Besta lið heims með of litla höll: „Yrði niðurlægjandi fyrir okkur og bæinn“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2022 23:02 Hanna Maria Yttereng og stöllur í Vipers Kristiansand gætu fyllt 5.000 manna höll að mati forráðamanna félagsins. EPA/Csaba Krizsan Evrópumeistarar Vipers Kristiansand í handbolta kvenna gætu þurft að yfirgefa Kristiansand og spila í öðrum bæ í Noregi vegna ófullnægjandi aðstöðu á heimavelli sínum. Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallar um málið og segir að þrátt fyrir að lið Vipers Kristiansand sé í allra fremstu röð í heiminum þá sé íþróttahöllin sem liðið spili í, Aquarama, langt frá því að vera í sama klassa. Það er því ekki aðeins á Íslandi sem að menn eiga í vandræðum með að uppfylla kröfur handknattleikssambands Evrópu um húsakost. Samkvæmt NRK hafa Evrópumeistararnir verið með undanþágu til að spila Evrópuleiki í Aquarama en kröfurnar verða hertar eftir tvö ár. Á meðal þess sem þá verður krafist er að pláss sé fyrir 4.000 sitjandi áhorfendur. Í dag er aðeins pláss fyrir um 2.000 áhorfendur í Aquarama og því gæti Vipers þurft að spila heimaleiki sína í öðrum bæ, til að mynda í Arendal þar sem verið er að endurgera Sör Amfi höllina til að uppfylla alþjóðlegar kröfur. „Þetta yrði niðurlægjandi bæði fyrir okkur og bæinn. Þetta má bara ekki gerast,“ sagði Per Geir Lövstad, stjórnandi hjá Vipers Kristiansand, við NRK. Léku í 12.000 manna draumahöll þjálfarans Lövstad og félagar telja að hægt væri að selja 5.000 miða á stærstu leikina hjá Vipers og ósk þeirra er að fá höll sem rúmar þann fjölda. Það er á dagskránni að reisa nýja höll í Kristansand en sennilega eru enn nokkur ár í það, segir í frétt NRK. Vipers er að spila í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann sjö marka sigur í útileiknum gegn Krim Mercator í Slóveníu. Heimaleikur Vipers er svo 7. maí. Sigurinn í Slóveníu vann Vipers í 12.000 manna höll í Ljubljana sem notuð verður í úrslitunum á EM kvenna í desember. „Ég væri gjarnan til í að klóna þessa höll og koma fyrir í Kristiansand. Þetta er stórkostleg aðstaða,“ sagði Ole Gustav Gjekstad, þjálfari Vipers. Handbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Sjá meira
Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallar um málið og segir að þrátt fyrir að lið Vipers Kristiansand sé í allra fremstu röð í heiminum þá sé íþróttahöllin sem liðið spili í, Aquarama, langt frá því að vera í sama klassa. Það er því ekki aðeins á Íslandi sem að menn eiga í vandræðum með að uppfylla kröfur handknattleikssambands Evrópu um húsakost. Samkvæmt NRK hafa Evrópumeistararnir verið með undanþágu til að spila Evrópuleiki í Aquarama en kröfurnar verða hertar eftir tvö ár. Á meðal þess sem þá verður krafist er að pláss sé fyrir 4.000 sitjandi áhorfendur. Í dag er aðeins pláss fyrir um 2.000 áhorfendur í Aquarama og því gæti Vipers þurft að spila heimaleiki sína í öðrum bæ, til að mynda í Arendal þar sem verið er að endurgera Sör Amfi höllina til að uppfylla alþjóðlegar kröfur. „Þetta yrði niðurlægjandi bæði fyrir okkur og bæinn. Þetta má bara ekki gerast,“ sagði Per Geir Lövstad, stjórnandi hjá Vipers Kristiansand, við NRK. Léku í 12.000 manna draumahöll þjálfarans Lövstad og félagar telja að hægt væri að selja 5.000 miða á stærstu leikina hjá Vipers og ósk þeirra er að fá höll sem rúmar þann fjölda. Það er á dagskránni að reisa nýja höll í Kristansand en sennilega eru enn nokkur ár í það, segir í frétt NRK. Vipers er að spila í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann sjö marka sigur í útileiknum gegn Krim Mercator í Slóveníu. Heimaleikur Vipers er svo 7. maí. Sigurinn í Slóveníu vann Vipers í 12.000 manna höll í Ljubljana sem notuð verður í úrslitunum á EM kvenna í desember. „Ég væri gjarnan til í að klóna þessa höll og koma fyrir í Kristiansand. Þetta er stórkostleg aðstaða,“ sagði Ole Gustav Gjekstad, þjálfari Vipers.
Handbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Sjá meira