Vissi strax að meiðslin væru alvarleg þegar hann heyrði brak í öxlinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2022 09:00 Elvar Örn Jónsson hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu síðan 2018. getty/Sanjin Strukic Elvar Örn Jónsson, leikmaður íslenska handboltalandsliðsins og Melsungen, verður frá keppni næsta hálfa árið eða svo vegna axlarmeiðsla. Hann er staðráðinn í að koma sterkari til baka og er handviss um að hann verði kominn í toppform fyrir HM í janúar á næsta ári. Elvar er núna staddur heima á Selfossi eftir að hafa gengist undir aðgerð á þriðjudaginn. Hann meiddist á öxl í leik Íslands og Austurríkis í Bregenz í umspili um sæti á HM þann 13. apríl síðastliðinn. „Þetta var mjög skrítið. Ég var að spila vörn, boltinn var dæmdur af Austurríki, ég teygði mig í hann, gaurinn féll fyrir framan mig og ég datt yfir hann. Ég lá ofan á honum, hann var að standa upp, fæturnar á mér lyftast upp, ég studdi mig við með höndunum og þá gerðist eitthvað í öxlinni og ég heyrði brak,“ sagði Elvar við Vísi í gær. Hann sagði að hljóðið í öxlinni hafi gefið til kynna að meiðslin hafi verið alvarleg. „Mig grunaði það og fann strax mikinn sársauka. En ég vonaði að þetta væri bara tognun.“ Svo reyndist ekki vera. Örnólfur Valdimarsson, læknir landsliðsins, og Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari og faðir Elvars, skoðuðu hann strax eftir leikinn í Bregenz og hann var svo sendur í myndatöku. Eina vitið að fara í aðgerð „Ég fór í segulómskoðun og þá sáust skemmdir á liðpokunum sem höfðu færst eitthvað til. Þá var seinni leikurinn úr sögunni og eina vitið að fara í aðgerð til laga þetta,“ sagði Elvar sem býst við að vera frá keppni í fimm til sex mánuði. Selfyssingurinn vonast til að vera kominn aftur á ferðina í október, þegar tímabilið 2022-23 verður nýhafið. Elvar hefur engar áhyggjur af því að þátttaka hans á HM 2023 sé í hættu. Elvar fagnar með Silvio Heinevetter, hinum þrautreynda markverði Melsungen.getty/Florian Pohl „Nei, ég ætti að vera kominn til baka þá. Ég verð mættur þangað,“ sagði Elvar sem hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili með Melsungen. Hann gekk í raðir liðsins frá Skjern í Danmörku síðasta sumar. Elvar segir að tímabilið, sem nú er senn á enda, hafi verið krefjandi hjá Melsungen, mikið um meiðsli og þá urðu þjálfaraskipti í haust þegar Guðmundur Guðmundsson var látinn fara frá liðinu. Skrautlegt fyrsta tímabil í Þýskalandi „Þetta hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég hef fengið stórt hlutverk í vörn og sókn. En tímabilið hefur verið skrítið hjá okkur, mjög mikil meiðsli og við höfum verið fámennir. Nú er ég dottinn út og þá erum við enn færri.“ Að sögn Elvars er þýska úrvalsdeildin erfiðari en sú danska, allavega þegar kemur að líkamlega þættinum. „Leikmenn eru sterkari og boltinn er harðari,“ sagði Selfyssingurinn sem hefur verið nokkuð heppinn með meiðsli á sínum ferli. „Ég var einu sinni frá í fjóra mánuði hérna heima vegna bakmeiðsla en þetta eru alvarlegustu meiðslin sem ég hef orðið fyrir. Þetta er bara reynsla, maður tæklar þetta og mætir sterkari til baka,“ sagði Elvar að endingu. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Elvar er núna staddur heima á Selfossi eftir að hafa gengist undir aðgerð á þriðjudaginn. Hann meiddist á öxl í leik Íslands og Austurríkis í Bregenz í umspili um sæti á HM þann 13. apríl síðastliðinn. „Þetta var mjög skrítið. Ég var að spila vörn, boltinn var dæmdur af Austurríki, ég teygði mig í hann, gaurinn féll fyrir framan mig og ég datt yfir hann. Ég lá ofan á honum, hann var að standa upp, fæturnar á mér lyftast upp, ég studdi mig við með höndunum og þá gerðist eitthvað í öxlinni og ég heyrði brak,“ sagði Elvar við Vísi í gær. Hann sagði að hljóðið í öxlinni hafi gefið til kynna að meiðslin hafi verið alvarleg. „Mig grunaði það og fann strax mikinn sársauka. En ég vonaði að þetta væri bara tognun.“ Svo reyndist ekki vera. Örnólfur Valdimarsson, læknir landsliðsins, og Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari og faðir Elvars, skoðuðu hann strax eftir leikinn í Bregenz og hann var svo sendur í myndatöku. Eina vitið að fara í aðgerð „Ég fór í segulómskoðun og þá sáust skemmdir á liðpokunum sem höfðu færst eitthvað til. Þá var seinni leikurinn úr sögunni og eina vitið að fara í aðgerð til laga þetta,“ sagði Elvar sem býst við að vera frá keppni í fimm til sex mánuði. Selfyssingurinn vonast til að vera kominn aftur á ferðina í október, þegar tímabilið 2022-23 verður nýhafið. Elvar hefur engar áhyggjur af því að þátttaka hans á HM 2023 sé í hættu. Elvar fagnar með Silvio Heinevetter, hinum þrautreynda markverði Melsungen.getty/Florian Pohl „Nei, ég ætti að vera kominn til baka þá. Ég verð mættur þangað,“ sagði Elvar sem hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili með Melsungen. Hann gekk í raðir liðsins frá Skjern í Danmörku síðasta sumar. Elvar segir að tímabilið, sem nú er senn á enda, hafi verið krefjandi hjá Melsungen, mikið um meiðsli og þá urðu þjálfaraskipti í haust þegar Guðmundur Guðmundsson var látinn fara frá liðinu. Skrautlegt fyrsta tímabil í Þýskalandi „Þetta hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég hef fengið stórt hlutverk í vörn og sókn. En tímabilið hefur verið skrítið hjá okkur, mjög mikil meiðsli og við höfum verið fámennir. Nú er ég dottinn út og þá erum við enn færri.“ Að sögn Elvars er þýska úrvalsdeildin erfiðari en sú danska, allavega þegar kemur að líkamlega þættinum. „Leikmenn eru sterkari og boltinn er harðari,“ sagði Selfyssingurinn sem hefur verið nokkuð heppinn með meiðsli á sínum ferli. „Ég var einu sinni frá í fjóra mánuði hérna heima vegna bakmeiðsla en þetta eru alvarlegustu meiðslin sem ég hef orðið fyrir. Þetta er bara reynsla, maður tæklar þetta og mætir sterkari til baka,“ sagði Elvar að endingu.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira