Útkall - kjósum öll! Mjöll Matthíasdóttir skrifar 5. maí 2022 08:31 Nú stendur yfir kosning formanns í Félagi grunnskólakennara. Síðar í mánuðinum fer svo fram kosning til annarra trúnaðarstarfa fyrir félagið. Kosin verður stjórn, samninganefnd og skólamálanefnd. Það er hagur okkar allra að til þessara starfa veljist fjölbreyttur og öflugur hópur. Ert þú grunnskólakennari? Hefur þú hugleitt að gefa kost á þér til starfa? Í umræðu samfélagsins um skólamál, um kjaramál og við samningaborðið skiptir máli að rödd okkar kennara hljómi. Stefnan þarf að vera skýr. Stefnuna móta kennarar. Allir kennarar - ekki bara þau sem kjörin eru til forystu. Tökum þátt í starfi félagsins, látum okkar rödd heyrast. Skólastarf tekur stöðugum breytingum. Kennarastarfið sömuleiðis. Þetta þekkjum við kennarar best. Kennarastarfið er fjölbreytt, lifandi og skemmtilegt en einnig fullt af áskorunum. Sístækkandi vandi við mönnun skóla hefur áhrif á gæði skólastarfs og eykur álag á þau sem þegar eru við störf. Þeirri þróun þarf að snúa við. Okkur vantar fleiri kennara í hópinn. Starfsaðstæður og launakjör geta haft þar mikið að segja og þurfa að vera þau sömu og öðrum sérfræðingum standa til boða. Sú leiðrétting þolir enga bið. Menntamálayfirvöld og rekstraraðilar grunnskóla bera þar ábyrgð. Grunnskólakennarar, það er verk að vinna. Við þurfum að vinna það saman. Ég er tilbúin að leiða hópinn. Góð þátttaka í kosningum félagsins sýnir styrk þess. Kjósum öll! Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla og frambjóðandi í formannskjöri Félags grunnskólakennara 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Stéttarfélög Félagasamtök Grunnskólar Mjöll Matthíasdóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir kosning formanns í Félagi grunnskólakennara. Síðar í mánuðinum fer svo fram kosning til annarra trúnaðarstarfa fyrir félagið. Kosin verður stjórn, samninganefnd og skólamálanefnd. Það er hagur okkar allra að til þessara starfa veljist fjölbreyttur og öflugur hópur. Ert þú grunnskólakennari? Hefur þú hugleitt að gefa kost á þér til starfa? Í umræðu samfélagsins um skólamál, um kjaramál og við samningaborðið skiptir máli að rödd okkar kennara hljómi. Stefnan þarf að vera skýr. Stefnuna móta kennarar. Allir kennarar - ekki bara þau sem kjörin eru til forystu. Tökum þátt í starfi félagsins, látum okkar rödd heyrast. Skólastarf tekur stöðugum breytingum. Kennarastarfið sömuleiðis. Þetta þekkjum við kennarar best. Kennarastarfið er fjölbreytt, lifandi og skemmtilegt en einnig fullt af áskorunum. Sístækkandi vandi við mönnun skóla hefur áhrif á gæði skólastarfs og eykur álag á þau sem þegar eru við störf. Þeirri þróun þarf að snúa við. Okkur vantar fleiri kennara í hópinn. Starfsaðstæður og launakjör geta haft þar mikið að segja og þurfa að vera þau sömu og öðrum sérfræðingum standa til boða. Sú leiðrétting þolir enga bið. Menntamálayfirvöld og rekstraraðilar grunnskóla bera þar ábyrgð. Grunnskólakennarar, það er verk að vinna. Við þurfum að vinna það saman. Ég er tilbúin að leiða hópinn. Góð þátttaka í kosningum félagsins sýnir styrk þess. Kjósum öll! Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla og frambjóðandi í formannskjöri Félags grunnskólakennara 2022.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar