Þannig stjórnmálafólk ætlum við að vera Brynja Dan Gunnarsdóttir og Valdimar Víðisson skrifa 5. maí 2022 08:02 Kosningabaráttan er komin á fullt. Út um allt land er öflugt fólk sem vill vinna vel fyrir sín bæjarfélög. Við höfum tekist á við það skemmtilega en um leið krefjandi verkefni að leiða lista Framsóknar í Garðabæ og Hafnarfirði. Við erum bæði tiltölulega ný í stjórnmálum, Brynja varaþingmaður frá því í haust og Valdimar varabæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs á þessum kjörtímabili. Það má því með sanni segja að við höfum stokkið ofan í djúpu laugina þegar við ákváðum að gefa kost á okkur í þessi oddvitasæti. Kosningarnar þann 14. maí næstkomandi snúast að stórum hluta um það hverjum kjósendur treysta til að fara með stjórn bæjarfélagsins. Þessa dagana keppast frambjóðendur við að kynna sig og stefnumál sinna flokka. Okkar leiðarljós í þessari kosningabaráttu er heiðarleiki, fagmennska, samvinna og gleði. Þannig höfum við hagað okkar baráttu og þannig munum við vinna eftir kosningar. Við ætlum ekki að gera lítið úr skoðunum annarra eða tala aðra niður til þess eins að reyna lyfta okkur á einhvern hærri stall. Það eru því miður alltof margir í því að gagnrýna aðra og hvað allt sé ómögulegt án þess að koma með lausnir. Þegar stjórnmálin eru hvað verst þá er hjólað í einstaklinga og þeir talaðir niður. Þannig stjórnmál viljum við ekki. Framsókn er miðjuflokkur. Flokkur samvinnu og sátta. Við getum unnið með öllum. Hlustum á hugmyndir og rök. Leggjum svo mat á bestu mögulegu leiðina í samvinnu allra aðila. Við sem störfum í sveitarstjórnum erum þar í umboði íbúa. Þurfum að gæta þeirra hagsmuna í hvívetna. Við kunnum að tala við fólk og hlusta. Við erum heiðarleg og einlæg. Við gerum mistök eins og aðrir og þá skiptir mestu máli að viðurkenna mistökin, læra af þeim og leiðrétta. Við höfum brennandi áhuga á samfélagsmálum og fólki. Tölum bæjarfélögin okkar upp. Hlustum á ólík sjónarmið og skoðanir. Þannig stjórnmálafólk ætlum við að vera. Framtíðin ræðst á miðjunni. Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ.Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Brynja Dan Gunnarsdóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Hafnarfjörður Valdimar Víðisson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan er komin á fullt. Út um allt land er öflugt fólk sem vill vinna vel fyrir sín bæjarfélög. Við höfum tekist á við það skemmtilega en um leið krefjandi verkefni að leiða lista Framsóknar í Garðabæ og Hafnarfirði. Við erum bæði tiltölulega ný í stjórnmálum, Brynja varaþingmaður frá því í haust og Valdimar varabæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs á þessum kjörtímabili. Það má því með sanni segja að við höfum stokkið ofan í djúpu laugina þegar við ákváðum að gefa kost á okkur í þessi oddvitasæti. Kosningarnar þann 14. maí næstkomandi snúast að stórum hluta um það hverjum kjósendur treysta til að fara með stjórn bæjarfélagsins. Þessa dagana keppast frambjóðendur við að kynna sig og stefnumál sinna flokka. Okkar leiðarljós í þessari kosningabaráttu er heiðarleiki, fagmennska, samvinna og gleði. Þannig höfum við hagað okkar baráttu og þannig munum við vinna eftir kosningar. Við ætlum ekki að gera lítið úr skoðunum annarra eða tala aðra niður til þess eins að reyna lyfta okkur á einhvern hærri stall. Það eru því miður alltof margir í því að gagnrýna aðra og hvað allt sé ómögulegt án þess að koma með lausnir. Þegar stjórnmálin eru hvað verst þá er hjólað í einstaklinga og þeir talaðir niður. Þannig stjórnmál viljum við ekki. Framsókn er miðjuflokkur. Flokkur samvinnu og sátta. Við getum unnið með öllum. Hlustum á hugmyndir og rök. Leggjum svo mat á bestu mögulegu leiðina í samvinnu allra aðila. Við sem störfum í sveitarstjórnum erum þar í umboði íbúa. Þurfum að gæta þeirra hagsmuna í hvívetna. Við kunnum að tala við fólk og hlusta. Við erum heiðarleg og einlæg. Við gerum mistök eins og aðrir og þá skiptir mestu máli að viðurkenna mistökin, læra af þeim og leiðrétta. Við höfum brennandi áhuga á samfélagsmálum og fólki. Tölum bæjarfélögin okkar upp. Hlustum á ólík sjónarmið og skoðanir. Þannig stjórnmálafólk ætlum við að vera. Framtíðin ræðst á miðjunni. Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ.Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun