Meirihluti vændismála felldur niður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2022 19:10 Sjötíu og sex prósent vændismála voru felld niður fyrir tveimur árum og yfir helmingur í fyrra. vísir/Rúnar Meirihluti vændiskaupamála sem hafa ratað á borð lögreglu á liðnum árum hefur verið felldur niður og á síðustu tveimur árum endaði einungis fjórðungur með sekt eða ákæru. Ríkislögreglustjóri segir forgangsraðað í þágu mála þar sem grunur er um mansal. Vændiskaupamálum á borði lögreglu hefur fjölgað á liðnum árum þrátt fyrir að teljast enn ekki ýkja mörg. Fjöldinn var í lágmarki árin 2016 til 2017 en fjölgaði verulega árið 2019 vegna átaks gegn vændis. Málin voru 33 fyrir tveimur árum og 39 í fyrra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri segir málafjöldann velta á önnum hjá lögreglu. „Þetta eru frumkvæðisverkefni og síðastliðin ár hafa verið þannig að við höfum verið með talsvert mörg verkefni. Covid, eldgos og ýmsilegt fleira.“ Enn færri mál enda með sekt eða ákæru. Fyrir tveimur árum voru 76 prósent þeirra felld niður og í fyrra rúmur helmingur. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.vísir Myndirðu vilja að það væri hægt að leggja meiri áherslu á þessi mál? „Við erum alltaf með forgangsröðun ogþað er þetta mansal sem við höfum áhyggjur af. Það er þessi hagnýting á líkama annarrar manneskju sem á ekki að eiga sér stað. Síðan er bara allt önnur staða þegar fólk af fúsum og frjálsum vilja fær fjármagnið til sín.“ Í Kompás var rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem eru hagsmunasamtök fólks í kynlífsvinnu og berjast fyrir afglæpavæðingu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Þau segja fólk sem í kynlífsþjónustu oft hika við að leita til lögreglu - og sé þá jafnvel hrætt um að missa lífsviðurværið. „Við höfum fengið sögur um að fólk segir ekki frá ofbeldi sem það verður fyrir af því það er hrætt við að vera vaktað hjá lögreglu eða hrætt við hræðilegt viðmót,“ sagði Logn, meðlimur Rauðu regnhlífarinnar í Kompás. Sigríður segir lögreglu eiga að fylgja ákveðnum ferlum þegar leitað sé til þeirra vegna ofbeldis - sama hver það sé. „Hins vegar get ég ekki útilokað að upplýsingar séu nýttar í þeim tilgangi að ná í ólöglega kaupendur. Við getum ekki útilokað það. En það á ekki að tengja þetta tvennt saman. Ofbeldi er ofbeldi. Hvort sem þú ert að selja kynlífsþjónustu eða vinnur í bakarí. Það á ekki að breyta neinu.“ Kompás Vændi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
Vændiskaupamálum á borði lögreglu hefur fjölgað á liðnum árum þrátt fyrir að teljast enn ekki ýkja mörg. Fjöldinn var í lágmarki árin 2016 til 2017 en fjölgaði verulega árið 2019 vegna átaks gegn vændis. Málin voru 33 fyrir tveimur árum og 39 í fyrra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri segir málafjöldann velta á önnum hjá lögreglu. „Þetta eru frumkvæðisverkefni og síðastliðin ár hafa verið þannig að við höfum verið með talsvert mörg verkefni. Covid, eldgos og ýmsilegt fleira.“ Enn færri mál enda með sekt eða ákæru. Fyrir tveimur árum voru 76 prósent þeirra felld niður og í fyrra rúmur helmingur. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.vísir Myndirðu vilja að það væri hægt að leggja meiri áherslu á þessi mál? „Við erum alltaf með forgangsröðun ogþað er þetta mansal sem við höfum áhyggjur af. Það er þessi hagnýting á líkama annarrar manneskju sem á ekki að eiga sér stað. Síðan er bara allt önnur staða þegar fólk af fúsum og frjálsum vilja fær fjármagnið til sín.“ Í Kompás var rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem eru hagsmunasamtök fólks í kynlífsvinnu og berjast fyrir afglæpavæðingu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Þau segja fólk sem í kynlífsþjónustu oft hika við að leita til lögreglu - og sé þá jafnvel hrætt um að missa lífsviðurværið. „Við höfum fengið sögur um að fólk segir ekki frá ofbeldi sem það verður fyrir af því það er hrætt við að vera vaktað hjá lögreglu eða hrætt við hræðilegt viðmót,“ sagði Logn, meðlimur Rauðu regnhlífarinnar í Kompás. Sigríður segir lögreglu eiga að fylgja ákveðnum ferlum þegar leitað sé til þeirra vegna ofbeldis - sama hver það sé. „Hins vegar get ég ekki útilokað að upplýsingar séu nýttar í þeim tilgangi að ná í ólöglega kaupendur. Við getum ekki útilokað það. En það á ekki að tengja þetta tvennt saman. Ofbeldi er ofbeldi. Hvort sem þú ert að selja kynlífsþjónustu eða vinnur í bakarí. Það á ekki að breyta neinu.“
Kompás Vændi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira