Burt með rafrettur og munntóbak Lárus Guðmundsson skrifar 5. maí 2022 16:31 Öllum sem láta sig forvarnir einhverju skipta hlýtur að svíða það andvaraleysi sem ríkir meðal stjórnvalda vegna sívaxandi notkunar á rafrettum (weip) eða munntóbaki meðal íslenskra ungmenna. Líklega væri rétt að tala um þetta sem faraldur og þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu ungmenna í framtíðinni. Mér eru forvarnarmál sérlega hugleikin eftir áralangt starf innan íþróttahreyfingarinnar og meðal barna og ungmenna í Garðabæ. Sýn mín á lífið sem afi hefur einnig áhrif. Staðreyndin er sú að stöðugt steðja nýjar hættur að ungu fólki, hvort sem það eru fíkniefni, rafrettur (weip) eða munntóbaksnotkun. Fyrir áratug stóð ég að samstarfi við Landlæknisembættið um átakið: „Fyrirmyndir nota ekki munntóbak.“ Þar voru fyrirmyndir þess tíma, í íþróttum og tónlist, notaðar í auglýsingar og veggspjöld með ungum börnum og minnt á að fyrirmyndir nota ekki munntóbak. Það gera börnin sem fyrir þeim er haft. Afreksfólk í íþróttum verður að gangast við ábyrgð sinni sem mikilvægar fyrirmyndir. Þetta var mikilvægt átak en nú finnst mér aftur síga á verri hliðina. Við erum stöðugt minnt á það í fréttum að notkun refretta og munntóbaks er að aukast og kallar stundum á sjúkrahúsinnlagnir. Að ekki sé talað um hve hættulegir þessi munntóbakspúðar eru litlum börnum þegar þeir eru skyldir eftir á glámbekk. Það er mikilvægt að bæjaryfirvöld í Garðabæ látið rafrettur og munntóbaksnotkun ekki líðast á skóla- og íþróttasvæðum bæjarins. Slíkt er óásættanlegt enda veit enginn í dag hver eru langtímaáhrif af slíkri notkun. Rafrettur eru fremur ný vara á markaði og skortir langtímarannsóknir sem varpa ljósi á möguleg áhrif notkunar þeirra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lagt áherslu á að ríki setji sömu reglur um rafrettunotkun og gilda um tóbaksreykingar þar til sýnt hefur verið fram á skaðleysi varanna. Ábyrgt fólk hlýtur því að spyrja um forvarnir. Þetta er ekki holl iðja fyrir æsku landsins og sem fyrr verða fyrirmyndir unga fólksins að ganga fram fyrir skjöldu. Höfundur er oddviti Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Rafrettur Áfengi og tóbak Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Öllum sem láta sig forvarnir einhverju skipta hlýtur að svíða það andvaraleysi sem ríkir meðal stjórnvalda vegna sívaxandi notkunar á rafrettum (weip) eða munntóbaki meðal íslenskra ungmenna. Líklega væri rétt að tala um þetta sem faraldur og þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu ungmenna í framtíðinni. Mér eru forvarnarmál sérlega hugleikin eftir áralangt starf innan íþróttahreyfingarinnar og meðal barna og ungmenna í Garðabæ. Sýn mín á lífið sem afi hefur einnig áhrif. Staðreyndin er sú að stöðugt steðja nýjar hættur að ungu fólki, hvort sem það eru fíkniefni, rafrettur (weip) eða munntóbaksnotkun. Fyrir áratug stóð ég að samstarfi við Landlæknisembættið um átakið: „Fyrirmyndir nota ekki munntóbak.“ Þar voru fyrirmyndir þess tíma, í íþróttum og tónlist, notaðar í auglýsingar og veggspjöld með ungum börnum og minnt á að fyrirmyndir nota ekki munntóbak. Það gera börnin sem fyrir þeim er haft. Afreksfólk í íþróttum verður að gangast við ábyrgð sinni sem mikilvægar fyrirmyndir. Þetta var mikilvægt átak en nú finnst mér aftur síga á verri hliðina. Við erum stöðugt minnt á það í fréttum að notkun refretta og munntóbaks er að aukast og kallar stundum á sjúkrahúsinnlagnir. Að ekki sé talað um hve hættulegir þessi munntóbakspúðar eru litlum börnum þegar þeir eru skyldir eftir á glámbekk. Það er mikilvægt að bæjaryfirvöld í Garðabæ látið rafrettur og munntóbaksnotkun ekki líðast á skóla- og íþróttasvæðum bæjarins. Slíkt er óásættanlegt enda veit enginn í dag hver eru langtímaáhrif af slíkri notkun. Rafrettur eru fremur ný vara á markaði og skortir langtímarannsóknir sem varpa ljósi á möguleg áhrif notkunar þeirra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lagt áherslu á að ríki setji sömu reglur um rafrettunotkun og gilda um tóbaksreykingar þar til sýnt hefur verið fram á skaðleysi varanna. Ábyrgt fólk hlýtur því að spyrja um forvarnir. Þetta er ekki holl iðja fyrir æsku landsins og sem fyrr verða fyrirmyndir unga fólksins að ganga fram fyrir skjöldu. Höfundur er oddviti Miðflokksins.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar