Þyrluflugmenn fá að áfrýja til Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2022 15:28 Frá Aðalvík á Hornströndum. Vísir Hæstiréttur hefur veitt þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra þess og tveimur flugmönnum leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar, þar sem þeim var gert að greiða sekt fyrir að hafa lent tveimur þyrlum í friðlandi Hornstranda fyrir tveimur árum. Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Tekist var á um málið í Héraðsdómi Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir tveir voru sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins. Byggði héraðsdómur sýknuna á því að ákvæði í stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins, þar sem kveðið er á um að óheimilt sé að lenda þyrlum innnan friðlandsins nema með leyfi Umhverfisstofnunar, ætti sér ekki fullnægjandi lagastoð í lögum um náttúruvernd. Málinu var áfrýjað til Landsréttar þar sem komist var að gagnstæðri niðurstöðu, reglurnar sem giltu í friðlandinu ætti sér stoð í lögum. Var þyrlufyrirtækið dæmt til að greiða 150 þúsund krónur í sekt en framkvæmdastjórinn og flugmennirnir 75 þúsund krónur hver. Ákveðið var að óska eftir leyfi til að skjóta dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Vildu þeir meina að refsiheimildin sem deilt var um væri ekki að finna í auglýsingu um staðfestingu á stjórnun- og verndaráætlun friðlandsins á Hornströndum. Hafi almenna þýðingu að leysa úr málinu Að auki var vísað í 215. grein laga um meðferð sakamála, þar sem fram kemur meðal annars að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk hans eða ákæruvaldsins um áfrýjunarleyfi, nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að úrlausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Var einnig vísað í að leyfisbeiðendur voru sakfelldir í Landsrétti en höfðu verið sýknaðir í héraði. Þegar þannig hagar til skal að jafnaði orðið við ósk um áfrýjunarleyfi. Var beiðnin því samþykkt. Dómsmál Fréttir af flugi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Greiða sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum Þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóri þess og tveir flugmenn þess þurfa samtals að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í sekt vegna þess að þyrlum á vegum fyrirtækisins var í tvígang lent án leyfis Umhverfisstofnunar í friðlandinu á Hornströndum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað fyrirtækið og starfsmenn vegna málsins. 19. febrúar 2022 09:20 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Tekist var á um málið í Héraðsdómi Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir tveir voru sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins. Byggði héraðsdómur sýknuna á því að ákvæði í stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins, þar sem kveðið er á um að óheimilt sé að lenda þyrlum innnan friðlandsins nema með leyfi Umhverfisstofnunar, ætti sér ekki fullnægjandi lagastoð í lögum um náttúruvernd. Málinu var áfrýjað til Landsréttar þar sem komist var að gagnstæðri niðurstöðu, reglurnar sem giltu í friðlandinu ætti sér stoð í lögum. Var þyrlufyrirtækið dæmt til að greiða 150 þúsund krónur í sekt en framkvæmdastjórinn og flugmennirnir 75 þúsund krónur hver. Ákveðið var að óska eftir leyfi til að skjóta dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Vildu þeir meina að refsiheimildin sem deilt var um væri ekki að finna í auglýsingu um staðfestingu á stjórnun- og verndaráætlun friðlandsins á Hornströndum. Hafi almenna þýðingu að leysa úr málinu Að auki var vísað í 215. grein laga um meðferð sakamála, þar sem fram kemur meðal annars að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk hans eða ákæruvaldsins um áfrýjunarleyfi, nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að úrlausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Var einnig vísað í að leyfisbeiðendur voru sakfelldir í Landsrétti en höfðu verið sýknaðir í héraði. Þegar þannig hagar til skal að jafnaði orðið við ósk um áfrýjunarleyfi. Var beiðnin því samþykkt.
Dómsmál Fréttir af flugi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Greiða sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum Þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóri þess og tveir flugmenn þess þurfa samtals að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í sekt vegna þess að þyrlum á vegum fyrirtækisins var í tvígang lent án leyfis Umhverfisstofnunar í friðlandinu á Hornströndum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað fyrirtækið og starfsmenn vegna málsins. 19. febrúar 2022 09:20 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59
Greiða sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum Þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóri þess og tveir flugmenn þess þurfa samtals að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í sekt vegna þess að þyrlum á vegum fyrirtækisins var í tvígang lent án leyfis Umhverfisstofnunar í friðlandinu á Hornströndum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað fyrirtækið og starfsmenn vegna málsins. 19. febrúar 2022 09:20