Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Snorri Másson skrifar 28. apríl 2022 19:31 Hildur Björnsdóttir ætlar sér að verða borgarstjóri. En þung umræða um frammistöðu ríkisstjórnarflokkanna í landsmálunum er að hennar mati að skyggja á nauðsynlega umræðu um sveitarstjórnarmál í aðdraganda kosninga. Vísir/Egill Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. „Það er auðvitað óþolandi fyrir mig að þurfa að svara fyrir og taka skellinn fyrir mál sem ég hafði ekkert með að gera. Ég er auðvitað nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ég er yngsta konan til að gegna þeirri stöðu og því fylgja auðvitað nýjar áherslur og ný ásýnd. Mig langar til að eiga samtal við fólkið í borginni um það hver við erum og fyrir hvað við stöndum, en við komumst ekki að í umræðunni fyrir þungri umræðu um landsmálin,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Augljóslega var eitthvað að hérna í framkvæmdinni. Það skiptir auðvitað miklu máli í málum af þessum toga að um þau ríki traust. Það hefur ekki tekist að mynda traust um framkvæmd þessa máls. Ég held að þarna þurfi auðvitað að sjálfsögðu að velta við öllum steinum og öll kurl þurfa að koma til grafar. Maður verður bara að reyna að treysta ferlinu fram undan og sjá hvað kemur út úr því. En þetta veldur manni auðvitað allt mjög miklum vonbrigðum,“ segir Hildur. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19,4% fylgi í Reykjavík nú þegar tæpar þrjár vikur eru til sveitarstjórnarkosninga. Flokkurinn náði 30,8% í síðustu kosningum. Þið eruð að mælast með eins og við sjáum, ekki nægilega gott fylgi að ykkar mati. Þið nefnið Bankasöluna sem eitthvað sem kann að vera að hafa áhrif, en ykkar listi. Það er líka talað um klofning innan hans. Það getur ekki verið að það sé ekki líka að hafa áhrif? „Það er enginn klofningur innan okkar lista. Sjálfstæðisflokkurinn samanstendur af mjög fjölbreyttu fólki. Þannig byggjum við okkar tilveru sem breiðfylking. Þarna er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn, saman komum við að borðinu, myndum okkar sýn og málefnastefnu sem við stöndum öll saman um. Það er enginn klofningur hjá okkur, bara full samstaða,“ segir Hildur. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Salan á Íslandsbanka Borgarstjórn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
„Það er auðvitað óþolandi fyrir mig að þurfa að svara fyrir og taka skellinn fyrir mál sem ég hafði ekkert með að gera. Ég er auðvitað nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ég er yngsta konan til að gegna þeirri stöðu og því fylgja auðvitað nýjar áherslur og ný ásýnd. Mig langar til að eiga samtal við fólkið í borginni um það hver við erum og fyrir hvað við stöndum, en við komumst ekki að í umræðunni fyrir þungri umræðu um landsmálin,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Augljóslega var eitthvað að hérna í framkvæmdinni. Það skiptir auðvitað miklu máli í málum af þessum toga að um þau ríki traust. Það hefur ekki tekist að mynda traust um framkvæmd þessa máls. Ég held að þarna þurfi auðvitað að sjálfsögðu að velta við öllum steinum og öll kurl þurfa að koma til grafar. Maður verður bara að reyna að treysta ferlinu fram undan og sjá hvað kemur út úr því. En þetta veldur manni auðvitað allt mjög miklum vonbrigðum,“ segir Hildur. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19,4% fylgi í Reykjavík nú þegar tæpar þrjár vikur eru til sveitarstjórnarkosninga. Flokkurinn náði 30,8% í síðustu kosningum. Þið eruð að mælast með eins og við sjáum, ekki nægilega gott fylgi að ykkar mati. Þið nefnið Bankasöluna sem eitthvað sem kann að vera að hafa áhrif, en ykkar listi. Það er líka talað um klofning innan hans. Það getur ekki verið að það sé ekki líka að hafa áhrif? „Það er enginn klofningur innan okkar lista. Sjálfstæðisflokkurinn samanstendur af mjög fjölbreyttu fólki. Þannig byggjum við okkar tilveru sem breiðfylking. Þarna er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn, saman komum við að borðinu, myndum okkar sýn og málefnastefnu sem við stöndum öll saman um. Það er enginn klofningur hjá okkur, bara full samstaða,“ segir Hildur.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Salan á Íslandsbanka Borgarstjórn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira