„Nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 18:38 Greint var frá því á Vísi í dag að Hildur hefur ekki mætt á fundi borgarstjórnar í á þriðja mánuð. Hildur segir það ekki endurspegla mætingu hennar á kjörtímabilinu. Vísir/Egill Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar segist hafa lagt nótt við dag í baráttu sinni um borgina. Hún segir dræma mætingu sína á borgarstjórnarfundi undanfarna tvo mánuði ekki endurspegla kjörtímabilið. Hildur segir í yfirlýsingu á Facebook að þetta endurspegli ekki mætingu hennar á kjörtímabilinu. Hún hafi á kjörtímabilinu og fram að kosningabaráttu mætt á borgarstjórnarfundi í 90 prósentum tilvika. „Ég hef að undanförnu lagt nótt við dag í baráttu um borgina. Ég er að vanda mig, legg allt í sölurnar og ætla mér að ná góðum árangri með félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum. Ég er svo lánsöm að starfa með vel skipuðum borgarstjórnarhópi þar sem maður kemur í manns stað og félagar mínir hafa leyst mig af á síðustu fundum borgarstjórnar, sem haldnir eru tvisvar í mánuði,“ skrifar Hildur í yfirlýsingu sem hún birti á Facebook nú síðdegis. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Hildur hafi ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hildur sagði þá að annir í kosningarbaráttunni væru ástæðan. Hildur hefur, samkvæmt eftirgrennslan fréttastofu, ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan 15. febrúar. Hún segist leggja bæði metnað og hjarta sitt í starfið og hafi mætt samviskusamlega til funda allt kjörtímabilið. „En mæting mín í borgarstjórn frá árinu 2018 fram að kosningabaráttu hefur verið um 90%,“ skrifar Hildur. „En nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar. Þá umræðu tek ég óhrædd og hlakka til að halda áfram samtalinu við kjósendur.“ Hildur sagðist í samtali við fréttastofu engu hafa við þetta að bæta um málið. Hún benti þó á þegar fréttastofa ræddi við hana fyrr í dag að í aðdraganda kosninga hefðu Sjálfstæðismenn haft þann háttinn á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Hildur segir í yfirlýsingu á Facebook að þetta endurspegli ekki mætingu hennar á kjörtímabilinu. Hún hafi á kjörtímabilinu og fram að kosningabaráttu mætt á borgarstjórnarfundi í 90 prósentum tilvika. „Ég hef að undanförnu lagt nótt við dag í baráttu um borgina. Ég er að vanda mig, legg allt í sölurnar og ætla mér að ná góðum árangri með félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum. Ég er svo lánsöm að starfa með vel skipuðum borgarstjórnarhópi þar sem maður kemur í manns stað og félagar mínir hafa leyst mig af á síðustu fundum borgarstjórnar, sem haldnir eru tvisvar í mánuði,“ skrifar Hildur í yfirlýsingu sem hún birti á Facebook nú síðdegis. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Hildur hafi ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hildur sagði þá að annir í kosningarbaráttunni væru ástæðan. Hildur hefur, samkvæmt eftirgrennslan fréttastofu, ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan 15. febrúar. Hún segist leggja bæði metnað og hjarta sitt í starfið og hafi mætt samviskusamlega til funda allt kjörtímabilið. „En mæting mín í borgarstjórn frá árinu 2018 fram að kosningabaráttu hefur verið um 90%,“ skrifar Hildur. „En nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar. Þá umræðu tek ég óhrædd og hlakka til að halda áfram samtalinu við kjósendur.“ Hildur sagðist í samtali við fréttastofu engu hafa við þetta að bæta um málið. Hún benti þó á þegar fréttastofa ræddi við hana fyrr í dag að í aðdraganda kosninga hefðu Sjálfstæðismenn haft þann háttinn á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira