Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. maí 2022 12:03 Halldór á fundi hjá ríkissáttasemjari við gerð síðustu kjarasamninga. Ragnar situr á móti honum og sést hér neðst í vinstra horni myndarinnar vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. Seðlabankinn hækkaði vexti um eitt prósentustig í gær. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir Seðlabankann verða að stemma stigu við verðbólgunni og að til þess séu margar leiðir. „Það sem veldur manni áhyggjum er þetta: húsnæðisliðurinn er ráðandi í verðbólgutölunum en hins vegar þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn hvað það áhrærir að allir undirliðir verðbólgunnar eru að fara hækkandi á milli mánaðanna sem setur þessa ákvörðun Seðlabankans í skiljanlegra samhengi að mörgu leyti,“ segir Halldór Benjamín. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þessi hækkun kæmi sér illa fyrir fyrirtæki landsins, sem skulduðu í dag samtals fimm þúsund milljarða. Hækkun vaxta um eitt prósentustig þýddi fimmtíu milljarðar ofan á skuldirnar, sem jafngilti fimm prósenta launahækkun. „Það er hægt að fara í alls konar reiknikúnstir. En kjarni málsins er þessi; á verðbólgu tapa allir, sama hvort það eru heimilin eða fyrirtækin í landinu. Og Seðlabankanum er lögum samkvæmt gert að stuðla að verðstöðugleika í landinu,“ segir Halldór Benjamín. Ragnar Þór sagði einnig að VR myndi reikna út þann kostnað sem félli á félagsmenn við vaxtahækkunina og bæta honum við kröfugerð sína við kjarasamningsgerð í haust. „Ég held að fólkið í landinu sé einfaldlega klárara en svo að taka undir málflutning af þessum toga. Í störukeppni við Seðlabanka Íslands tapa allir,“ segir Halldór Benjamín. Hann treysti bankanum og taki mark á skilaboðum sem koma frá honum. Því gerir hann ráð fyrir að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman við að dempa verðbólguna og sömuleiðis sé því ekki svigrúm fyrir miklar launahækkanir í komandi kjarasamningsgerð. Halldór og Ragnar takast í hendur við undirritun síðustu kjarasamninga árið 2019.vísir/vilhelm „Seðlabankastjóri orðaði þetta með þeim hætti í fjölmiðlum í gær að það væri að skjóta sig í fótinn að fara í mjög agressíva kjarasamninga á þessum tímapunkti,“ segir Halldór Benjamín. Og þó stefnir allt í harða kjarabaráttu ef marka má orð verkalýðsleiðtoganna. „Auðvitað geta aðilar bara talað með ýmsum hætti og ég ætla ekkert að tjá mig sérstaklega um það. Það er hins vegar þannig að það er til eitthvað sem heitir efnahagslegur raunveruleiki,“ segir Halldór Benjamín. „Og á endanum munum við þurfa að díla við þann raunveruleika. Og ég legg áherslu á að verðbólga er kostnaðarsöm fyrir okkur öll og markmið númer eitt, tvö og þrjú er að koma í veg fyrir að hún fari úr böndunum.“ Vinnumarkaður Stéttarfélög Seðlabankinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði vexti um eitt prósentustig í gær. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir Seðlabankann verða að stemma stigu við verðbólgunni og að til þess séu margar leiðir. „Það sem veldur manni áhyggjum er þetta: húsnæðisliðurinn er ráðandi í verðbólgutölunum en hins vegar þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn hvað það áhrærir að allir undirliðir verðbólgunnar eru að fara hækkandi á milli mánaðanna sem setur þessa ákvörðun Seðlabankans í skiljanlegra samhengi að mörgu leyti,“ segir Halldór Benjamín. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þessi hækkun kæmi sér illa fyrir fyrirtæki landsins, sem skulduðu í dag samtals fimm þúsund milljarða. Hækkun vaxta um eitt prósentustig þýddi fimmtíu milljarðar ofan á skuldirnar, sem jafngilti fimm prósenta launahækkun. „Það er hægt að fara í alls konar reiknikúnstir. En kjarni málsins er þessi; á verðbólgu tapa allir, sama hvort það eru heimilin eða fyrirtækin í landinu. Og Seðlabankanum er lögum samkvæmt gert að stuðla að verðstöðugleika í landinu,“ segir Halldór Benjamín. Ragnar Þór sagði einnig að VR myndi reikna út þann kostnað sem félli á félagsmenn við vaxtahækkunina og bæta honum við kröfugerð sína við kjarasamningsgerð í haust. „Ég held að fólkið í landinu sé einfaldlega klárara en svo að taka undir málflutning af þessum toga. Í störukeppni við Seðlabanka Íslands tapa allir,“ segir Halldór Benjamín. Hann treysti bankanum og taki mark á skilaboðum sem koma frá honum. Því gerir hann ráð fyrir að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman við að dempa verðbólguna og sömuleiðis sé því ekki svigrúm fyrir miklar launahækkanir í komandi kjarasamningsgerð. Halldór og Ragnar takast í hendur við undirritun síðustu kjarasamninga árið 2019.vísir/vilhelm „Seðlabankastjóri orðaði þetta með þeim hætti í fjölmiðlum í gær að það væri að skjóta sig í fótinn að fara í mjög agressíva kjarasamninga á þessum tímapunkti,“ segir Halldór Benjamín. Og þó stefnir allt í harða kjarabaráttu ef marka má orð verkalýðsleiðtoganna. „Auðvitað geta aðilar bara talað með ýmsum hætti og ég ætla ekkert að tjá mig sérstaklega um það. Það er hins vegar þannig að það er til eitthvað sem heitir efnahagslegur raunveruleiki,“ segir Halldór Benjamín. „Og á endanum munum við þurfa að díla við þann raunveruleika. Og ég legg áherslu á að verðbólga er kostnaðarsöm fyrir okkur öll og markmið númer eitt, tvö og þrjú er að koma í veg fyrir að hún fari úr böndunum.“
Vinnumarkaður Stéttarfélög Seðlabankinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira