Jafnrétti – bara hálfa leið? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 3. maí 2022 17:01 Skóli án aðgreiningar, samfélag fyrir alla, aðgengi fyrir alla og fleiri stefnur í átt að jafnrétti hafa komið fram á undanförnum árum. Það er af hinu góða en lengi má gott bæta. Eitt skref í þeirri vegferð var að fyrir skemmstu kom út bæklingur um þátttöku trans barna í íþróttum og mikið hefur verið rætt um þátttöku þeirra í tómstundum. Í jafnréttisáætlun nokkurra íþróttafélaga í Reykjavík er einnig fjallað um jafna möguleika sem flestra til þátttöku óháð kyni, uppruna, kynhneigð, kynvitund, aldri, fötlun, þjóðerni, trúarbrögðum, skoðunum, litarhætti eða annarrar stöðu. En gengur það í rauninni alla leið? Tökum dæmi af ungum nemanda sem hefur alla tíð búið í sama hverfinu. Nemandinn er með þannig fötlun að hann fellur ekki undir þau viðmið að þurfa að vera í sérskóla eða sérdeild, en þarf engu að síður stuðning. Eftir leikskólagöngu meta bæði foreldrar og sérfræðingar sem unnið hafa með honum að hann geti vel verið í hverfisskólanum, sem er jákvætt enda hefur nemandinn eignast þar marga góða vini. Í hverfinu er einnig öflugt íþróttafélag sem margir krakkar sækja og þessi nemandi hefur áhuga á því að gera það sama. Fyrstu fjögur árin hans í grunnskólanum ganga vel. Nemandinn nýtur þjónustu á frístundaheimili skólans með stuðningi að skóladegi loknum og með stuðningi sem aðstoðar hann við að aðlaga umhverfið þegar þess þarf fötlunarinnar vegna. Þar sem íþróttafélagið og frístundaheimilið eru í góðu samstarfi hefur nemandinn möguleika á að fara með stuðningnum sínum og fá aðstoð við að stunda þær íþróttir sem hann hefur áhuga á. Hér er kerfið til fyrirmyndar. Þegar fjórða bekk lýkur breytist hins vegar margt. Nemandinn er ekki lengur gjaldgengur á frístundaheimili skólans vegna aldurs auk þess sem allir vinir hans eru einnig hættir vegna aldurs. Nemandinn mun samt sem áður þurfa áframhaldandi stuðning að skóladegi loknum og í þeim íþróttum sem hann hefur stundað. Þá breytast einnig áherslurnar hjá íþróttafélaginu hans þar sem meiri kröfur eru nú gerðar til keppni en áður, sem getur reynst afar flókið. Einn af fáum möguleikum sem standa nemandanum nú til boða er að sækja sérstakan frístundaklúbb fyrir nemendur með fötlun. Sá klúbbur er þó ekki staðsettur í hverfinu hans og þarf hann því að kveðja frístundir með vinum sínum og reiða sig að auki á akstursþjónustu til að komast á milli og er oft um töluverðan akstur að ræða. Þá getur íþróttafélagið sem hann er búinn að vera hluti af í langan tíma ekki boðið honum upp á þátttöku hjá sér lengur þar sem ekki er unnt að veita honum stuðning eða aðlögun lengur. Þjálfarinn hans þar hvetur hann hins vegar eindregið til að ganga til liðs við íþróttafélag sem sérstaklega er ætlað fötluðum, sem þó vill svo óheppilega til að er ekki með æfingar í hverfinu hans. Þessi félög vinna þó frábært starf sem mikilvægt er að sé einnig valkostur. Hér er um breytingar að ræða, sem gæti átt við ákveðin hluta nemenda með sérþarfir. Við breytingar líkt og þeim sem lýst er hér að ofan má ætla að margt verði nemandanum í óhag. Ef hann þarf að sækja frístundir út fyrir sitt hverfi má ætla að hann lendi í félagslegri einangrun sem getur haft slæmar afleiðingar fyrir nemandann, sérstaklega þegar komið er fram á unglingsár. Því er nauðsynlegt að efla íþrótta- og tómstundastarf með það að markmiði að þátttakendur með fötlun geti verið í þeim tómstundum sem þeir kjósa þar sem þeir kjósa með þeim stuðningi sem hentar. Þá má velta upp þeirri spurningu hvað felist í jafnréttisáætlunum þegar staðreyndin er að mörgum er bent á að fara annað.. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Skóli án aðgreiningar, samfélag fyrir alla, aðgengi fyrir alla og fleiri stefnur í átt að jafnrétti hafa komið fram á undanförnum árum. Það er af hinu góða en lengi má gott bæta. Eitt skref í þeirri vegferð var að fyrir skemmstu kom út bæklingur um þátttöku trans barna í íþróttum og mikið hefur verið rætt um þátttöku þeirra í tómstundum. Í jafnréttisáætlun nokkurra íþróttafélaga í Reykjavík er einnig fjallað um jafna möguleika sem flestra til þátttöku óháð kyni, uppruna, kynhneigð, kynvitund, aldri, fötlun, þjóðerni, trúarbrögðum, skoðunum, litarhætti eða annarrar stöðu. En gengur það í rauninni alla leið? Tökum dæmi af ungum nemanda sem hefur alla tíð búið í sama hverfinu. Nemandinn er með þannig fötlun að hann fellur ekki undir þau viðmið að þurfa að vera í sérskóla eða sérdeild, en þarf engu að síður stuðning. Eftir leikskólagöngu meta bæði foreldrar og sérfræðingar sem unnið hafa með honum að hann geti vel verið í hverfisskólanum, sem er jákvætt enda hefur nemandinn eignast þar marga góða vini. Í hverfinu er einnig öflugt íþróttafélag sem margir krakkar sækja og þessi nemandi hefur áhuga á því að gera það sama. Fyrstu fjögur árin hans í grunnskólanum ganga vel. Nemandinn nýtur þjónustu á frístundaheimili skólans með stuðningi að skóladegi loknum og með stuðningi sem aðstoðar hann við að aðlaga umhverfið þegar þess þarf fötlunarinnar vegna. Þar sem íþróttafélagið og frístundaheimilið eru í góðu samstarfi hefur nemandinn möguleika á að fara með stuðningnum sínum og fá aðstoð við að stunda þær íþróttir sem hann hefur áhuga á. Hér er kerfið til fyrirmyndar. Þegar fjórða bekk lýkur breytist hins vegar margt. Nemandinn er ekki lengur gjaldgengur á frístundaheimili skólans vegna aldurs auk þess sem allir vinir hans eru einnig hættir vegna aldurs. Nemandinn mun samt sem áður þurfa áframhaldandi stuðning að skóladegi loknum og í þeim íþróttum sem hann hefur stundað. Þá breytast einnig áherslurnar hjá íþróttafélaginu hans þar sem meiri kröfur eru nú gerðar til keppni en áður, sem getur reynst afar flókið. Einn af fáum möguleikum sem standa nemandanum nú til boða er að sækja sérstakan frístundaklúbb fyrir nemendur með fötlun. Sá klúbbur er þó ekki staðsettur í hverfinu hans og þarf hann því að kveðja frístundir með vinum sínum og reiða sig að auki á akstursþjónustu til að komast á milli og er oft um töluverðan akstur að ræða. Þá getur íþróttafélagið sem hann er búinn að vera hluti af í langan tíma ekki boðið honum upp á þátttöku hjá sér lengur þar sem ekki er unnt að veita honum stuðning eða aðlögun lengur. Þjálfarinn hans þar hvetur hann hins vegar eindregið til að ganga til liðs við íþróttafélag sem sérstaklega er ætlað fötluðum, sem þó vill svo óheppilega til að er ekki með æfingar í hverfinu hans. Þessi félög vinna þó frábært starf sem mikilvægt er að sé einnig valkostur. Hér er um breytingar að ræða, sem gæti átt við ákveðin hluta nemenda með sérþarfir. Við breytingar líkt og þeim sem lýst er hér að ofan má ætla að margt verði nemandanum í óhag. Ef hann þarf að sækja frístundir út fyrir sitt hverfi má ætla að hann lendi í félagslegri einangrun sem getur haft slæmar afleiðingar fyrir nemandann, sérstaklega þegar komið er fram á unglingsár. Því er nauðsynlegt að efla íþrótta- og tómstundastarf með það að markmiði að þátttakendur með fötlun geti verið í þeim tómstundum sem þeir kjósa þar sem þeir kjósa með þeim stuðningi sem hentar. Þá má velta upp þeirri spurningu hvað felist í jafnréttisáætlunum þegar staðreyndin er að mörgum er bent á að fara annað.. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun