Er betra að búa annars staðar en í Reykjavík? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 3. maí 2022 13:31 Nýlega birti Félagsvísindastofnun HÍ niðurstöður úr Þjóðmálakönnun um þjónustu sveitarfélaga í aðdraganda kosninga. Ánægja íbúa er mun minni í Reykjavík en að jafnaði í öðrum sveitarfélögum. Einungis 42,1% Reykvíkinga eru frekar ánægðir eða mjög ánægðir með þjónustuna sem borgin veitir samanborið við 65,8% íbúa nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur og 62,1% íbúa landsbyggðarinnar. Niðurstöðurnar eru blaut tuska í andlit borgaryfirvalda. En koma þær eitthvað sérstaklega á óvart? Listinn er langur og auðvelt er að benda á atriði eins og viðvarandi lóðaskort, langa biðlista í leikskólum, myglaða skóla vegna skorts á viðhaldi, samgöngur í ólestri, sorphirðu og svo mætti lengi telja. Það bíður betri tíma en hér ætla ég að fjalla um þjónustu sem er mun sértækari og vill oft gleymast með hækkandi sól en það er snjómokstur á götum borgarinnar. Snjómokstur í ólestri Það þarf ekki að fara mörgum orðum um nýliðinn vetur. Hann var harðari en gengur og gerist. En við búum á Íslandi. Eins og afi minn sagði alltaf „ Á Íslandi er allra veðra von… með korters fyrirvara.“ Þrátt fyrir að Veðurstofan og Almannavarnir gefi út mun nákvæmari spár og viðvaranir en áður þá er eins og borgaryfirvöld séu minna undirbúin til að takast á við áskoranir Vetur konungs. Margar vikur í röð var ekki hægt að moka götur borgarinnar sem olli því að smærri bílar áttu erfitt um vik. Þegar lengra leið á voru göturnar orðnar að eins konar lestarteinum með tilheyrandi skemmdum á bílum vegna hjólfara sem voru allt að 25-30 sentimetra djúp. Þegar klakabrynjuðu göturnar voru loks mokaðar olli það gríðarlegum skemmdum á götum með tilheyrandi kostnaði. Ástandið var svo slæmt að fyrirtæki í borginni tóku sig saman og greiddu fyrir mokstur gatna sem voru á forræði borgarinnar. En hvað klikkaði? Vissulega stjórnum við ekki veðri og færð en fyrirhyggja og skilningur á verkefnum skiptir miklu máli um hvernig til tekst. Borgaryfirvöld fengu sent kvörtunarbréf frá starfsfólki vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar þar sem talað var um hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og hreint út sagt virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda. Snjómoksturstæki máttu ekki vera á nagladekkjum vegna stefnu borgarstjórnarmeirihlutans um að draga úr notkun nagladekkja alveg óháð því hvers konar aðstæður við er að glíma. Starfsfólk er því sett í ómögulega stöðu og engan veginn gert kleift að sinna starfi sínu af kostgæfni. Snjómokstur er kannski ekki ofarlega í huga okkar núna þegar grasið er að grænka en punkturinn er þessi. Fyrst ekki er haldið betur á afmörkuðu verkefni eins og snjómokstri, hvernig fer þá með öll stóru verkefnin? Höfundur er framkvæmdastjóri, varaþingmaður og skipar 4. sæti lista Framsóknar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Aðalsteinn Haukur Sverrisson Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Nýlega birti Félagsvísindastofnun HÍ niðurstöður úr Þjóðmálakönnun um þjónustu sveitarfélaga í aðdraganda kosninga. Ánægja íbúa er mun minni í Reykjavík en að jafnaði í öðrum sveitarfélögum. Einungis 42,1% Reykvíkinga eru frekar ánægðir eða mjög ánægðir með þjónustuna sem borgin veitir samanborið við 65,8% íbúa nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur og 62,1% íbúa landsbyggðarinnar. Niðurstöðurnar eru blaut tuska í andlit borgaryfirvalda. En koma þær eitthvað sérstaklega á óvart? Listinn er langur og auðvelt er að benda á atriði eins og viðvarandi lóðaskort, langa biðlista í leikskólum, myglaða skóla vegna skorts á viðhaldi, samgöngur í ólestri, sorphirðu og svo mætti lengi telja. Það bíður betri tíma en hér ætla ég að fjalla um þjónustu sem er mun sértækari og vill oft gleymast með hækkandi sól en það er snjómokstur á götum borgarinnar. Snjómokstur í ólestri Það þarf ekki að fara mörgum orðum um nýliðinn vetur. Hann var harðari en gengur og gerist. En við búum á Íslandi. Eins og afi minn sagði alltaf „ Á Íslandi er allra veðra von… með korters fyrirvara.“ Þrátt fyrir að Veðurstofan og Almannavarnir gefi út mun nákvæmari spár og viðvaranir en áður þá er eins og borgaryfirvöld séu minna undirbúin til að takast á við áskoranir Vetur konungs. Margar vikur í röð var ekki hægt að moka götur borgarinnar sem olli því að smærri bílar áttu erfitt um vik. Þegar lengra leið á voru göturnar orðnar að eins konar lestarteinum með tilheyrandi skemmdum á bílum vegna hjólfara sem voru allt að 25-30 sentimetra djúp. Þegar klakabrynjuðu göturnar voru loks mokaðar olli það gríðarlegum skemmdum á götum með tilheyrandi kostnaði. Ástandið var svo slæmt að fyrirtæki í borginni tóku sig saman og greiddu fyrir mokstur gatna sem voru á forræði borgarinnar. En hvað klikkaði? Vissulega stjórnum við ekki veðri og færð en fyrirhyggja og skilningur á verkefnum skiptir miklu máli um hvernig til tekst. Borgaryfirvöld fengu sent kvörtunarbréf frá starfsfólki vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar þar sem talað var um hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og hreint út sagt virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda. Snjómoksturstæki máttu ekki vera á nagladekkjum vegna stefnu borgarstjórnarmeirihlutans um að draga úr notkun nagladekkja alveg óháð því hvers konar aðstæður við er að glíma. Starfsfólk er því sett í ómögulega stöðu og engan veginn gert kleift að sinna starfi sínu af kostgæfni. Snjómokstur er kannski ekki ofarlega í huga okkar núna þegar grasið er að grænka en punkturinn er þessi. Fyrst ekki er haldið betur á afmörkuðu verkefni eins og snjómokstri, hvernig fer þá með öll stóru verkefnin? Höfundur er framkvæmdastjóri, varaþingmaður og skipar 4. sæti lista Framsóknar í Reykjavík.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun