„Þreklaus“ Ingó segist ekki hafa kýlt konu Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2022 21:38 Úr dómsal þegar aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni stóð yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ingólfur Þórarinsson, sem er ef til vill betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir það í „besta falli galið“ að hann hafi kýlt konu og hrækt framan í hana. Hann segist þreyttur á að verjast nafnlausum ásökunum en birtir á Facebook skjáskot af pósti frá lögmanni sínum þar sem fram komi að hann hafi aldrei verið kærður ofbeldisbrot eða kynferðisbrot. Hann hafi einu sinni verið kærður fyrir húsbrot en það segir Ingólfur að hafi verið mistök hjá sér, er hann fór í sund eftir lokun í Vestmannaeyjum. Facebookfærsluna birti Ingólfur vegna fréttar DV sem birt var í dag þar sem rifjað var upp að Öfgar birtu sögu konu þar sem því var haldið fram að hann hefði kýlt hana og hrækt framan í hana. Þetta átti að hafa gerst árið 2017 og sagðist konan hafa kært árásina í fyrra. Hún hafi þó fengið þau svör að málið væri fyrnt og að engin rannsókn hafi farið fram. Í frétt DV segir er haft eftir lögmanni að hún hafi séð gögn málsins og þar á meðal áverkamyndir sem konan á að hafa tekið sjálf. Þá var þessi saga rifjuð upp við aðalmeðferð meiðyrðamáls Ingólfs gegn Sindra Þór Sigríðarsyni. Konan sagðist í samtali við DV ekki treysta sér til aðkoma fram undir nafni né bera vitni fyrir dómi. „Núna eftir dómsmálið er ég búin að sjá fjölskyldumeðlimi og kunningja mína skrifa mjög ljóta hluti opinberlega um þær konur sem hafa sakað Ingólf um ofbeldi og þannig mig sjálfa. Ég er heldur ekki tilbúin að nafnið mitt verði alltaf tengt við mál Ingólf og að fólk á netinu sé að rífast um þessa persónulegu og erfiðu reynslu mína,“ hefur DV eftir konunni. Í áðurnefndri Facebookfærslu segist Ingólfur ætla að berjast gegn ásökunum um hvers konar ofbeldi. Hann hvetur fólk einnig til að „blanda sér aðeins í þessi mál“ og segir að allir geti lent í sambærilegum ásökunum. Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Hann hafi einu sinni verið kærður fyrir húsbrot en það segir Ingólfur að hafi verið mistök hjá sér, er hann fór í sund eftir lokun í Vestmannaeyjum. Facebookfærsluna birti Ingólfur vegna fréttar DV sem birt var í dag þar sem rifjað var upp að Öfgar birtu sögu konu þar sem því var haldið fram að hann hefði kýlt hana og hrækt framan í hana. Þetta átti að hafa gerst árið 2017 og sagðist konan hafa kært árásina í fyrra. Hún hafi þó fengið þau svör að málið væri fyrnt og að engin rannsókn hafi farið fram. Í frétt DV segir er haft eftir lögmanni að hún hafi séð gögn málsins og þar á meðal áverkamyndir sem konan á að hafa tekið sjálf. Þá var þessi saga rifjuð upp við aðalmeðferð meiðyrðamáls Ingólfs gegn Sindra Þór Sigríðarsyni. Konan sagðist í samtali við DV ekki treysta sér til aðkoma fram undir nafni né bera vitni fyrir dómi. „Núna eftir dómsmálið er ég búin að sjá fjölskyldumeðlimi og kunningja mína skrifa mjög ljóta hluti opinberlega um þær konur sem hafa sakað Ingólf um ofbeldi og þannig mig sjálfa. Ég er heldur ekki tilbúin að nafnið mitt verði alltaf tengt við mál Ingólf og að fólk á netinu sé að rífast um þessa persónulegu og erfiðu reynslu mína,“ hefur DV eftir konunni. Í áðurnefndri Facebookfærslu segist Ingólfur ætla að berjast gegn ásökunum um hvers konar ofbeldi. Hann hvetur fólk einnig til að „blanda sér aðeins í þessi mál“ og segir að allir geti lent í sambærilegum ásökunum.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira