Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi hópsins, segir að æfingar hefjist strax á morgun.
„Við eigum æfingu strax á morgun og svo eru fleiri æfingar. En svo eru líka blaðamannafundir og opnunarhátíð, viðtöl og alls konar í bland við æfingar,“ segir Rúnar Freyr í frétt RÚV.
Auk systranna Siggu, Betu og Elínar eru tólf aðrir í hópnum sem hélt til Ítalíu í morgun. Þar á meðal bakraddasöngvarar og að sjálfsögðu Lay Low sem er höfundur lagsins „Með hækkandi sól“.
Systurnar þátt í fyrri undankeppninni sem fer fram þann 10.maí. Þær unnu sigur í Söngvakeppninni hér heima eftir harða baráttu við Reykjavíkurdætur.