Nökkvi Þeyr: „Mér líður alveg ofboðslega vel á Dalvík” Árni Gísli Magnússon skrifar 2. maí 2022 20:45 Nökkvi Þeyr var hetja KA í kvöld. Vísir/Vilhelm Nökkvi Þeyr Þórisson var hetja KA-manna í kvöld þegar liðið lagði Keflavík að velli í dramatískum leik, 3-2. Nökkvi skoraði tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggði liðinu sigur sem var vel við hæfi enda er hann frá Dalvík. Þorri Mar, tvíburabróðir hans, skoraði fyrsta mark leiksins. Hvernig er tilfinningin strax eftir leik? „Hún er ekkert eðlilega sæt, þetta var náttúrulega mikil dramatík í lokin, við fáum víti og ég skora naumlega úr því og svo bara liggur við á lokamínútunni þá setjum við þriðja markið eftir að hafa verið undir allan seinni hálfleikinn og þetta var nú ekki okkar besti leikur en þrjú ekkert smá mikilvæg stig.” KA gerði oftar en einu sinni tilkall til vítaspyrnu áður en þeir fengu loksins eina slíka dæmda. Nökkva fannst jafnvel hafa verið hægt að dæma fleiri víti í leiknum. „Mér fannst eitt þeirra vera víti en hin tvö voru svona pínu soft þannig ég skil alveg að það hafi ekki verið dæmt en allavega eitt þeirra í fyrri hálfleik þegar Grímsi (Hallgrímur Mar) er á undan markmanninum í boltann þá fannst mér það vera víti en annars mjög vel dæmdur leikur.” Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, var í boltanum þegar Nökkvi skoraði úr vítinu og segir Nökkvi þetta alls ekki hafa verið besta vítið hans á ferlinum. „Ég viðurkenni að ég hef tekið betri víti og þegar ég sá að Sindri var í boltanum þá fékk ég smá aukaslag en þegar ég sá hann inni, það var ljúft. Þónokkur víti fóru forgörðum hjá KA á síðasta tímabili þar sem nokkrir leikmenn fengu að spreyta sig á punktinum. Var búið að ákveða fyrir leik að Nökkvi væri vítaskytta liðsins? „Við vorum búnir að ræða um að ég myndi taka víti ef til þess kæmi og ég bara steig upp og sem betur fer skilaði það sér en ég ætla að æfa þetta aðeins betur fyrir næsta leik, ég vona að það verði ekki jafn lélegt.” „Mér líður alveg ofboðslega vel á Dalvík og það er alveg ofboðslega gaman að spila hérna, þetta er einn besti völlur á landinu og veðrið hefur ekki ennþá svikið okkur hérna og heimamenn frábærir þannig að mér líður mjög vel hérna,” sagði hinn skælbrosandi Nökkvi að lökum aðspurður hvernig honum líði með að spila í sínum heimabæ. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Hvernig er tilfinningin strax eftir leik? „Hún er ekkert eðlilega sæt, þetta var náttúrulega mikil dramatík í lokin, við fáum víti og ég skora naumlega úr því og svo bara liggur við á lokamínútunni þá setjum við þriðja markið eftir að hafa verið undir allan seinni hálfleikinn og þetta var nú ekki okkar besti leikur en þrjú ekkert smá mikilvæg stig.” KA gerði oftar en einu sinni tilkall til vítaspyrnu áður en þeir fengu loksins eina slíka dæmda. Nökkva fannst jafnvel hafa verið hægt að dæma fleiri víti í leiknum. „Mér fannst eitt þeirra vera víti en hin tvö voru svona pínu soft þannig ég skil alveg að það hafi ekki verið dæmt en allavega eitt þeirra í fyrri hálfleik þegar Grímsi (Hallgrímur Mar) er á undan markmanninum í boltann þá fannst mér það vera víti en annars mjög vel dæmdur leikur.” Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, var í boltanum þegar Nökkvi skoraði úr vítinu og segir Nökkvi þetta alls ekki hafa verið besta vítið hans á ferlinum. „Ég viðurkenni að ég hef tekið betri víti og þegar ég sá að Sindri var í boltanum þá fékk ég smá aukaslag en þegar ég sá hann inni, það var ljúft. Þónokkur víti fóru forgörðum hjá KA á síðasta tímabili þar sem nokkrir leikmenn fengu að spreyta sig á punktinum. Var búið að ákveða fyrir leik að Nökkvi væri vítaskytta liðsins? „Við vorum búnir að ræða um að ég myndi taka víti ef til þess kæmi og ég bara steig upp og sem betur fer skilaði það sér en ég ætla að æfa þetta aðeins betur fyrir næsta leik, ég vona að það verði ekki jafn lélegt.” „Mér líður alveg ofboðslega vel á Dalvík og það er alveg ofboðslega gaman að spila hérna, þetta er einn besti völlur á landinu og veðrið hefur ekki ennþá svikið okkur hérna og heimamenn frábærir þannig að mér líður mjög vel hérna,” sagði hinn skælbrosandi Nökkvi að lökum aðspurður hvernig honum líði með að spila í sínum heimabæ. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira