Fjárfestum í framtíðinni Íris Andrésdóttir skrifar 4. maí 2022 13:30 Þegar áhrif Covid-19 voru sem mest kom berlega í ljós hvaða stofnanir gegndu lykilhlutverki í samfélaginu okkar; heilbrigðis- og menntastofnanir. Framhaldsskólar lokuðu en hægt var að halda úti fjarkennslu. Grunn- og leikskólar héldust hins vegar opnir og reynt var eftir fremsta megni, að skerða sem minnst þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Stjórnendur og starfsfólk í grunn- og leikskólum lögðust í miklar endurskipulagningar á óvissutímum og sífellt þurfti að bregðast við hinum ýmsum takmörkunum sem í gildi voru hverju sinni. Stjórnendum og starfsfólki grunn- og leikskóla var raðað í forystusveit og unnu þrekvirki í að halda uppi faglegu starfi. Skólasamfélagið er einn stærsti einstaki málaflokkur borgarinnar og það kostar vissulega sitt að reka skóla. En á sama tíma má spyrja sig: Setjum við verðmiða á velferð, menntun og framtíð barnanna okkar? Eiga ekki öll börn, óháð uppruna, efnahagslegri stöðu og líkamlegu- og andlegu atgervi, rétt á að sækja skóla og njóta til þess stuðnings sem styrkir þau í námi og leik? Fjölgum sérfræðimenntuðu fagfólki Á yfirstandandi skólaári eru rúmlega 15000 nemendur í grunnskólum í Reykjavík og leikskóla í Reykjavík sækja rúmlega 6000 börn. Börn eru ólík eins og þau eru mörg og þarfir þeirra jafn ólíkar. Krafan um aukinn stuðning við börn og kennara fer vaxandi frá ári til árs í skólum borgarinnar. Bið eftir sálfræðiþjónustu lengist sífellt og dæmi eru um að börn og fjölskyldur þeirra þurfi að bíða allt upp í 18 mánuði og jafnvel lengur eftir þjónustu talmeinafræðings. Þá er ótalin þörfin fyrir aukna aðkomu þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, talmeinafræðinga og hjúkrunarfræðinga að daglegu starfi í skólum í formi ráðgjafar og stuðnings við börn og starfsfólk. Það er skýr stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að fjölga sérfræðimenntuðu fagfólki í grunn- og leikskólum og styrkja þannig gott gangverk skólasamfélagsins svo öll börn fái notið sín í leik og starfi. Afnám gjaldtöku Árið 2018 var stigið stórt skref í Reykjavík í áttina að minnka kostnaðarþátttöku foreldra/forráðamanna í grunnskólum þegar ritfangakostnaður var aflagður. Með þátttöku í meirihlutasamstarfi hafa Vinstri græn einnig barist fyrir lægri leikskólagjöldum í Reykjavík og lægri greiðsluþátttöku foreldra/forráðamanna í skólamáltíðum. Lykilþáttur í heilbrigði barna er góð næring. Vinstri græn vilja stíga næstu skref og tryggja öllum börnum í grunnskólum Reykjavíkur heilnæman og vistvænan hádegismat með endurgjaldslausum skólamáltíðum. Einnig viljum við afnema leikskólagjöld í leikskólum borgarinnar og tryggja þannig öllum börnum á leikskólaaldri sömu tækifæri til náms og leiks, óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Þegar kemur að málefnum barna og skólasamfélagsins eru áherslur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir komandi sveitastjórnarkosningar skýrar. Setjum ekki verðmiða á menntun og velferð barnanna okkar, fjárfestum í framtíðinni. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 4.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þegar áhrif Covid-19 voru sem mest kom berlega í ljós hvaða stofnanir gegndu lykilhlutverki í samfélaginu okkar; heilbrigðis- og menntastofnanir. Framhaldsskólar lokuðu en hægt var að halda úti fjarkennslu. Grunn- og leikskólar héldust hins vegar opnir og reynt var eftir fremsta megni, að skerða sem minnst þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Stjórnendur og starfsfólk í grunn- og leikskólum lögðust í miklar endurskipulagningar á óvissutímum og sífellt þurfti að bregðast við hinum ýmsum takmörkunum sem í gildi voru hverju sinni. Stjórnendum og starfsfólki grunn- og leikskóla var raðað í forystusveit og unnu þrekvirki í að halda uppi faglegu starfi. Skólasamfélagið er einn stærsti einstaki málaflokkur borgarinnar og það kostar vissulega sitt að reka skóla. En á sama tíma má spyrja sig: Setjum við verðmiða á velferð, menntun og framtíð barnanna okkar? Eiga ekki öll börn, óháð uppruna, efnahagslegri stöðu og líkamlegu- og andlegu atgervi, rétt á að sækja skóla og njóta til þess stuðnings sem styrkir þau í námi og leik? Fjölgum sérfræðimenntuðu fagfólki Á yfirstandandi skólaári eru rúmlega 15000 nemendur í grunnskólum í Reykjavík og leikskóla í Reykjavík sækja rúmlega 6000 börn. Börn eru ólík eins og þau eru mörg og þarfir þeirra jafn ólíkar. Krafan um aukinn stuðning við börn og kennara fer vaxandi frá ári til árs í skólum borgarinnar. Bið eftir sálfræðiþjónustu lengist sífellt og dæmi eru um að börn og fjölskyldur þeirra þurfi að bíða allt upp í 18 mánuði og jafnvel lengur eftir þjónustu talmeinafræðings. Þá er ótalin þörfin fyrir aukna aðkomu þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, talmeinafræðinga og hjúkrunarfræðinga að daglegu starfi í skólum í formi ráðgjafar og stuðnings við börn og starfsfólk. Það er skýr stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að fjölga sérfræðimenntuðu fagfólki í grunn- og leikskólum og styrkja þannig gott gangverk skólasamfélagsins svo öll börn fái notið sín í leik og starfi. Afnám gjaldtöku Árið 2018 var stigið stórt skref í Reykjavík í áttina að minnka kostnaðarþátttöku foreldra/forráðamanna í grunnskólum þegar ritfangakostnaður var aflagður. Með þátttöku í meirihlutasamstarfi hafa Vinstri græn einnig barist fyrir lægri leikskólagjöldum í Reykjavík og lægri greiðsluþátttöku foreldra/forráðamanna í skólamáltíðum. Lykilþáttur í heilbrigði barna er góð næring. Vinstri græn vilja stíga næstu skref og tryggja öllum börnum í grunnskólum Reykjavíkur heilnæman og vistvænan hádegismat með endurgjaldslausum skólamáltíðum. Einnig viljum við afnema leikskólagjöld í leikskólum borgarinnar og tryggja þannig öllum börnum á leikskólaaldri sömu tækifæri til náms og leiks, óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Þegar kemur að málefnum barna og skólasamfélagsins eru áherslur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir komandi sveitastjórnarkosningar skýrar. Setjum ekki verðmiða á menntun og velferð barnanna okkar, fjárfestum í framtíðinni. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 4.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar