Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Eiður Þór Árnason skrifar 27. apríl 2022 11:25 Gangi spáin eftir verður um að ræða sjöttu vaxtahækkun Seðlabakans frá því í maí í fyrra. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. Sömuleiðis eru taldar vera talsverðar líkur á því að peningastefnunefnd ákveði að taka stærra skref og hækki stýrivexti um 0,75 prósentustig. Þó sé sennilegt að nefndin muni nýta sér það að stutt sé í næstu vaxtaákvarðanir og hækki í smærri skrefum. Óhagstæð verðbólguþróun og hækkandi verðbólguvæntingar muni líklega vega þungt í ákvörðun peningastefnunefndarinnar en aukin óvissa og versnandi skammtímahorfur um efnahagsþróun muni trúlega einnig hafa áhrif. Í síðustu tveimur vaxtaákvörðunum hefur nefndin hækkað vexti um 0,75 prósentustig. Á morgun birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir aprílmánuð. Greining Íslandsbanka spáir því að vísitalan hækki um 0,8% í apríl frá fyrri mánuði. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 6,8% í apríl en hún var 6,7% í mars. Aukin óvissa vegna stríðsins í Úkraínu Að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, er ágætur skriður kominn á íslenska hagkerfið aftur eftir efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19. „Efnahagsbatinn hefur verið framar vonum og langvarandi neikvæð áhrif faraldursins á utanríkisviðskipti sem og innlenda eftirspurn virðast munu verða minni en margir óttuðust,“ skrifar hann í grein á vef Íslandsbanka. Á sama tíma sé atvinnuleysi komið á svipaðar slóðir og var áður en faraldurinn skall á og kortaveltutölur segi svipaða sögu af neysluhegðun landsmanna. Útlit sé fyrir verulega aukningu útflutnings í ár, að mestu fyrir tilstilli hraðrar fjölgunar ferðamanna. Jón Bjarki segir þó að óvissa um nærhorfur í efnahagslífinu hafi aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu sem hafi haft verulega neikvæð áhrif á horfur í heimsbúskapnum. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Sömuleiðis eru taldar vera talsverðar líkur á því að peningastefnunefnd ákveði að taka stærra skref og hækki stýrivexti um 0,75 prósentustig. Þó sé sennilegt að nefndin muni nýta sér það að stutt sé í næstu vaxtaákvarðanir og hækki í smærri skrefum. Óhagstæð verðbólguþróun og hækkandi verðbólguvæntingar muni líklega vega þungt í ákvörðun peningastefnunefndarinnar en aukin óvissa og versnandi skammtímahorfur um efnahagsþróun muni trúlega einnig hafa áhrif. Í síðustu tveimur vaxtaákvörðunum hefur nefndin hækkað vexti um 0,75 prósentustig. Á morgun birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir aprílmánuð. Greining Íslandsbanka spáir því að vísitalan hækki um 0,8% í apríl frá fyrri mánuði. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 6,8% í apríl en hún var 6,7% í mars. Aukin óvissa vegna stríðsins í Úkraínu Að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, er ágætur skriður kominn á íslenska hagkerfið aftur eftir efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19. „Efnahagsbatinn hefur verið framar vonum og langvarandi neikvæð áhrif faraldursins á utanríkisviðskipti sem og innlenda eftirspurn virðast munu verða minni en margir óttuðust,“ skrifar hann í grein á vef Íslandsbanka. Á sama tíma sé atvinnuleysi komið á svipaðar slóðir og var áður en faraldurinn skall á og kortaveltutölur segi svipaða sögu af neysluhegðun landsmanna. Útlit sé fyrir verulega aukningu útflutnings í ár, að mestu fyrir tilstilli hraðrar fjölgunar ferðamanna. Jón Bjarki segir þó að óvissa um nærhorfur í efnahagslífinu hafi aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu sem hafi haft verulega neikvæð áhrif á horfur í heimsbúskapnum.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira