Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2022 22:14 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Kenneth Ferriera Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að her Bandaríkjanna gæti skotið eldflaugum á Mexíkó. Þannig væri hægt að þurrka út fíkniefnaframleiðendur Mexíkó og verksmiðjur þeirra. Þetta segir Esper í nýrri bók og segir hann að Trump hafi sagt að mögulegt væri að halda þessum eldflaugaárásum leyndum. Samkvæmt Esper var þetta árið 2020 og sagði hann að allir í herberginu hefðu verið gáttaðir vegna þessarar uppástungu, sem vert er að taka fram að ekkert varð af. Trump mun hafa spurt Esper minnst tvisvar sinnum hvort þetta væri ekki hægt og sagði forsetinn ástæðuna vera að Mexíkóar hefðu ekki stjórn á landi þeirra. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari. Segir Trump samviskulausan og sjálfselskan Bók Espers verður gefin út í næstu viku en New York Times hefur eftir honum að honum hafi fundist hann vera að skrifa samtímasögu Bandaríkjanna. Einnig er haft eftir honum að Trump ætti ekki að vera í valdastöðu vegna þess að hann væri samviskulaus og sjálfselskur. Sjá einnig: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Hann segir að eftir að Trump var sýknaður af ákæru fyrir embættisbrot í fyrra skiptið hafi hann hagað sér eins og engin bönd væru á honum. Allar hans ákvarðanir í embætti hafi snúist um endurkjör hans. Spurði hvort hægt væri að skjóta mótmælendur Eftir umfangsmikil mótmæli víða um Bandaríkin í kjölfar morðs lögregluþjóna á George Floyd, segir Esper að Trump hafi lagt til að senda tíu þúsund hermenn á götur Washington DC til að stöðva mótmæli. „Getið þið ekki bara skotið þau?“ er Trump sagður hafa spurt um mótmælendur. Esper fer einnig hörðum orðum um Stephen Miller, sem var áhrifamikill ráðgjafi Trumps. hann segir Miller hafa einu sinni lagt til að senda 250 þúsund hermenn að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó vegna flótta- og farandfólks sem átti að vera á leiðinni til Bandaríkjanna. Esper sagði Bandaríkin ekki geta sent 250 þúsund hermenn í „svoleiðis vitleysu“. Vildi dýfa höfði Baghdadis í svínsblóð Ráðherrann fyrrverandi segir að þegar verið var að fylgjast með árásinni þar sem Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp, hafi Miller lagt til að hermenn tækju höfuð leiðtoga Íslamska ríkisins svo hægt væri að dýfa því í svínsblóð og sína opinberlega til að draga móðinn úr öðrum hryðjuverkamönnum. Esper segist hafa bent Miller á að slíkt væri stríðsglæpur. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Hernaður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Þetta segir Esper í nýrri bók og segir hann að Trump hafi sagt að mögulegt væri að halda þessum eldflaugaárásum leyndum. Samkvæmt Esper var þetta árið 2020 og sagði hann að allir í herberginu hefðu verið gáttaðir vegna þessarar uppástungu, sem vert er að taka fram að ekkert varð af. Trump mun hafa spurt Esper minnst tvisvar sinnum hvort þetta væri ekki hægt og sagði forsetinn ástæðuna vera að Mexíkóar hefðu ekki stjórn á landi þeirra. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari. Segir Trump samviskulausan og sjálfselskan Bók Espers verður gefin út í næstu viku en New York Times hefur eftir honum að honum hafi fundist hann vera að skrifa samtímasögu Bandaríkjanna. Einnig er haft eftir honum að Trump ætti ekki að vera í valdastöðu vegna þess að hann væri samviskulaus og sjálfselskur. Sjá einnig: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Hann segir að eftir að Trump var sýknaður af ákæru fyrir embættisbrot í fyrra skiptið hafi hann hagað sér eins og engin bönd væru á honum. Allar hans ákvarðanir í embætti hafi snúist um endurkjör hans. Spurði hvort hægt væri að skjóta mótmælendur Eftir umfangsmikil mótmæli víða um Bandaríkin í kjölfar morðs lögregluþjóna á George Floyd, segir Esper að Trump hafi lagt til að senda tíu þúsund hermenn á götur Washington DC til að stöðva mótmæli. „Getið þið ekki bara skotið þau?“ er Trump sagður hafa spurt um mótmælendur. Esper fer einnig hörðum orðum um Stephen Miller, sem var áhrifamikill ráðgjafi Trumps. hann segir Miller hafa einu sinni lagt til að senda 250 þúsund hermenn að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó vegna flótta- og farandfólks sem átti að vera á leiðinni til Bandaríkjanna. Esper sagði Bandaríkin ekki geta sent 250 þúsund hermenn í „svoleiðis vitleysu“. Vildi dýfa höfði Baghdadis í svínsblóð Ráðherrann fyrrverandi segir að þegar verið var að fylgjast með árásinni þar sem Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp, hafi Miller lagt til að hermenn tækju höfuð leiðtoga Íslamska ríkisins svo hægt væri að dýfa því í svínsblóð og sína opinberlega til að draga móðinn úr öðrum hryðjuverkamönnum. Esper segist hafa bent Miller á að slíkt væri stríðsglæpur.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Hernaður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira