Af aldursfordómum og mannfyrirlitningu á HVEST Halldór Jónsson skrifar 2. maí 2022 14:00 Það hefur án efa ekki verið auðvelt og því síður einfalt að starfa við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða síðustu áratugina. Heilbrigðisstörf eru öll mjög krefjandi, umhverfið þar vestra hefur um margt verið snúið og ekki síst var rekstur stofnunarinnar slíkur að fréttir af hatrömmum átökum milli einstakra starfsmanna og stjórnenda töldust ekki til stórtíðinda. Starfsmannavelta var því nokkur og á stundum mjög erfitt að manna sumar stöður. Þrátt fyrir þetta ástand hefur stofnunin búið við það ríkidæmi að þar finnast starfsmenn með áratuga starfsferil að baki, sem stóðu þétt að baki stofnuninni og samfélaginu við þessar erfiðu og mjög krefjandi aðstæður. Undanfarin ár hafa ekki borist margar neikvæðar fréttir af stofnuninni. Raunar frekar hið gagnstæða. Á heimasíðu stofnunarinnar má enda finna hverja áætlunina á fætur annarri, sem tryggja eiga allt það besta í rekstri og umfram allt í mannlegum samskiptum. Tökum nokkur dæmi úr þeim plöggum: „Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er annt um líðan og ánægju starfsfólks og vill tryggja gott, öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi sem ýtir undir velferð starfsmanna“ segir á einum stað. „Þegar starfslok nálgast vegna aldurs er leitast við að verða við beiðnum sem kunna að auðvelda þær breytingar s.s. lækkað starfshlutfall“ segir á öðrum. „Hvatt er til samtals um málefni vinnustaðarins og heiðarlegri endurgjöf frá starfsmönnum fagnað“ segir á þeim þriðja. Síðast en ekki síst er þetta: „Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er lögð áhersla á að allt starfsfólk sé metið að verðleikum og njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum. Starfsfólki er ekki mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar eða þjóðernis, kynhneigðar, aldurs, trúar, fötlunar, skoðana eða annarra þátta“ Stefna stofnunarinnar er í heildina römmuð inn í þessum fallegu orðum: „Virðing – jákvæðni – samvinna – traust“ En hver er svo raunin. Eru það þessi fallegu orð sem nú ráða ríkjum innan stofnunarinnar eða eru þau fallegar umbúðir um eitthvað allt annað og verra umhverfi? Því er þetta rifjað upp hér að á dögunum bárust mér fréttir af máli starfsmanns sem staðfestir hið verra. Þar er um að ræða rúmlega 67 ára gamlan læknaritara með rúmlega 32ja ára starfsferil við stofnunina. Starfsmann sem hafði nýlega undirbúið starfslok sín vegna aldurs með lækkun starfshlutfalls. Starfsmann sem staðið hefur með sinni stofnun í gegnum þykkt og þunnt alla tíð, oft við mjög erfiðar aðstæður eins og fyrr er nefnt. Að loknum stuttum fundum með mannauðsstjóra, sem jafnframt er yfirmaður læknaritara, er starfsmanninum gert að yfirgefa stofnunina umsvifalaust. Í byrjun vinnudags er starfsmanni með rúmlega 32ja ára starfsaldur vísað á dyr, öllum aðgangi að upplýsingakerfum stofnunarinnar lokað og ekki gefið færi á því að kveðja sitt nánasta samstarfsfólk. Slík harðneskjuleg vinnubrögð yfirmanns með samþykki forstjóra benda til alvarlegs brots umrædds starfsmanns í starfi sínu. En er það svo? Hverjar voru svo þær ávirðingar? Jú, honum var gefið að sök og vera orðinn gleyminn og hafa tapað heyrn. Enginn hafði nokkru sinni nefnt þessa galla við starfsmanninn sjálfan. Um síðir voru svo nefndar tvær smávægilegar villur við skráningu sem fyrir löngu höfðu verið afgreiddar og engum dottið í hug að gera þær að frekara umræðuefni. Forstjórinn bætti svo um betur með því að láta í veðri vaka að kvartanir hefðu borist vegna starfsmannsins „ úr ýmsum áttum“ án þess að geta útskýrt það frekar. Þegar trúnaðarmaður og verkalýðsfélag starfsmannsins höfðu afskipti af málinu var hins vegar starfsmanninum boðið að færast í annað starf. Því hafnaði starfsmaðurinn að sjálfsögðu því honum hafði jú verið vísað heim sem gleyminn, heyrnardaufur og gjarn á mistök í starfi. Sem stendur reyna nú stjórnendur stofnunarinnar að kaupa sig frá málinu með gerð starfslokasamnings við starfsmanninn án viðurkenningar á því að lítilsvirt hann og brotið á rétti hans. Skattgreiðendur eiga að bæta fyrir mistökin. Ábyrgð stjórnenda á eigin gjörðum á engin að verða. Ríflega 32ja ára reynslu er kastað á glæ og hún einskis metin. Af viðbrögðum og vinnubrögðum í þessu máli bendir margt til þess að lítið hafi í raun lagast í stjórnunarháttum hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Það er ákaflega dapurlegt. Fallegt orðskrúð, margorðar stefnur, litríkar umbúðir og skjall nær ekki að breiða yfir staðreyndir þessa máls. Heima situr starfsmaðurinn, sem undirbúið hafði væntanleg starfslok vegna aldurs og hugðist enda starfsferil sinn eins og allir vilja, með fullri reisn. Hann veit ekki sitt rjúkandi ráð. Sviptur starfinu, vísað af vinnustaðnum, lokað á samskipti við vinnufélaga og stofnunin sem hann hafði staðið með í gegnum þykkt og þunnt hefur brugðist honum. Starfsmanninum hefur ekki verið sýnd nein virðing, ekki jákvæðni, engin samvinna og traustið er horfið. Hvernig skyldi öðrum starfsmönnum stofnunarinnar á svipuðu reki líða eftir þessi skilaboð? Forstjórinn og mannauðsstjórinn brosa framan í heiminn og veifa áfram litríkum marklausum stefnum og plöggum. Mannfyrirlitningu og aldursfordóma geta þau hins vegar aldrei falið. Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Það hefur án efa ekki verið auðvelt og því síður einfalt að starfa við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða síðustu áratugina. Heilbrigðisstörf eru öll mjög krefjandi, umhverfið þar vestra hefur um margt verið snúið og ekki síst var rekstur stofnunarinnar slíkur að fréttir af hatrömmum átökum milli einstakra starfsmanna og stjórnenda töldust ekki til stórtíðinda. Starfsmannavelta var því nokkur og á stundum mjög erfitt að manna sumar stöður. Þrátt fyrir þetta ástand hefur stofnunin búið við það ríkidæmi að þar finnast starfsmenn með áratuga starfsferil að baki, sem stóðu þétt að baki stofnuninni og samfélaginu við þessar erfiðu og mjög krefjandi aðstæður. Undanfarin ár hafa ekki borist margar neikvæðar fréttir af stofnuninni. Raunar frekar hið gagnstæða. Á heimasíðu stofnunarinnar má enda finna hverja áætlunina á fætur annarri, sem tryggja eiga allt það besta í rekstri og umfram allt í mannlegum samskiptum. Tökum nokkur dæmi úr þeim plöggum: „Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er annt um líðan og ánægju starfsfólks og vill tryggja gott, öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi sem ýtir undir velferð starfsmanna“ segir á einum stað. „Þegar starfslok nálgast vegna aldurs er leitast við að verða við beiðnum sem kunna að auðvelda þær breytingar s.s. lækkað starfshlutfall“ segir á öðrum. „Hvatt er til samtals um málefni vinnustaðarins og heiðarlegri endurgjöf frá starfsmönnum fagnað“ segir á þeim þriðja. Síðast en ekki síst er þetta: „Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er lögð áhersla á að allt starfsfólk sé metið að verðleikum og njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum. Starfsfólki er ekki mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar