Veðjum á börnin okkar Bjarni Gunnólfsson skrifar 5. maí 2022 15:31 Stundum vildi maður að hægt væri að færa tímann til baka, fyrir þann tíma þegar öllu því var lofað sem ekki er búið að framkvæma í dag. Að venju lofa allir bæjarstjórnarflokkarnir nú öllu fögru eftir að lítið sem ekkert hefur verið framkvæmt síðustu fjögur ár. Við Miðflokksmenn erum hins vegar með víðfema og trausta stefnuskrá sem okkur iðar í skinninu að fá að framkvæma fáum við til þess brautargengi hjá kjósendum í Reykjanesbæ. Við í Miðflokknum munum láta verkin tala. Við tölum fyrir fríum skólamáltíðum fyrir börn og aukningu á hvatagreiðslum fyrir börnin. Við viljum um leið ráðdeild og teljum að kostnaðurinn við þetta sé aðeins um 1,5% af rekstrartekjum bæjarins, okkur finnst framtíð barnanna vera þess virði. Um leið tala margir þeirra fyrir því að hækka framlög til íþróttamála upp í allt að 12% af rekstrartekjum, en enginn segir hvernig á að gera það. Menning og íþróttir frí fyrir börnin Miðflokkurinn ætlar sér að fjórfalda hvatagreiðslur, sem þýðir að menning og íþróttastarf verði því sem næst frítt fyrir börnin og þá geta börnin, eftir því hvar þeirra áhugasvið liggur, gert það sem þau vilja, ekki það sem foreldrar og forráðamenn hafa efni á. Þetta þýðir að bæði menningarstarfsemi og íþróttastarf getur sótt sér fjármagn til bæjarins með því að laða börnin til sín og þurfa um leið að halda áhuga þeirra á því sem þau velja sér áfram með skemmtilegu og áhugaverðu starfi. Með þessari nálgun er öruggt að heildarframlög til menningar- og íþróttastarfa aukast á kjörtímabilinu, en með skynsömum og fyrirséðum hætti. Bygging nýs miðbæjar er hugsuð til þess að gera Reykjanesbæ að miðstöð verslunar og þjónustu. Okkar útfærsla gengur út á að reisa hann á Vatnsnesi og við Keflavíkurhöfn, við viljum gera þennan miðbæ að miðstöð svokallaðrar "TAX FREE" verslunar þar sem ferðamenn stoppa á leiðinni til landsins eða á leiðinni aftur heim og geti á einum stað keypt vörur og fengið skattpeninginn sinn tilbaka. Við teljum að nýr og öflugur miðbær sé forsenda þess að önnur starfsemi geti dafnað.Kjósið flokk sem er settur saman til að þjónusta bæjarbúa og hugsar til framtíðar. Vertu MEMM, X-M! Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum vildi maður að hægt væri að færa tímann til baka, fyrir þann tíma þegar öllu því var lofað sem ekki er búið að framkvæma í dag. Að venju lofa allir bæjarstjórnarflokkarnir nú öllu fögru eftir að lítið sem ekkert hefur verið framkvæmt síðustu fjögur ár. Við Miðflokksmenn erum hins vegar með víðfema og trausta stefnuskrá sem okkur iðar í skinninu að fá að framkvæma fáum við til þess brautargengi hjá kjósendum í Reykjanesbæ. Við í Miðflokknum munum láta verkin tala. Við tölum fyrir fríum skólamáltíðum fyrir börn og aukningu á hvatagreiðslum fyrir börnin. Við viljum um leið ráðdeild og teljum að kostnaðurinn við þetta sé aðeins um 1,5% af rekstrartekjum bæjarins, okkur finnst framtíð barnanna vera þess virði. Um leið tala margir þeirra fyrir því að hækka framlög til íþróttamála upp í allt að 12% af rekstrartekjum, en enginn segir hvernig á að gera það. Menning og íþróttir frí fyrir börnin Miðflokkurinn ætlar sér að fjórfalda hvatagreiðslur, sem þýðir að menning og íþróttastarf verði því sem næst frítt fyrir börnin og þá geta börnin, eftir því hvar þeirra áhugasvið liggur, gert það sem þau vilja, ekki það sem foreldrar og forráðamenn hafa efni á. Þetta þýðir að bæði menningarstarfsemi og íþróttastarf getur sótt sér fjármagn til bæjarins með því að laða börnin til sín og þurfa um leið að halda áhuga þeirra á því sem þau velja sér áfram með skemmtilegu og áhugaverðu starfi. Með þessari nálgun er öruggt að heildarframlög til menningar- og íþróttastarfa aukast á kjörtímabilinu, en með skynsömum og fyrirséðum hætti. Bygging nýs miðbæjar er hugsuð til þess að gera Reykjanesbæ að miðstöð verslunar og þjónustu. Okkar útfærsla gengur út á að reisa hann á Vatnsnesi og við Keflavíkurhöfn, við viljum gera þennan miðbæ að miðstöð svokallaðrar "TAX FREE" verslunar þar sem ferðamenn stoppa á leiðinni til landsins eða á leiðinni aftur heim og geti á einum stað keypt vörur og fengið skattpeninginn sinn tilbaka. Við teljum að nýr og öflugur miðbær sé forsenda þess að önnur starfsemi geti dafnað.Kjósið flokk sem er settur saman til að þjónusta bæjarbúa og hugsar til framtíðar. Vertu MEMM, X-M! Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar