Ágúst Gylfason: Ég skulda Jökli aðstoðarþjálfara út að borða Sverrir Mar Smárason skrifar 2. maí 2022 22:45 Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, ræðir við aðstoðarmann sinn, Jökul Elísabetarson. Vísir/Vilhelm Águst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, lofaði fjörugum leik þegar lið hans mætti Víkingum í Víkinni í Bestu deild karla í kvöld. Hann segist þó ekki alveg hafa búist við þessari flugeldasýningu en leikurinn endaði með 4-5 sigri Stjörnunnar. „Kannski ekki alveg þessu. Ég er búinn að segja í annað skipti að þetta yrði skemmtilegasti leikur sumarsins. Það verður erfitt að toppa þetta. Ég er alveg klár á því. Þvílíka frammistaðan hjá báðum liðum. Sóknarleikur.“ „Það var unun að horfa á þetta. [Það sem gerði útslagið var] hugrekki og þor. Þora að sækja á Víkingana. Þeir komu á okkur trekk í trekk. Við fórum á þá trekk í trekk. Níu mörk. Þannig að það var það sem skóp sigurinn í dag. Þetta hefði getað lent hvoru megin sem var. Sláarskot, samskeitin. Þetta var bara algjör flugeldasýning,“ sagði Ágúst. Ágúst neyddist til að gera skiptingu í hálfleik. Hann segir ástæðu hennar vera meiðsli. „Við erum með geggjaðan hóp, stóran hóp, frískir strákar í topp standi. Þannig að það skiptir engu máli hverjir eru inn á. Við erum með 11 fríska menn hverju sinni. Það voru smá meiðsli, við gerðum ákveðna taktíska breytingu í hálfleik.“ „Þórarinn mögulega átt að koma út af í hálfleik en hann tórði nokkrar mínútur í viðbót í seinni. Þannig við þurftum að gera tvöfalda skiptingu, nýttum allar okkar skiptingar. Það var líka lykillnn að sigri og bara karakter,“ sagði Ágúst. Ungu strákarnir í liði Stjörnunnar áttu frábæran leik í kvöld og Ágúst segist vera skuldugur aðstoðarmanni sínum. „Þeir eru heldur betur á góðu rönni og ég skulda Jökli aðstoðarþjálfara að fara út að borða það er nokkuð ljóst. Frammistaða ungu strákana bara frábær og við vorum búnir að ákveða það að ef þeir myndu standa sig vel að ég myndi bjóða Jökli út að borða,“ sagði Ágúst léttur og hélt áfram. „Við eigum allir heiðurinn að þessu. Bæði þeir, ungu strákarnir að standa sig og náttúrulega þjálfarateymið allir í kringum þetta. En eins og ég segi, Jökull fær lúxus mat, góða steik út að borða. Það er það sem skilur eftir sig,“ sagði Ágúst um ungu leikmenn Stjörnunnar. Aðspurður hvað þessi leikur þýði sagði Ágúst, „Bara áfram gakk, frábær frammistaða og góður sigur. Góð frammistaða, það er það sem skilar okkur áframhaldinu og við þurfum að halda þessu áfram.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Sjá meira
„Kannski ekki alveg þessu. Ég er búinn að segja í annað skipti að þetta yrði skemmtilegasti leikur sumarsins. Það verður erfitt að toppa þetta. Ég er alveg klár á því. Þvílíka frammistaðan hjá báðum liðum. Sóknarleikur.“ „Það var unun að horfa á þetta. [Það sem gerði útslagið var] hugrekki og þor. Þora að sækja á Víkingana. Þeir komu á okkur trekk í trekk. Við fórum á þá trekk í trekk. Níu mörk. Þannig að það var það sem skóp sigurinn í dag. Þetta hefði getað lent hvoru megin sem var. Sláarskot, samskeitin. Þetta var bara algjör flugeldasýning,“ sagði Ágúst. Ágúst neyddist til að gera skiptingu í hálfleik. Hann segir ástæðu hennar vera meiðsli. „Við erum með geggjaðan hóp, stóran hóp, frískir strákar í topp standi. Þannig að það skiptir engu máli hverjir eru inn á. Við erum með 11 fríska menn hverju sinni. Það voru smá meiðsli, við gerðum ákveðna taktíska breytingu í hálfleik.“ „Þórarinn mögulega átt að koma út af í hálfleik en hann tórði nokkrar mínútur í viðbót í seinni. Þannig við þurftum að gera tvöfalda skiptingu, nýttum allar okkar skiptingar. Það var líka lykillnn að sigri og bara karakter,“ sagði Ágúst. Ungu strákarnir í liði Stjörnunnar áttu frábæran leik í kvöld og Ágúst segist vera skuldugur aðstoðarmanni sínum. „Þeir eru heldur betur á góðu rönni og ég skulda Jökli aðstoðarþjálfara að fara út að borða það er nokkuð ljóst. Frammistaða ungu strákana bara frábær og við vorum búnir að ákveða það að ef þeir myndu standa sig vel að ég myndi bjóða Jökli út að borða,“ sagði Ágúst léttur og hélt áfram. „Við eigum allir heiðurinn að þessu. Bæði þeir, ungu strákarnir að standa sig og náttúrulega þjálfarateymið allir í kringum þetta. En eins og ég segi, Jökull fær lúxus mat, góða steik út að borða. Það er það sem skilur eftir sig,“ sagði Ágúst um ungu leikmenn Stjörnunnar. Aðspurður hvað þessi leikur þýði sagði Ágúst, „Bara áfram gakk, frábær frammistaða og góður sigur. Góð frammistaða, það er það sem skilar okkur áframhaldinu og við þurfum að halda þessu áfram.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Sjá meira