Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. maí 2022 12:03 Halldór á fundi hjá ríkissáttasemjari við gerð síðustu kjarasamninga. Ragnar situr á móti honum og sést hér neðst í vinstra horni myndarinnar vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. Seðlabankinn hækkaði vexti um eitt prósentustig í gær. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir Seðlabankann verða að stemma stigu við verðbólgunni og að til þess séu margar leiðir. „Það sem veldur manni áhyggjum er þetta: húsnæðisliðurinn er ráðandi í verðbólgutölunum en hins vegar þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn hvað það áhrærir að allir undirliðir verðbólgunnar eru að fara hækkandi á milli mánaðanna sem setur þessa ákvörðun Seðlabankans í skiljanlegra samhengi að mörgu leyti,“ segir Halldór Benjamín. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þessi hækkun kæmi sér illa fyrir fyrirtæki landsins, sem skulduðu í dag samtals fimm þúsund milljarða. Hækkun vaxta um eitt prósentustig þýddi fimmtíu milljarðar ofan á skuldirnar, sem jafngilti fimm prósenta launahækkun. „Það er hægt að fara í alls konar reiknikúnstir. En kjarni málsins er þessi; á verðbólgu tapa allir, sama hvort það eru heimilin eða fyrirtækin í landinu. Og Seðlabankanum er lögum samkvæmt gert að stuðla að verðstöðugleika í landinu,“ segir Halldór Benjamín. Ragnar Þór sagði einnig að VR myndi reikna út þann kostnað sem félli á félagsmenn við vaxtahækkunina og bæta honum við kröfugerð sína við kjarasamningsgerð í haust. „Ég held að fólkið í landinu sé einfaldlega klárara en svo að taka undir málflutning af þessum toga. Í störukeppni við Seðlabanka Íslands tapa allir,“ segir Halldór Benjamín. Hann treysti bankanum og taki mark á skilaboðum sem koma frá honum. Því gerir hann ráð fyrir að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman við að dempa verðbólguna og sömuleiðis sé því ekki svigrúm fyrir miklar launahækkanir í komandi kjarasamningsgerð. Halldór og Ragnar takast í hendur við undirritun síðustu kjarasamninga árið 2019.vísir/vilhelm „Seðlabankastjóri orðaði þetta með þeim hætti í fjölmiðlum í gær að það væri að skjóta sig í fótinn að fara í mjög agressíva kjarasamninga á þessum tímapunkti,“ segir Halldór Benjamín. Og þó stefnir allt í harða kjarabaráttu ef marka má orð verkalýðsleiðtoganna. „Auðvitað geta aðilar bara talað með ýmsum hætti og ég ætla ekkert að tjá mig sérstaklega um það. Það er hins vegar þannig að það er til eitthvað sem heitir efnahagslegur raunveruleiki,“ segir Halldór Benjamín. „Og á endanum munum við þurfa að díla við þann raunveruleika. Og ég legg áherslu á að verðbólga er kostnaðarsöm fyrir okkur öll og markmið númer eitt, tvö og þrjú er að koma í veg fyrir að hún fari úr böndunum.“ Vinnumarkaður Stéttarfélög Seðlabankinn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði vexti um eitt prósentustig í gær. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir Seðlabankann verða að stemma stigu við verðbólgunni og að til þess séu margar leiðir. „Það sem veldur manni áhyggjum er þetta: húsnæðisliðurinn er ráðandi í verðbólgutölunum en hins vegar þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn hvað það áhrærir að allir undirliðir verðbólgunnar eru að fara hækkandi á milli mánaðanna sem setur þessa ákvörðun Seðlabankans í skiljanlegra samhengi að mörgu leyti,“ segir Halldór Benjamín. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þessi hækkun kæmi sér illa fyrir fyrirtæki landsins, sem skulduðu í dag samtals fimm þúsund milljarða. Hækkun vaxta um eitt prósentustig þýddi fimmtíu milljarðar ofan á skuldirnar, sem jafngilti fimm prósenta launahækkun. „Það er hægt að fara í alls konar reiknikúnstir. En kjarni málsins er þessi; á verðbólgu tapa allir, sama hvort það eru heimilin eða fyrirtækin í landinu. Og Seðlabankanum er lögum samkvæmt gert að stuðla að verðstöðugleika í landinu,“ segir Halldór Benjamín. Ragnar Þór sagði einnig að VR myndi reikna út þann kostnað sem félli á félagsmenn við vaxtahækkunina og bæta honum við kröfugerð sína við kjarasamningsgerð í haust. „Ég held að fólkið í landinu sé einfaldlega klárara en svo að taka undir málflutning af þessum toga. Í störukeppni við Seðlabanka Íslands tapa allir,“ segir Halldór Benjamín. Hann treysti bankanum og taki mark á skilaboðum sem koma frá honum. Því gerir hann ráð fyrir að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman við að dempa verðbólguna og sömuleiðis sé því ekki svigrúm fyrir miklar launahækkanir í komandi kjarasamningsgerð. Halldór og Ragnar takast í hendur við undirritun síðustu kjarasamninga árið 2019.vísir/vilhelm „Seðlabankastjóri orðaði þetta með þeim hætti í fjölmiðlum í gær að það væri að skjóta sig í fótinn að fara í mjög agressíva kjarasamninga á þessum tímapunkti,“ segir Halldór Benjamín. Og þó stefnir allt í harða kjarabaráttu ef marka má orð verkalýðsleiðtoganna. „Auðvitað geta aðilar bara talað með ýmsum hætti og ég ætla ekkert að tjá mig sérstaklega um það. Það er hins vegar þannig að það er til eitthvað sem heitir efnahagslegur raunveruleiki,“ segir Halldór Benjamín. „Og á endanum munum við þurfa að díla við þann raunveruleika. Og ég legg áherslu á að verðbólga er kostnaðarsöm fyrir okkur öll og markmið númer eitt, tvö og þrjú er að koma í veg fyrir að hún fari úr böndunum.“
Vinnumarkaður Stéttarfélög Seðlabankinn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira