„Nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 18:38 Greint var frá því á Vísi í dag að Hildur hefur ekki mætt á fundi borgarstjórnar í á þriðja mánuð. Hildur segir það ekki endurspegla mætingu hennar á kjörtímabilinu. Vísir/Egill Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar segist hafa lagt nótt við dag í baráttu sinni um borgina. Hún segir dræma mætingu sína á borgarstjórnarfundi undanfarna tvo mánuði ekki endurspegla kjörtímabilið. Hildur segir í yfirlýsingu á Facebook að þetta endurspegli ekki mætingu hennar á kjörtímabilinu. Hún hafi á kjörtímabilinu og fram að kosningabaráttu mætt á borgarstjórnarfundi í 90 prósentum tilvika. „Ég hef að undanförnu lagt nótt við dag í baráttu um borgina. Ég er að vanda mig, legg allt í sölurnar og ætla mér að ná góðum árangri með félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum. Ég er svo lánsöm að starfa með vel skipuðum borgarstjórnarhópi þar sem maður kemur í manns stað og félagar mínir hafa leyst mig af á síðustu fundum borgarstjórnar, sem haldnir eru tvisvar í mánuði,“ skrifar Hildur í yfirlýsingu sem hún birti á Facebook nú síðdegis. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Hildur hafi ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hildur sagði þá að annir í kosningarbaráttunni væru ástæðan. Hildur hefur, samkvæmt eftirgrennslan fréttastofu, ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan 15. febrúar. Hún segist leggja bæði metnað og hjarta sitt í starfið og hafi mætt samviskusamlega til funda allt kjörtímabilið. „En mæting mín í borgarstjórn frá árinu 2018 fram að kosningabaráttu hefur verið um 90%,“ skrifar Hildur. „En nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar. Þá umræðu tek ég óhrædd og hlakka til að halda áfram samtalinu við kjósendur.“ Hildur sagðist í samtali við fréttastofu engu hafa við þetta að bæta um málið. Hún benti þó á þegar fréttastofa ræddi við hana fyrr í dag að í aðdraganda kosninga hefðu Sjálfstæðismenn haft þann háttinn á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Hildur segir í yfirlýsingu á Facebook að þetta endurspegli ekki mætingu hennar á kjörtímabilinu. Hún hafi á kjörtímabilinu og fram að kosningabaráttu mætt á borgarstjórnarfundi í 90 prósentum tilvika. „Ég hef að undanförnu lagt nótt við dag í baráttu um borgina. Ég er að vanda mig, legg allt í sölurnar og ætla mér að ná góðum árangri með félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum. Ég er svo lánsöm að starfa með vel skipuðum borgarstjórnarhópi þar sem maður kemur í manns stað og félagar mínir hafa leyst mig af á síðustu fundum borgarstjórnar, sem haldnir eru tvisvar í mánuði,“ skrifar Hildur í yfirlýsingu sem hún birti á Facebook nú síðdegis. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Hildur hafi ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hildur sagði þá að annir í kosningarbaráttunni væru ástæðan. Hildur hefur, samkvæmt eftirgrennslan fréttastofu, ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan 15. febrúar. Hún segist leggja bæði metnað og hjarta sitt í starfið og hafi mætt samviskusamlega til funda allt kjörtímabilið. „En mæting mín í borgarstjórn frá árinu 2018 fram að kosningabaráttu hefur verið um 90%,“ skrifar Hildur. „En nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar. Þá umræðu tek ég óhrædd og hlakka til að halda áfram samtalinu við kjósendur.“ Hildur sagðist í samtali við fréttastofu engu hafa við þetta að bæta um málið. Hún benti þó á þegar fréttastofa ræddi við hana fyrr í dag að í aðdraganda kosninga hefðu Sjálfstæðismenn haft þann háttinn á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira