sé í samræmi við aðalskipulag, ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar og áform Reykjavíkurborgar í Græna planinu um styrkingu á svæðum í námunda við græna trefilinn og helstu útivistarsvæði borgarinnar. Berjaya Land Berhad, fyrirtæki í eigu Vincent Tan, á og rekur í gegnum dótturfélög sín fasteignaþróunar- og fasteignafélög, hótel og aðra gistitengdaþjónustu. Berjaya hefur í hyggju að byggja upp fimm stjörnu hótel við Kýrhólaflóa, sem er hluti af eyðibýlinu Stardalur undir merkjum Four Seasons. Gert er ráð fyrir að á hótelinu verði heilsulind, baðlón og öllu því sem tilheyrir fimm stjörnu ferðaþjónustu. Áhersla yrði lögð á kyrrð, heilsu og útivist. Um yrði að ræða mikla fjárfestingu og fjölmennan vinnustað, segir í greinargerð borgarstjóra. Í bréfi frá Berjaya segir að um 250 herbergi verði á hótelinu en einnig lítil hús fyrir einkagesti. Þarna verði einblínt á ferðamennsku að vetri til í samstarfi við skíðasvæðið í Skálafelli. Alex Tan Ghee Keong, fulltrúi Berjaya Land Berhard í verkefninu, skrifar undir yfirlýsinguna ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Vincent Tan er eigandi knattspyrnufélagsins Cardiff City sem um tíma spilaði í ensku úrvalsdeildinni þegar Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði lék með liðinu. Berjaya hefur þegar fjárfest töluvert hér á landi en í fyrra gekk fyrirtækið frá kaupum á Icelandair Hotels. Skíðasvæði Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Borgarstjórn Tengdar fréttir Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Sjá meira
Í greinargerð með tillögu borgarstjóra kemur fram að uppbygging á ferðaþjónustu á svæðinu sé í samræmi við aðalskipulag, ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar og áform Reykjavíkurborgar í Græna planinu um styrkingu á svæðum í námunda við græna trefilinn og helstu útivistarsvæði borgarinnar. Berjaya Land Berhad, fyrirtæki í eigu Vincent Tan, á og rekur í gegnum dótturfélög sín fasteignaþróunar- og fasteignafélög, hótel og aðra gistitengdaþjónustu. Berjaya hefur í hyggju að byggja upp fimm stjörnu hótel við Kýrhólaflóa, sem er hluti af eyðibýlinu Stardalur undir merkjum Four Seasons. Gert er ráð fyrir að á hótelinu verði heilsulind, baðlón og öllu því sem tilheyrir fimm stjörnu ferðaþjónustu. Áhersla yrði lögð á kyrrð, heilsu og útivist. Um yrði að ræða mikla fjárfestingu og fjölmennan vinnustað, segir í greinargerð borgarstjóra. Í bréfi frá Berjaya segir að um 250 herbergi verði á hótelinu en einnig lítil hús fyrir einkagesti. Þarna verði einblínt á ferðamennsku að vetri til í samstarfi við skíðasvæðið í Skálafelli. Alex Tan Ghee Keong, fulltrúi Berjaya Land Berhard í verkefninu, skrifar undir yfirlýsinguna ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Vincent Tan er eigandi knattspyrnufélagsins Cardiff City sem um tíma spilaði í ensku úrvalsdeildinni þegar Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði lék með liðinu. Berjaya hefur þegar fjárfest töluvert hér á landi en í fyrra gekk fyrirtækið frá kaupum á Icelandair Hotels.
Skíðasvæði Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Borgarstjórn Tengdar fréttir Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Sjá meira
Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33