eða þjóðernis, kynhneigðar, aldurs, trúar, fötlunar, skoðana eða annarra þátta“ Stefna stofnunarinnar er í heildina römmuð inn í þessum fallegu orðum: „Virðing – jákvæðni – samvinna – traust“ En hver er svo raunin. Eru það þessi fallegu orð sem nú ráða ríkjum innan stofnunarinnar eða eru þau fallegar umbúðir um eitthvað allt annað og verra umhverfi? Því er þetta rifjað upp hér að á dögunum bárust mér fréttir af máli starfsmanns sem staðfestir hið verra. Þar er um að ræða rúmlega 67 ára gamlan læknaritara með rúmlega 32ja ára starfsferil við stofnunina. Starfsmann sem hafði nýlega undirbúið starfslok sín vegna aldurs með lækkun starfshlutfalls. Starfsmann sem staðið hefur með sinni stofnun í gegnum þykkt og þunnt alla tíð, oft við mjög erfiðar aðstæður eins og fyrr er nefnt. Að loknum stuttum fundum með mannauðsstjóra, sem jafnframt er yfirmaður læknaritara, er starfsmanninum gert að yfirgefa stofnunina umsvifalaust. Í byrjun vinnudags er starfsmanni með rúmlega 32ja ára starfsaldur vísað á dyr, öllum aðgangi að upplýsingakerfum stofnunarinnar lokað og ekki gefið færi á því að kveðja sitt nánasta samstarfsfólk. Slík harðneskjuleg vinnubrögð yfirmanns með samþykki forstjóra benda til alvarlegs brots umrædds starfsmanns í starfi sínu. En er það svo? Hverjar voru svo þær ávirðingar? Jú, honum var gefið að sök og vera orðinn gleyminn og hafa tapað heyrn. Enginn hafði nokkru sinni nefnt þessa galla við starfsmanninn sjálfan. Um síðir voru svo nefndar tvær smávægilegar villur við skráningu sem fyrir löngu höfðu verið afgreiddar og engum dottið í hug að gera þær að frekara umræðuefni. Forstjórinn bætti svo um betur með því að láta í veðri vaka að kvartanir hefðu borist vegna starfsmannsins „ úr ýmsum áttum“ án þess að geta útskýrt það frekar. Þegar trúnaðarmaður og verkalýðsfélag starfsmannsins höfðu afskipti af málinu var hins vegar starfsmanninum boðið að færast í annað starf. Því hafnaði starfsmaðurinn að sjálfsögðu því honum hafði jú verið vísað heim sem gleyminn, heyrnardaufur og gjarn á mistök í starfi. Sem stendur reyna nú stjórnendur stofnunarinnar að kaupa sig frá málinu með gerð starfslokasamnings við starfsmanninn án viðurkenningar á því að lítilsvirt hann og brotið á rétti hans. Skattgreiðendur eiga að bæta fyrir mistökin. Ábyrgð stjórnenda á eigin gjörðum á engin að verða. Ríflega 32ja ára reynslu er kastað á glæ og hún einskis metin. Af viðbrögðum og vinnubrögðum í þessu máli bendir margt til þess að lítið hafi í raun lagast í stjórnunarháttum hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Það er ákaflega dapurlegt. Fallegt orðskrúð, margorðar stefnur, litríkar umbúðir og skjall nær ekki að breiða yfir staðreyndir þessa máls. Heima situr starfsmaðurinn, sem undirbúið hafði væntanleg starfslok vegna aldurs og hugðist enda starfsferil sinn eins og allir vilja, með fullri reisn. Hann veit ekki sitt rjúkandi ráð. Sviptur starfinu, vísað af vinnustaðnum, lokað á samskipti við vinnufélaga og stofnunin sem hann hafði staðið með í gegnum þykkt og þunnt hefur brugðist honum. Starfsmanninum hefur ekki verið sýnd nein virðing, ekki jákvæðni, engin samvinna og traustið er horfið. Hvernig skyldi öðrum starfsmönnum stofnunarinnar á svipuðu reki líða eftir þessi skilaboð? Forstjórinn og mannauðsstjórinn brosa framan í heiminn og veifa áfram litríkum marklausum stefnum og plöggum. Mannfyrirlitningu og aldursfordóma geta þau hins vegar aldrei falið. Höfundur er verkefnastjóri.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun