Þessi þrítuga hollenska hjólreiðakona datt í æfingabúðum á Spáni í jólamánuðinum og fékk slæmt höfuðhögg. Hún hafði verið í dái síðan.
Following four months in a coma after suffering brain damage in a crash, Dutch cyclist Amy Pieters has "consciousness now", her team SD Worx said on Thursday #AFPSportshttps://t.co/baWT8jTtuo
— AFP News Agency (@AFP) April 28, 2022
„Ástandið á Amy Pieters hefur breyst. Hún er nú með meðvitund. Það þýðir að hún getur átt örlítil samskipti. Amy þekkir fólk og skilur það sem er sagt við hana,“ segir í fréttatilkynningu SD Worx.
„Læknarnir vita enn ekki hvaða einkenni og getu hún hefur eftir þessi heilameiðsli,“ segir ennfremur þar.
Amy Pieters fór í aðgerð á Alicante í desember þar sem læknar björguðu lífi hennar. Í byrjun janúar var hún síðan flutt á sjúkrahús í Hollandi í frekari meðferð og umönnun.
SD Worx segir að hún hafi síðan um miðjan febrúar verið í sérstakri og ákafri meðferð.
Pieters er hollenskur meistari í götuhjólreiðum en hún varð líka á sínum tíma þrisvar sinnum heimsmeistari í brautarhjólreiðum. Hún hefur einnig einu sinni orðið Evrópumeistari í götuhjólreiðum.
UPDATE Situation Amy Pieters:
— Team SD Worx (@teamsdworx) April 28, 2022
There is consciousness now. This means that she can communicate slightly non-verbally. Amy recognizes people, understands what is being said and is able to carry out more and more assignments.
More info: https://t.co/Fiq8H76bDi#staystrongamy pic.twitter.com/2VOMBSIMxi