Domino‘s kostar æfingagjöld barna hjá Leikni Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2022 20:33 Markmiðið er að fjölga iðkendum Leiknis um að lágmarki 50% á samningstímanum. Vísir/Hulda Margrét Domino’s og Leiknir hafa komist að samkomulagi um átaksverkefni þar sem markmiðið er að auka þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi Leiknis með því að gera þátttöku gjaldfrjálsa fyrir börn búsett í Breiðholti gegn nýtingu frístundakorts Reykjavíkurborgar. Markmið verkefnisins er að fjölga iðkendum um að lágmarki 50% á samningstímanum og lækka þannig hlutfall barna sem eru óvirk í frístundastarfi í hverfinu, en nýting frístundakortsins er lægst í Efra-Breiðholti af öllum hverfum Reykjavíkur. „Domino’s hefur í rúm 20 ár rekið höfuðstöðvar sínar, þar með talið skrifstofur, þjónustuver og framleiðslu, auk útsölustaðar við Lóuhóla 2-6 í Efra Breiðholti. Í gegnum árin höfum við bundist hverfinu sterkum böndum og notið þess að fá öflugt starfsfólk úr hverfinu og gerum enn,“ segir Magnús Hafliðason, forstjóri Domino’s á Íslandi. Hann segir að þeim hafi verið kunnugt um þær áskoranir sem eru fyrir hendi í hverfinu hvað varðar þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi. „Við erum stolt af þessum samningi en með honum vonumst við til þess að styrkja nærumhverfi okkar með beinum hætti og stuðla að aukinni þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi enda hefur slíkt óumdeild jákvæð áhrif á velferð þeirra,“ segir Magnús enn fremur. Gjaldfrjálst að æfa fyrir 6-16 ára út árið 2023 Átaksverkefnið nær út árið 2023 og nær til barna á aldrinum 6-16 ára sem búsett eru í hverfinu. Sérstök áhersla verður á að miðla upplýsingum um verkefnið á fjölbreyttum tungumálum með það að markmiði að ná til sem flestra fjölskyldna í Efra-Breiðholti. Oscar Clausen, formaður Leiknis, segir framtak Domino’s styrkja nærumhverfi þeirra. „Forganga Domino’s í þessu máli er einsdæmi og öðrum til eftirbreytni. Fyrst og fremst kemur þetta börnum og unglingum í hverfinu til góða og vonumst við til þess að sjá þau hópast á æfingar hjá Leikni.“ Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Reykjavík Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Markmið verkefnisins er að fjölga iðkendum um að lágmarki 50% á samningstímanum og lækka þannig hlutfall barna sem eru óvirk í frístundastarfi í hverfinu, en nýting frístundakortsins er lægst í Efra-Breiðholti af öllum hverfum Reykjavíkur. „Domino’s hefur í rúm 20 ár rekið höfuðstöðvar sínar, þar með talið skrifstofur, þjónustuver og framleiðslu, auk útsölustaðar við Lóuhóla 2-6 í Efra Breiðholti. Í gegnum árin höfum við bundist hverfinu sterkum böndum og notið þess að fá öflugt starfsfólk úr hverfinu og gerum enn,“ segir Magnús Hafliðason, forstjóri Domino’s á Íslandi. Hann segir að þeim hafi verið kunnugt um þær áskoranir sem eru fyrir hendi í hverfinu hvað varðar þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi. „Við erum stolt af þessum samningi en með honum vonumst við til þess að styrkja nærumhverfi okkar með beinum hætti og stuðla að aukinni þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi enda hefur slíkt óumdeild jákvæð áhrif á velferð þeirra,“ segir Magnús enn fremur. Gjaldfrjálst að æfa fyrir 6-16 ára út árið 2023 Átaksverkefnið nær út árið 2023 og nær til barna á aldrinum 6-16 ára sem búsett eru í hverfinu. Sérstök áhersla verður á að miðla upplýsingum um verkefnið á fjölbreyttum tungumálum með það að markmiði að ná til sem flestra fjölskyldna í Efra-Breiðholti. Oscar Clausen, formaður Leiknis, segir framtak Domino’s styrkja nærumhverfi þeirra. „Forganga Domino’s í þessu máli er einsdæmi og öðrum til eftirbreytni. Fyrst og fremst kemur þetta börnum og unglingum í hverfinu til góða og vonumst við til þess að sjá þau hópast á æfingar hjá Leikni.“
Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Reykjavík Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira