Þyrluflugmenn fá að áfrýja til Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2022 15:28 Frá Aðalvík á Hornströndum. Vísir Hæstiréttur hefur veitt þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra þess og tveimur flugmönnum leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar, þar sem þeim var gert að greiða sekt fyrir að hafa lent tveimur þyrlum í friðlandi Hornstranda fyrir tveimur árum. Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Tekist var á um málið í Héraðsdómi Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir tveir voru sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins. Byggði héraðsdómur sýknuna á því að ákvæði í stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins, þar sem kveðið er á um að óheimilt sé að lenda þyrlum innnan friðlandsins nema með leyfi Umhverfisstofnunar, ætti sér ekki fullnægjandi lagastoð í lögum um náttúruvernd. Málinu var áfrýjað til Landsréttar þar sem komist var að gagnstæðri niðurstöðu, reglurnar sem giltu í friðlandinu ætti sér stoð í lögum. Var þyrlufyrirtækið dæmt til að greiða 150 þúsund krónur í sekt en framkvæmdastjórinn og flugmennirnir 75 þúsund krónur hver. Ákveðið var að óska eftir leyfi til að skjóta dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Vildu þeir meina að refsiheimildin sem deilt var um væri ekki að finna í auglýsingu um staðfestingu á stjórnun- og verndaráætlun friðlandsins á Hornströndum. Hafi almenna þýðingu að leysa úr málinu Að auki var vísað í 215. grein laga um meðferð sakamála, þar sem fram kemur meðal annars að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk hans eða ákæruvaldsins um áfrýjunarleyfi, nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að úrlausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Var einnig vísað í að leyfisbeiðendur voru sakfelldir í Landsrétti en höfðu verið sýknaðir í héraði. Þegar þannig hagar til skal að jafnaði orðið við ósk um áfrýjunarleyfi. Var beiðnin því samþykkt. Dómsmál Fréttir af flugi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Greiða sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum Þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóri þess og tveir flugmenn þess þurfa samtals að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í sekt vegna þess að þyrlum á vegum fyrirtækisins var í tvígang lent án leyfis Umhverfisstofnunar í friðlandinu á Hornströndum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað fyrirtækið og starfsmenn vegna málsins. 19. febrúar 2022 09:20 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Tekist var á um málið í Héraðsdómi Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir tveir voru sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins. Byggði héraðsdómur sýknuna á því að ákvæði í stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins, þar sem kveðið er á um að óheimilt sé að lenda þyrlum innnan friðlandsins nema með leyfi Umhverfisstofnunar, ætti sér ekki fullnægjandi lagastoð í lögum um náttúruvernd. Málinu var áfrýjað til Landsréttar þar sem komist var að gagnstæðri niðurstöðu, reglurnar sem giltu í friðlandinu ætti sér stoð í lögum. Var þyrlufyrirtækið dæmt til að greiða 150 þúsund krónur í sekt en framkvæmdastjórinn og flugmennirnir 75 þúsund krónur hver. Ákveðið var að óska eftir leyfi til að skjóta dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Vildu þeir meina að refsiheimildin sem deilt var um væri ekki að finna í auglýsingu um staðfestingu á stjórnun- og verndaráætlun friðlandsins á Hornströndum. Hafi almenna þýðingu að leysa úr málinu Að auki var vísað í 215. grein laga um meðferð sakamála, þar sem fram kemur meðal annars að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk hans eða ákæruvaldsins um áfrýjunarleyfi, nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að úrlausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Var einnig vísað í að leyfisbeiðendur voru sakfelldir í Landsrétti en höfðu verið sýknaðir í héraði. Þegar þannig hagar til skal að jafnaði orðið við ósk um áfrýjunarleyfi. Var beiðnin því samþykkt.
Dómsmál Fréttir af flugi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Greiða sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum Þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóri þess og tveir flugmenn þess þurfa samtals að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í sekt vegna þess að þyrlum á vegum fyrirtækisins var í tvígang lent án leyfis Umhverfisstofnunar í friðlandinu á Hornströndum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað fyrirtækið og starfsmenn vegna málsins. 19. febrúar 2022 09:20 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59
Greiða sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum Þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóri þess og tveir flugmenn þess þurfa samtals að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í sekt vegna þess að þyrlum á vegum fyrirtækisins var í tvígang lent án leyfis Umhverfisstofnunar í friðlandinu á Hornströndum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað fyrirtækið og starfsmenn vegna málsins. 19. febrúar 2022 09:20