Betri skóli fyrir börn Arnór Heiðarsson skrifar 5. maí 2022 09:00 Hvernig væri það ef við myndum prófa að sleppa því að hafa hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annað fagfólk í sjúkrahúsum landsins og keyra nær eingöngu á heimilislæknum? Svarið við þessari spurningu er frekar einfalt. Það myndi aldrei virka og ástæðurnar fyrir því eru augljósar. Þá spyr ég samt. Af hverju keyrum við grunnskólana nær eingöngu á kennurum? Kennarar eru frábærir og það þekki ég vel af persónulegri reynslu. Í skólastofum landsins er unnið frábært starf kennara sem vinna ötullega að því að veita börnum landsins fyrsta flokks menntun. Kennarar eru sérfræðingar í að vekja áhuga, miðla þekkingu, kenna gagnrýna hugsun og mennta nemendur með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Kennarar eru fagfólk í hæsta gæðaflokki og það er full vinna að vera kennari. Kennarar eru ein stétt fagfólks og jafn frábærir og þeir eru þá geta þeir ekki gert allt. Til að mæta fjölbreyttum þörfum barna þarf að stórauka þátt annarra fagstétta í skólakerfinu. Okkur vantar miklu fleiri þroskaþjálfa, sálfræðinga, talmeinafræðinga, félagsráðgjafa, námsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og aðrar öflugar fagstéttir til að koma að vinna á gólfinu í grunnskólunum. Með því að fá fólk með þessa fagþekkingu í skólana getum við komið mun betur til móts við börn. Hlutverk skóla er alltaf að verða fjölbreyttara og stærra. Skólar eru ekki lengur bara menntastofnanir heldur eru þeir orðnir að miðjunni í velferð barna og það er því mikilvægt að fjölbreyttari fagþekking komi inn í skólana. Með því aukum við líkurnar á snemmtækri íhlutun til muna, við náum að koma til móts við þarfir barna fyrr og minnkum því líkurnar á þyngri og dýrari inngripum seinna meir. Að fjárfesta í börnum er besta fjárfesting sem til er. Það hefur sýnt sig að það margborgar sig. Við spörum samfélaginu háar fjárhæðir og það sem meira máli skiptir, við skilum fleiri tilbúnum einstaklingum út í samfélagið sem eru virkir þátttakendur í því. Höfundur, sem er grunnskólakennari og starfar sem aðstoðarskólastjóri, skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Hvernig væri það ef við myndum prófa að sleppa því að hafa hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annað fagfólk í sjúkrahúsum landsins og keyra nær eingöngu á heimilislæknum? Svarið við þessari spurningu er frekar einfalt. Það myndi aldrei virka og ástæðurnar fyrir því eru augljósar. Þá spyr ég samt. Af hverju keyrum við grunnskólana nær eingöngu á kennurum? Kennarar eru frábærir og það þekki ég vel af persónulegri reynslu. Í skólastofum landsins er unnið frábært starf kennara sem vinna ötullega að því að veita börnum landsins fyrsta flokks menntun. Kennarar eru sérfræðingar í að vekja áhuga, miðla þekkingu, kenna gagnrýna hugsun og mennta nemendur með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Kennarar eru fagfólk í hæsta gæðaflokki og það er full vinna að vera kennari. Kennarar eru ein stétt fagfólks og jafn frábærir og þeir eru þá geta þeir ekki gert allt. Til að mæta fjölbreyttum þörfum barna þarf að stórauka þátt annarra fagstétta í skólakerfinu. Okkur vantar miklu fleiri þroskaþjálfa, sálfræðinga, talmeinafræðinga, félagsráðgjafa, námsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og aðrar öflugar fagstéttir til að koma að vinna á gólfinu í grunnskólunum. Með því að fá fólk með þessa fagþekkingu í skólana getum við komið mun betur til móts við börn. Hlutverk skóla er alltaf að verða fjölbreyttara og stærra. Skólar eru ekki lengur bara menntastofnanir heldur eru þeir orðnir að miðjunni í velferð barna og það er því mikilvægt að fjölbreyttari fagþekking komi inn í skólana. Með því aukum við líkurnar á snemmtækri íhlutun til muna, við náum að koma til móts við þarfir barna fyrr og minnkum því líkurnar á þyngri og dýrari inngripum seinna meir. Að fjárfesta í börnum er besta fjárfesting sem til er. Það hefur sýnt sig að það margborgar sig. Við spörum samfélaginu háar fjárhæðir og það sem meira máli skiptir, við skilum fleiri tilbúnum einstaklingum út í samfélagið sem eru virkir þátttakendur í því. Höfundur, sem er grunnskólakennari og starfar sem aðstoðarskólastjóri, skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun