Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2022 22:14 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Kenneth Ferriera Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að her Bandaríkjanna gæti skotið eldflaugum á Mexíkó. Þannig væri hægt að þurrka út fíkniefnaframleiðendur Mexíkó og verksmiðjur þeirra. Þetta segir Esper í nýrri bók og segir hann að Trump hafi sagt að mögulegt væri að halda þessum eldflaugaárásum leyndum. Samkvæmt Esper var þetta árið 2020 og sagði hann að allir í herberginu hefðu verið gáttaðir vegna þessarar uppástungu, sem vert er að taka fram að ekkert varð af. Trump mun hafa spurt Esper minnst tvisvar sinnum hvort þetta væri ekki hægt og sagði forsetinn ástæðuna vera að Mexíkóar hefðu ekki stjórn á landi þeirra. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari. Segir Trump samviskulausan og sjálfselskan Bók Espers verður gefin út í næstu viku en New York Times hefur eftir honum að honum hafi fundist hann vera að skrifa samtímasögu Bandaríkjanna. Einnig er haft eftir honum að Trump ætti ekki að vera í valdastöðu vegna þess að hann væri samviskulaus og sjálfselskur. Sjá einnig: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Hann segir að eftir að Trump var sýknaður af ákæru fyrir embættisbrot í fyrra skiptið hafi hann hagað sér eins og engin bönd væru á honum. Allar hans ákvarðanir í embætti hafi snúist um endurkjör hans. Spurði hvort hægt væri að skjóta mótmælendur Eftir umfangsmikil mótmæli víða um Bandaríkin í kjölfar morðs lögregluþjóna á George Floyd, segir Esper að Trump hafi lagt til að senda tíu þúsund hermenn á götur Washington DC til að stöðva mótmæli. „Getið þið ekki bara skotið þau?“ er Trump sagður hafa spurt um mótmælendur. Esper fer einnig hörðum orðum um Stephen Miller, sem var áhrifamikill ráðgjafi Trumps. hann segir Miller hafa einu sinni lagt til að senda 250 þúsund hermenn að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó vegna flótta- og farandfólks sem átti að vera á leiðinni til Bandaríkjanna. Esper sagði Bandaríkin ekki geta sent 250 þúsund hermenn í „svoleiðis vitleysu“. Vildi dýfa höfði Baghdadis í svínsblóð Ráðherrann fyrrverandi segir að þegar verið var að fylgjast með árásinni þar sem Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp, hafi Miller lagt til að hermenn tækju höfuð leiðtoga Íslamska ríkisins svo hægt væri að dýfa því í svínsblóð og sína opinberlega til að draga móðinn úr öðrum hryðjuverkamönnum. Esper segist hafa bent Miller á að slíkt væri stríðsglæpur. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Hernaður Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Þetta segir Esper í nýrri bók og segir hann að Trump hafi sagt að mögulegt væri að halda þessum eldflaugaárásum leyndum. Samkvæmt Esper var þetta árið 2020 og sagði hann að allir í herberginu hefðu verið gáttaðir vegna þessarar uppástungu, sem vert er að taka fram að ekkert varð af. Trump mun hafa spurt Esper minnst tvisvar sinnum hvort þetta væri ekki hægt og sagði forsetinn ástæðuna vera að Mexíkóar hefðu ekki stjórn á landi þeirra. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari. Segir Trump samviskulausan og sjálfselskan Bók Espers verður gefin út í næstu viku en New York Times hefur eftir honum að honum hafi fundist hann vera að skrifa samtímasögu Bandaríkjanna. Einnig er haft eftir honum að Trump ætti ekki að vera í valdastöðu vegna þess að hann væri samviskulaus og sjálfselskur. Sjá einnig: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Hann segir að eftir að Trump var sýknaður af ákæru fyrir embættisbrot í fyrra skiptið hafi hann hagað sér eins og engin bönd væru á honum. Allar hans ákvarðanir í embætti hafi snúist um endurkjör hans. Spurði hvort hægt væri að skjóta mótmælendur Eftir umfangsmikil mótmæli víða um Bandaríkin í kjölfar morðs lögregluþjóna á George Floyd, segir Esper að Trump hafi lagt til að senda tíu þúsund hermenn á götur Washington DC til að stöðva mótmæli. „Getið þið ekki bara skotið þau?“ er Trump sagður hafa spurt um mótmælendur. Esper fer einnig hörðum orðum um Stephen Miller, sem var áhrifamikill ráðgjafi Trumps. hann segir Miller hafa einu sinni lagt til að senda 250 þúsund hermenn að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó vegna flótta- og farandfólks sem átti að vera á leiðinni til Bandaríkjanna. Esper sagði Bandaríkin ekki geta sent 250 þúsund hermenn í „svoleiðis vitleysu“. Vildi dýfa höfði Baghdadis í svínsblóð Ráðherrann fyrrverandi segir að þegar verið var að fylgjast með árásinni þar sem Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp, hafi Miller lagt til að hermenn tækju höfuð leiðtoga Íslamska ríkisins svo hægt væri að dýfa því í svínsblóð og sína opinberlega til að draga móðinn úr öðrum hryðjuverkamönnum. Esper segist hafa bent Miller á að slíkt væri stríðsglæpur.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Hernaður Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira